Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 38
28
STÚDENTABLAÐ
upp, að hafinn yrði til vegs sá siður að flytja þar
messur á helgum dögum. Hvort þetta nær fram að
ganga er undir okkur stúdentum komið. Við getum
svarað því í verki, hvort hér er hægt að mynda stúd-
entasöfnuð. Að sjálfsögðu yrðu guðsþjónustur þessar
öllum opnar. Hér yrði þó sá munur á og því fyrir-
komulagi, sem tíðkast í öðrum söfnuðum, að enginn
prestur yrði ráðinn til þjónustu, heldur önnuðust
stúdentar um allan ræðuflutning, en prestvígðir pró-
fessorar þjónuðu fyrir altari. Ekki tel ég nauðsyn
bera til, að væntanlegir prédikarar séu úr guðfræði-
deild og skírskota þá til leikmannaprédikara, sem
hvarvetna hleypa hressandi andblæ inn í kirkjulífið.
Þá mundi stúdentakórinn koma að góðu haldi við
flutning sálmalaga.
Nú geri ég ráð fyrir, að mörgum þyki, að hér sé
hróflað upp barnalegum skýjaborgum, sem engir
möguleikar séu á að framkvæma. Á þessháttar skoð-
unum strandar allt, sem til aukins félagsþroska má
verða hér í Háskólanum. Menn tína til hnökra og
agnúa á hverju slíku máli, sem imprað er á, aðrir
halda að sér höndum og svæfa þau með algjöru hlut-
leysi. Þetta tómlætisvíti ber mönnum að varast. Ibsen
segir á einum stað í Pétri Gaut:
„En meðal vor, þar sem myrkt er öll dægur,
er máltækið: þursi, ver sjálfum þér — nægur.“
Því skulum við, í sönnum félagsanda, beita huga
og hönd og koma í veg fyrir, að sami andi ríki með
okkur og þursum Dofrans. —
SIGURÐUR G. SIGURÐSSON stud. oecon. og
SIGURPÁLL VILHJ ÁLMSSON stud. oecon.:
Frá viðskiptadeild
Et ekki tímabært, að viðskiptadeildin verði sjálfstœð
deild innan Háskóla íslands?
Viðskiptadeild Háskóla Islands var stofnuð árið
1941 á grunni Viðskiptaháskóla íslands. Allt frá upp-
hafi hefur aðsókn að viðskiptadeildinni verið mjög
mikil og er það til marks, að nú í vetur eru 94 stúd-
entar skráðir í deildina.
Viðskiptadeildin er ekki sjálfstæð deild, heldur er
hún í samfloti við lagadeild. Skilyrði þess, að deildin
verði sjálfstæð, er samkvæmt hinum nýju háskóla-
lögum, að prófessorar við deildina verði þrír, en þeir
eru nú aðeins tveir. Miðað við nemendafj ölda má
það furðulegt teljast, að deildin skuli ekki þegar vera
orðin sjálfstæð og má í því sambandi benda á það,
að við verkfræðideild, sem telur miklu færri nemend-
ur, eru nú starfandi fjórir prófessorar.
I viðskiptadeildinni hefur frá upphafi verið lögð
höfuðáherzla á kennslu í hagfræði, bæði þjóðhag-
fræði og reksturshagfræði. Er það líka að öllu leyti
eðlilegt, þar sem meginhlutverk viðskiptadeildarinn-
ar hlýtur ávallt að verða það, að veita nemendum
sínum fræðslu um meginþætti efnahagslifsins.
Við flesta háskóla erlendis, þar sem kennsla í hag-
fræði fer fram, munu vera starfrækt „hagfræðileg
Iaboratorium“, ef svo mætti að orði komast. Vinna
nemendur þar að úrlausnum hagnýtra hagfræðilegra
vandamála undir stjórn kennara. Slík stofnun er því
miður ekki til við háskóla vorn, en er engu að síður
bráðnauðsynleg, og hlýtur að því að koma, fyrr eða
síðar, að hún komizt á fót og þá undir umsjón við-
skiptadeildar. Það er því augljóst, að stofnun nýs
prófessorsembættis við viðskiptadeildina er fyllilega
tímabær, þar sem hinn væntanlegi prófessor gæti tek-
ið að sér stjórn þessarar stofnunar ásamt kennslu við
deildina. Má í þessu sambandi benda á það, að nú
vinna opinberir starfsmenn í hinum ýmsu stjórnar-
deildum að fjölmörgum viðfangsefnum, sem eru þess
eðlis, að þau gætu eins verið leyst í stofnun sem þess-
ari. Á þennan hátt yrði hlutverk þessarar stofnunar
tvíþætt; annars vegar ákjósanleg þjálfun fyrir nem-
endur í meðferð raunhæfra vandamála, og hins veg-
ar sparnaður fyrir hið opinbera, sem nú gæti á marg-
an hátt létt af starfsmönnum sínum verkefnum, sem
þeir hafa oft á tíðum takmarkaðan áhuga á.
Háskóli Islands er musteri íslenzkrar menningar.
Hann er óskabarn þjóðarinnar, sem hefur borið gæfu
til þess að gegna því forystuhlutverki, sem honum var
ætlað, með miklum sóma. Kröfur þær, sem gerðar
eru til hans sem æðstu menntastofnunar á Islandi
hljóta ávallt að vera miklar og eru eðlilega alltaf að
aukast. Það ætti því öllum að vera ljóst, að framtíð
sína á háskóli vor undir því, að hann geti orðið við
réttmætum kröfum þjóðfélagsins. Gildi viðskipta-
deildar er fyrst og fremst fólgið í því, að þaðan komi