Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 28
18
STÚDENTABLAÐ
HÖRÐUR BERGMANN stud. mag.:
Félag róttækra stúdenta
Stúdentar og sjálfstaeðismálið
Það hefur borið á nokkrum vandræðum með þá
hátíðisdaga okkar, sem skópust í sjálfstæðisbarátt-
unni. 17. júní og 1. desember verða ýmsir til að gera
sig hlægilega og umfram allt leiðinlega bæði í ræðu
og riti, því að þeir hvorki þora né mega minnast á
það, sem menn ættu að láta sig mestu máli skipta á
slíkum dögum. Hnípin þjóð fær að heyra um vaska
baráttu forfeðra sinna gegn valdi vondra Danakónga,
ómetanleg bókmenntaafrek sín, eitthvað um Jesú
Krist og fleira í þeim dúr. En á sjálfstæðisbaráttu líð-
andi stundar má ekki minnast, ekki viðurkenna, að
fullveldi þjóðarinnar hefur verið skert og að við bú-
um við erlenda hersetu.
Fulltrúar íhaldsstúdenta í Háskóla íslands þurfa
jafnan á allmiklu hugarflugi að halda fyrir 1. desem-
ber ár hvert til að koma í veg fyrir, að minnzt sé á
verkefnin í sjálfstæðisbaráttu samtímans. Þeir hafa
lagt til, að dagurinn yrði helgaður „kristni og
kirkju“, en nú síðast hafa þeir haldið sig við „minn-
ingu fullveldisins“ og „framtíðarhorfur þjóðarinn-
ar“. Þeir halda sig við þátíð og framtíð, en forðast
nútíð.
Þegar vinstri félögin höfðu meirihluta í stúdenta-
ráði sameinuðust þau um að gera 1. desember að bar-
áttudegi fyrir brottflutningi ameríska hersins og
endurvakningu hlutleysis á íslandi. Það hlutverk eitt
hæfir þeim degi, sem haldinn er hátíðlegur vegna
fengins fullveldis og yfirlýsingar um ævarandi hlut-
leysi.
Hernámsandstaða félaga frjálslyndra og jafnaðar-
manna, meðan skoðanabræður þeirra á Alþingi voru
trúir verndarar verndaranna, verður þeim alltaf til
sóma, enda þótt sú sæmd sé þeim sjálfum minnst að
þakka.
Nú er hins vegar teikn á lofti um undanhald og
svik hjá félögum þessum. Þau hafa hafnað samstarfs-
boði frá nefnd þeirri, sem Rithöfundafélag íslands
hefur kosið til að vinna að því að herinn verði flutt-
ur á brott. Félögin hafa sem sagt neitað að beita
áhrifum sínum til framgangs þeirrar stefnu, sem þau
fylgdu í meirihluta í stúdentaráði og lýstu sig fylgj-
andi fyrir síðustu kosningar til stúdentaráðs, þótt
með hangandi hendi væri.
Mórallinn hjá félögum þessum eða a. m. k. stjórn-
um þeirra virðist því vera í stuttu máli: „Fyrirmynd-
irnar á Alþingi svíkja, við svíkjum.“ Stjórnir þessara
félaga virðast því líta á sig sem ábyrga gagnvart
flokkapólitík fyrst og fremst, en síður gagnvart stúd-
entum, því að vitaskuld hafa margir stúdentar fylgt
þeim í trausti þess, að þeir stæðu fast á fyrri stefnu
sinni um andstöðu við hersetu.
Þessi afstaða vekur því meiri furðu þegar þess er
gætt, að bæði heimssöguleg þróun og þróun innan-
lands sýna nú betur en nokkru sinni fyrr fánýti her-
stöðvanna á friðartímum og ógn þeirra í ófriði. Síð-
ustu fregnir af tækni í eldflaugnagerð sanna þetta
óþyrmilegar en gert hefur verið nokkru sinni fyrr.
Innanlands hefur orðið ör þróun í þá átt síðastliðið
ár að beina vinnuafli frá hernaðarframkvæmdum að
framleiðsluatvinnuvegunum. Sú þróun hefur sýnt, að
ekki er hætta á atvinnuleysi eða gjaldeyrisþurrð, þótt
herinn yrði endursendur með hraði.
Það eru því öll skilyrði til að fylkja stærri hluta
þjóðarinnar en nokkru sinni fyrr til andstöðu við
hersetu og fyrir hlutleysi íslendinga í friðsamlegri
eða ófriðsamlegri eldflaugnaskotkeppni stórvelda.
í kjölfar þessarar þróunar mun skapast það al-
menningsálit, sem þarf til að knýja framsóknarmenn
og krata til að framfylgja afdráttarlaust samþykkt Al-
þingis frá 28. marz ’56 um brottflutning hersins og
ákvæðum ríkisstjórnarsáttmálans um það sama.
Við mótun þess almenningsálits ættu stúdentar að
vera í fararbroddi eins og á árunum 1953—1956.
Það eru þeir ekki, og margir hafa sofnað á verðin-