Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 23
STÚDENTABLAÐ 13 Stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri 1957 Og líka eru margir, sem lesa eins og hestar og láta ekki ginnast af heimsins táli’ og synd, og margir þeirra verða líka sjálfsagt sæmdarprestar og sýslumenn með prýði, sem læknar fyrirmynd. Ja, hvort þeir urðu! Þegar litið er yfir hópinu núna, þá sem eru ofar foldu, má líka sjá, að margir þeirra hafa hreiðrað um sig í efstu embættum þjóð- félagsins, og sumir líklega fast að því sannheilagir menn. Og þess vegna búa allmikil sannindi í næstu vísunni: Og þegar mosagrónir í embættunum eru mun enginn ræða misfellurnar skólaárum frá, — og til eru þeir piltar, sem allt of snemma sneru við snilld og gleði baki — og hvað er lífið þá? Já, hvað segið þið um þessi boðorð, gömlu sam- býlismenn? Þetta er annars of viðkvæmt mál til þess að ræðast í opinberu blaði. — Og svo eru þeir, sem ekki þræddu hinn gullna veg meðalhófsins — aurea mediocritas: Menn lesa lítið stundum og standa þá á gati, og stundum verður framgangan hjá prófborðinu klén, en þá er bara að taka því með dirfð og dignitati og dreyma enn um „láðið“ — við hinzta eksamen. Þarna er nú hrækt hraustlega! Enda er höfundur bjartsýnn á framtíð Garðs og Garðverja: Við eigum snjalla stráka og afl og viljann nægan, þótt enn sé lítið talað um þenna unga stað. En verið bara róleg, við gerum Garðinn frægan að gjörvuleik og dáðum og vizku, — og hver veit hvað? Gamli Garður þarf ekki að skammast sín fyrir bjartsýni sinna fyrstu fóstursona. Hann reyndist þeim flestum góður fóstri og þeir hafa launað honum með því að verða mætir menn og honum til sóma. En þegar hann á aldarfjórðungsafmæli, að tveimur árum liðnum, megum við ekki gleyma því. Þá skulum vér, frumbyggjar Garðs, hrista af oss embættisrykið og hittast þar og fagna með ungurn Garðbúum og láta hin gamalkunnu húsakynni óma enn af söng vor- 0, gamla klang- och jubeltid, ditt minne skall förbliva och an St livets bistra strid ett rosigt skimmer giva! Snart tystnar allt várt yra skamt, vSr sSng blir stum, vSrt glam förstamd; o, jerum, jerum, jerum, o, quae mutatio rerum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.