Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 13
STÚDENTABLAÐ 3 SIGURBJORN EINARSSON prófessor: Andlegt frelsí - frelsí andans I Maðurinn veit til sín um leið og hann skynjar frelsi sitt, hann fæðist á þeirri stundu, sem hann verð- ur frjáls. Það er eitt frumeinkenni mennskrar veru, að hún er laus úr þeim álögum náttúrunnar, sem dýr- ið lýtur, hún fær þá meðvitund um sjálfa sig, að hún greinir sig frá umhverfi sínu, kemst í athugandi og hugsandi afstöðu til þess. Þótt hún sé allt um það á ýmsan veg viðjuð af aðstæðum, veit hún, að hún hefur tekið á sig ábyrgð á lífi sínu. Hún hefur öðlazt vakandi hugsun í stað ómeðvitaðra eðlisviðbragða, gerir sér grein fyrir því, að hún hefur vilja, sem verð- ur að láta til sín taka gagnvart atvikum og aðstæðum daglegs lífs og hefur atkvæði um það, hvernig henni farnast. Frelsisvitund er sem sé eitt þeirra frumatriða, sem skilja á milli manns og dýrs. Um það verður vart deilt, ef reynt er að gera sér grein fyrir sérkennum mennskunnar, þótt skoðanir skiptist um hitt, hversu víðtækt frjálsræðið sé og hvernig það standi í sam- bandi við eðli tilverunnar í heild og dýpstu rök mannlegs lífs. Þar verða fyrir trúarleg og heimspeki- leg íhugunarefni. Frelsi og ábyrgð eru samstæður, spunnar saman í eitt, óaðgreinanlegar. Vera, sem lýtur nauðung, hvort sem hún fylgir blindri eðlisleiðslu eða er, án eigin tilverknaðar, kúguð af ytra valdi, ber ekki ábyrgð á gjörðum sínum, þótt hún kunni einmitt þá að lifa frelsi sitt með gagntæku móti í uppreisn huga síns gegn því, sem hún er neydd til að fremja. Án frelsis engin ábyrgð. En það má líka snúa þessu við: Án ábyrgðar ekkert frelsi, því að frjálsræði, sem er ábyrgð horfið, hefur afneitað sjálfu sér. Ábyrgð án frelsis er „tóm“, frelsi án ábyrgðar er „blint“, svo að notað sé orðalag Kants um önnur hugtök. Maðurinn fæðist um leið og hann vaknar til vit- undar um frelsi sitt og hann deyr um leið og sú vit- und slokknar. En frelsið skynjar hann sem mögu- leika á því að velja og hafna. Þar er ábyrgðin fólgin. Biblían veit, hvað hún er að fara, þegar hún segir, að í sömu andrá og maðurinn varð til, hafi hann fengið vitneskju um boð og bann. Án slíkrar vitundar hafði hann ekki lifað frelsið og ekki vaknað til mannlegrar tilveru. Hitt er vitnisburður um það háa mið, sem Biblían setur mannlegu lífi, er hún segir, að maður- inn hafi brugðizt þeirri ábyrgð, sem frelsinu fylgir. En sú meðvitund mannsins, að hann ráði nokkru verulegu um líf sitt og afdrif, — en sú meðvitund er í órofa sambandi við þann greinarmun, sem homo sapiens gerir á sjálfum sér og umhverfi sínu, — hef- ur verið driffjöður í lífsbaráttu hans og þroskaþrá. Um leið og náttúran verður andlag vakandi skynjun- ar og hugsunar, hefst vitandi sókn á hendur henni í því skyni að gera sér hana undirgefna og verða frjálsari gagnvart henni. Siðmenning (civilisation) er árangur þeirrar sóknar. En menning (kultur) er fólgin í verðmætum, sem eru óháð beinum lífsþörf- um, landnám í hugarheimum, hugsýnir fegurðar, sannleiks og góðleiks, sem leita tjáningar í listrænni og vitsmunalegri viðleitni, í trúarlegri íhugun og til- beiðslu, í siðgæðislegu mati. Og það er á þessum sviðum, sem maðurinn lifir dýpst vanda og vegsemd frelsis síns. Viss siðmenning er skilyrði þess, að menning geti tekið út verulegan vöxt. En þær eru þó ekki sameðla systur. Háþróuð siðmenning er ekki alltjent frjó í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.