Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 17
STÚDENTABLAÐ
7
BENEDIKT BLÖNDAL stud. jur.:
Rabbað víð
Lúðvig Guðmundsson
Daginn eftir háværasta fertugsafmæli á þessari öld
gekk ég á fund LúSvígs Guðmundssonar skólastjóra
þeirra erinda að rabba við hann.
Ég var varla seztur, er Lúðvíg tók upp tóbaksdós-
ir.-----„Þér kunnið auðvitað ekki að taka í nefið?“
-----og drjúgur til svarsins dró ég upp baukinn og
sýndi honum.-------„Ég lærði þá list í sjötta bekk.“
Lúðvíg sló mér strax við. Hann lærði listina í öðr-
um bekk! En tilefnið var, að þáverandi rektor
Menntaskólans festi upp dekret í skólaganginum, þess
efnis, að nemendum væri stranglega bannað að
reykja á skólans lóð. Um neftóbak stóð þar ekkert.
Næsta morgun mættu 18—20 annarsbekkingar búnir
dósum og baukum og---------„mikið var hnerrað í 2.
bekk þann dag. Síðan höfum við flestir tekið í nefið,“
sagði Lúðvíg.
Talið barst nú að stúdentsárum Lúðvígs. Var hann
viðriðinn stofnun stúdentaráðs og flest störf þess
fyrstu 5—6 árin. Atti hann drýgstan þátt í stofnun
hinnar merku og sögufrægu Mensa academica haust-
ið 1921.
ið rösklega fram í því að myrða þessa æðstu frelsis-
vitund mannsandans. Skáldið F. Fridell lætur eina af
persónum sínum, vélamann í verksmiðju, gera upp-
reisn gegn vélinni, „eina virkilega guðdóminum á
vorri tíð, sem gefur fólki hús og heimili, en slítur
jafnframt hið mannlega út úr þeim.“
Oss stoðar ekki að gera slíka uppreisn. En vér verð-
um að sigra vélina og vélgeng örlög. Til þess þurfum
vér að vakna til menns/crar tilveru að nýju, til nýrrar
vitundar um andleg rök og staðreyndir, sem liggja
dýpra en þarmar og kynkirtlar, ofar en jörðin og
hnettirnir, sem geimförin eiga að ná.
Der hersker en ánd med evig magt,
pröv kun pá at byde den trods!
I grus mátte guldpaladsets pragt,
i stöv mátte Neros koloss.
(Henrik Ibsen).
--------„Mensa“ var forum okkar stúdenta. Þar
borðuðum við og drukkum kaffið okkar. Þar var
rabbað og rifizt um allt milli himins og jarðar. Ekk-
ert mannlegt var okkur óviðkomandi! Þar var oft
deilt hart; þar sættust menn líka heilum sáttum og
þar var stofnað til ævilangrar vináttu. En „mensa“
var ekki aðeins vettvangur okkar hinna yngri. Eldri
stúdentar, bæði bæjarmenn og utan af landi, voru
þar tíðir gestir, virðulegir klerkar, dómarar og lækn-
ar; — þar urðu allir ungir.
— í upphafi var stúdentaráðið ópólitískt. Niu
stúdentar átti sæti í því, 2 frá hverri háskóladeild-
anna fjögurra. Oddamaður fyrsta stúdentaráðsins
var kjörinn við almenna atkvæðagreiðslu allra stúd-
enta. Síðan var oddamaður valinn af fráfarandi stúd-
entaráði og úr þess hópi. Með því var tryggt, að
ávallt sæti einn maður í stúdentaráði, er kunnugur
var störfum þess, og sköpuðust þannig tengsl milli
stúdentaráðanna frá ári til annars.