Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 30
20
STÚDENTABLAÐ
JÓHANN J. RAGNARSSON stud. jur.:
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
^lokkadrœtiir siúdenia
Um meira en tuttugu ára skeið hefur Vaka verið
virkasta aflið í félagsmálum stúdenta. Þetta tímabil
hefur Vaka ýmist með hreinan meirihluta í stúdenta-
ráði eða í minnihlutaaðstöðu beitt kröfum sínum til
aukinnar samheldni og samvinnu lýðræðissinna í Há-
skólanum, stúdentum öllum til gagns og sóma. Þenn-
an tíma allan, hafa Vökumenn jafnan hvatt lýðræðis-
sinnaða stúdenta til samstarfs um hagsmunamál sín,
svo og til baráttu gegn þeim sameiginlega óvini, sem
einræði og ofbeldi er öllum frið- og frelsisunnandi
mönnum. Þessi er stefna Vöku nú eins og áður.
Vökumenn harma þá skammsýni, sem birtist í öllu
starfi hinna svokölluðu „vinstri stúdenta“, og þó sér-
staklega þann lærdómsríka ásetning þeirra að halda
áfram samstarfi við kommúnista, sem margsinnis
hafa sýnt fram á þrælslund sína við erlenda yfirboð-
ara. Hefur þessi þjónkun kommúnista þó aldrei kom-
um endurskoðun varnarsamningsins frá 1951. Skal
endurskoðunin gerð með það fyrir augum, að herinn
hverfi hið fyrsta úr landinu. En jafnframt æskjum
við þess, að íslendingar hafi áfram samstöðu með
öðrum vestrænum lýðræðisþjóðum, en þó einkum
hinum Norðurlandaþjóðunum.
Á meðan herinn dvelst hins vegar enn í landinu,
ber stúdentum að standa í fylkingarbrjósti til verndar
andlegum verðmætum þjóðarinnar, þ. e. tungu henn-
ar, siðum og menningu.
í dag er við minnumst fengins fullveldis, skulum
við því treysta enn betur heit það, sem við gáfum við
stofnun hins íslenzka lýðveldis 1944. Við skulum
treysta heitið um að vernda frelsi og sjálfstæði ís-
lenzku þjóðarinnar, minnugir þess, að verði hvikað
á verðinum, þá er ógæfan vís. Fylkjum því liði og
sláum skjaldborg um sjálfstæði landsins og menn-
ingu þjóðarinnar.
ið berlegar fram en nú, er þeir lofsyngja hin hræði-
legustu ofbeldisverk á saklausu fólki, sem hefur unnið
sér það eitt til saka að bera í brjósti sér sömu þrá til
frelsis og sjálfstæðis og við sjálfir gerum.
Vökumenn harma það og, að skammsýni þessara
manna skuli einnig ná út yfir starf þeirra í stúdenta-
ráði. Stúdentaráð á að vera vettvangur fyrir raun-
hæfa baráttu í hagsmunamálum stúdenta, en ekki fyr-
ir samningamakk fulltrúa í ráðinu um það, hverjir
skuli eiga sæti í nefndum, sem stúdentaráði er nauð-
synlegt að kjósa sér til aðstoðar við störf þess í þágu
stúdenta.
Vökumenn eru nú eins og áður einfærir um að
koma stefnumálum sínum fram. Engu að síður vilja
þeir gjarnan fá aðra lýðræðissinnaða stúdenta til
samstarfs við sig um hin ýmsu vandamál. Þetta ber
þó engan veginn að skilja svo, að Vökumenn muni
nokkurntíma setjast að samningaborði með vinstri
mönnum á sama hátt og þeir gera sín á milli, þ. e.
höndli með menn og málefni. í slíku samningamakki
mun Vaka aldrei verða þátttakandi. En Vökumenn
harma lítihnennsku og niðurlægingu andstæðinga
sinna, sem kaupa sér völd og áhrif, jafnvel með því
að fórna grundvallarskoðunum sínum á hinum þýð-
ingarmestu málum, fyrir ímynduð völd. Þetta á þó
ekki við um alla. Til eru þau stúdentasamtök, innan
þessa háskóla, sem í allt að 18 ár hafa leynt öllum
sínum hugsjónamálum, öðrum en þeim, sem mótazt
hafa frá degi til dags. Við slíka menn binda Vöku-
menn litlar vonir. Sýnu meiri kröfur gera þeir til
þeirra stúdenta, sem virzt hafa átt hugsjóna- og
áhugamál, en vegna fylgisleysis hafa ekki haft bol-
magn til að sjá þeim farborða.
Ekki ber heldur að skilja þetta svo, að Vaka hygg-
ist slá í neinu af grundvallarstefnumálum sínum til
að þóknast andstæðingum sínum. Friður og sam-
vinna verða ekki keypt því verði, að gefið verði eftir