Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 16
6
STÚDENTABLAÐ
fjarlæg mörk. Hinn rótgróni, evrópskri skilningur,
að ríki beri ekki ábyrgð á neinu nema „hagsmunum
sínum“, hefur í þjóðréttarfræðum og heimspeki síð-
ustu alda losað sig við hvers kyns kröfur um tillit
til annarra, æðri raka. í framkvæmd er þetta að jafn-
aði falið í flugeldaeimi fagurra orða, nema á hættu-
og styrjaldartímum. Þá kemur það fram grímulaust.
Alræðishreyfingar og alræðisstjórnir nútímans
standa fast á rótum slíkra viðhorfa, sem vestrænt
lýðræði hefur þróað með sér. Sú pólitíska frelsishug-
sjón, sem fæddist í blóði frönsku byltingarinnar, var
borin í kufli þeirrar sannfæringar, að ríkisvaldið
ætti að hlutast í öll mál þegnanna, andleg sem líkam-
leg, því að ríkið var „skynsemin“ í framkvæmd.
Auguste Comte dreymdi um það engu síður en Karl
Marx, að lögmál þjóðfélagsins, sem væru í rauninni
jafnvís og náttúrulögmálin, yrðu hamin og mann-
félagið gert að sjálfgengri vél. Rationalísk vélhyggja
er einkenni tímans og fer hraðvaxandi. Og nú eru
„óvenjulegir tímar“ vegna milliríkjaátaka, sem vant-
ar aðeins herzlumun til þess að verða styrjöld. Al-
ræðisríki er sjálfu sér samkvæmara í vélhyggju og
einskorðun við necessiías. Þar eru yfirburðir alræðis
fólgnir. Lýðræðisþjóðir hryllir við tillitsleysi og járn-
kaldri hörku slíks ríkisvalds, en vita í rauninni ekki
sjálfar, á hvaða grunni þær standa né hvert stefnu-
mark þeirra er. Og meðan þær stara á urðarmána og
aðra váboða í austri, án þess að vita til átta um já-
kvæð meginmið í þjóðfélagsháttum, réttarafstöðu og
stjórnmálalegri hegðun, vex ríkisvélin, ekki sízt í
skjóli þess valds og þeirra framkvæmda, sem styrj-
aldarhættan gerir nauðsynlegt.
011 þjóðfélög tæknialdar stefna í sömu átt. Alræðis-
ríkin hafa aðeins hrosshófinn beran, hann er þeirra
andlit. Hvað er framundan? Demokratí, teknokratí
eða demónokratí, lýðræði, vélræði eða drýsilræði,
ríki, þar sem valdið táknar frelsi en ekki kúgun,
mannfélag en ekki vélfélag, þar sem manneskjan er
fyrst, ekki maskínan, þar sem mannlegir yfirburðir
eru frjálsir en ekki andsetnir, blessun en ekki bölvun ?
IV
Frelsi heyrir ábyrgð og ábyrgð frelsi. Frelsi getur
aldrei verið það að komast undan öllum lögum, held-
ur hitt að fara að réttum lögum. Akademískt frelsi
t. d. er ekki frjálsræði til hvers, sem vera skal, ekki
að mega sofa, þegar kennsla fer fram, lesa þegar
maður er „upplagður“ og slæpast endranær. Aka-
demískt frelsi er frelsi til hugsunar, rannsókna og
tjáningar, sem lýtur engu nema rökum vits og sam-
vizku. Frjáls er ekki sú hugsun, sem er beizlislaus
ótemja, heldur hin, sem er tamin í skefjum einbeiting-
ar og ábyrgðar fyrir hugsjón sannleikans.
Frelsi er siðgæðislegt hugtak. Hvar, sem gripið er
niður í umræðum um það, verða fyrir siðgæðisleg
viðhorf. En það leiðir aftur af sér spurninguna um
það, hver maðurinn sé, hver séu innstu rök tilveru
hans, hvaða miðum líf hans lúti, þegar dýpst er
skyggnzt. Frelsi er tómt orð, unz spurt er: Frelsi til
hvers? og þeirri spurningu svarað. Ábyrgð er tómt
orð, unz svarað er, fyrir hverju ábyrgð skuli borin.
Nútíminn miðar í orði kveðnu við manninn: Hann á
að vera frjáls til þess að þroska mökuleika sína og
ábyrgðin er fyrir honum, velferð hans, gildi hans. En
hver er svo maðurinn? P. A. Sorokin, prófessor í
þjóðfélagsfræði við Harvard-háskóla, segir: „Sál-
fræði nútímans kennir, að maðurinn sé dýr, sem aðal-
lega stjórnist af meltingu sinni og kynkirtlum .. . Af-
leiðing slíkrar skoðunar er augljós. Ef maðurinn er
ekkert annað en ónáttúrlegt dýr, hví skyldum vér þá
virða hann? Hví skyldi ekki útrýma honum, ef það
þykir henta?“ Það er þessi „vísindalegi“ skilningur
á manninum, þessi dýrafræðilega lífsskoðun, arftaki
guðfræðilegra skoðana, sem menn eru svo bróður-
lega einhuga um að útrýma á öld sundrungarinnar,
sem er ginnungagapið undir fótum, hemað af skæni
innantómra orða. Vér tölum um andlegt frelsi. En ef
maðurinn er dýr, þá er hann ekki andi og hefur engu
frelsi að farga. Víðkunnur vísindamaður, G. Ström-
berg, segir: „Ég geng svo langt að segja, að hafi mað-
urinn ekki ódauðlega sál, sé þrælaþjóðfélagið bezta
þjóðskipulagið, því að þá er hlutverk ríkisins það
eitt að létta tilveru vora sem dýra, sjá um, að vér
höfum fóður og þægilega aðbúð.“
Maðurinn er andi. Því er hann mennskur, því er
hann frjáls, því afneitar hann sjálfum sér, er hann
gefst upp fyrir nauðung eða prettast um ábyrgð sína.
Og mannsandinn bendir út fyrir sjálfan sig. Þegar
hann er með sjálfum sér, veit hann, að frelsi hans
stendur rótum í æðri veruleik, sem er óháður ákvæð-
um efnislögmála, og að hann er í ábyrgri afstöðu til
æðri vilja. Vélriðin siðmenning nútímans hefur geng-