Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 18
fræðum, og þó ratinar austar, áfangi á fjölfarinni flugleið og nteð miklum samgöngum á sjó. Staðsetning handritanna í Reykjavík hefur einn kost fram yfir aðrar borgir: útlendi fræðimaðurinn, sem vill nota þau, getur gert eina ferð úr tveimur. Hann á nefnilega erindi til Islands, hann getur ekki látið þá ferð undir höfuð leggjast. Hann þarf að læra fullkomlega íslenzku, lifandi íslenzku, hann þarf að kynnast landi og lýð, hann þarf að sjá sögu- staði. Ef handritin eru í Reykjavík, notar hann þau og gerir allt hitt í sömu ferðinni. Annars verða úr þessu tvær kostn- aðarsamar ferðir. Þetta var um útlenda fræðimenn. En allra mest munu hand- ritin þó jafnan verða notuð af íslenzkum mönnum. Og þeir munu nota þau því meira sem þeir eiga greiðari gang að þeim. Þetta er augljóst og þarf engrar frekari skýringar við. Allar líkur eru til, að handritin yrðu notuð miklu meira í Reykjavík en nokkurstaðar ella. Þetta á við fornu handritin, og þá ekki síðttr við hin yngri. Nú eru þeir orðnir margir ís- lenzku málfræðingarnir, sem færir eru um að vinna að hand- ritunum og hug hafa á því, og þarf það ekki nánari útlistan- ar við; það er alkunnugt. Þegar staðsetning íslenzku haudritanna er rædd, má stöku sinnum, og þó sjaldan, sjá þá mótbáru, að hætt sé við ein- angrun í þessum fræðum, ef handritin væru í Reykjavík. Þetta ertt þó óþarfar áhyggjur. Island er nú engan veginn einangr- að land — sá er þetta ritar gæti stundum óskað, að það væri iign meira. íslendingar kynnast svo kölluðum menningar- straumum úr öllum áttum, þeir ferðast víða ttm lönd og taka á móti gestum héðan og handan að, eiga stúdenta í ýmsum greinum við háskóla víða um lönd og taka á móti erlendum stúdentum frá ýmstim löndum hér til náms — íslenzka ríkið veitir árlega styrki 10 erlendttm stúdentum til íslenzkunáms hér, en aðrir hafa styrki úr heimalöndum sínum —; margir vorir menn, sem nám stunda hér heima, fara síðan til annarra landa um stundar sakir, og íslenzkir menn kenna íslenzku við háskóla á ýmsum stöðum erlendis. Þannig ætti ekki að verða mikil hætta á einangrun. En úr því að um einangrun er talað, mætli hæta nokkrum orðum við. Þess hefur gætt nokk- uð mikið í sumum útlendum bókum um norræn fræði, að það sem skrifað er um þau efni á íslenzku hér á landi, hefur ver- ið svo sem utan við sjóndeildarhringinn, eða að því er vikið á þann hátt, að ekki verður séð, að það hafi skilizt. Eg kæri mig ekki um að nefna raunveruleg dæmi, heldur aðeins hugs- uð: mundi ekki vera skarð í vísindamennskuna, ef maður rit- aði um Snorra Sturluson og þekkti ekki hók Sigurðar Nor- dals, eða um Landnámahók og þekkti ekki rit Jóns Jóhannes- sonar, eða gæti ekki notfært sér þati til hlítar? Þessi „ein- angrun", sem mér hefur stundum fundizt tilfinnanleg, ætti að smáþverra eftir því sem fleiri fræðimenn læra íslenzku. Það sem nú var sagt um styrki til útlendinga, sem hér stunda íslenzkunám, ætti að gefa bendingu um það, hvers von væri af Islendingum, ef þeir fengju handritin í sínar hendur. Stundum má sjá í dönskum blöðuin látinn í Ijós ótta um, að útlendum fræðimönnuin mundi verða bægt frá nolkun hand- ritanna á Islandi. Sá ótti er ástæðulaus, hann er fjarstæða. 1 Q lo Hafa útlendir fræðimenn orðið þess varir, að þeim hafi verið gert erfitt fyrir um notkun handrita af íslenzkum stofnunum? Ég hef ekki heyrt þess getið. Ég fullyrði, að af hálfu hins opinbera og einstaklinga mundi allt verða gert til að efla þessi fræði og gera bæði aðkomumönnum og íslendingum sem auðveldast um full not handritanna. Nú er sú tíð liðin, sem var 1730 o_g lengi þar á eftir, að íslendingar áttu engin húsakynni undir handrit sín. Því má bæta við, að Islendingar lifa nú eins og aðrir öld vaxandi tækni. Einnig úti hér geta menn notað og nota fótóstöt og smáfilmur, og Ijósprentun handrita er einnig kunn hér. Fyrir nokkrum árum fékk Is- lendingurinn Jón Helgason í lið með sér starfsmann í dönsku lögreglunni, Johan A. Jensen, til að reyna notkun útfjólublás ljóss við handritin; slík notkun við lestur handrita var kunn töluvert áður í öðrum löndum, en um notkun hennar í Dan- mörku áður er mér ekki kunnugt; þetta hefur síðan einnig verið gert á íslandi. A meðan handritin eru í Kaupmannahöfn, er yfir hafið til þeirra að seilast. Af skiljanlegum, sögulegum ástæðum er nú farið að sneyðast um íslenzka vísindamenn, sem búi í Dan- mörku; fáeinir ungir fræðimenn hafa lagt þangað leiðir sín- ar á síðari árum til að notfæra sér íslenzk handrit þar, og hafa þeir þá flestir eða allir notið styrkja af íslenzkri hálfu. En að sjálfsögðu hafa íslenzkir fræðimenn vanalega orðið að notast við að fá lánuð handritin liingað til lands. (Því má liæta við, að á sama hátt liafa þeir, sem i Kaupmannahöfn dveljast og þnrfa við handrita frá Reykjavík, fengið þan að láni héðan.) Sá er þetta ritar þekkir vel til slíkra lána, en út í þá sálma skal ekki farið lengra; þau bæta úr brýnni þörf, en á þeim eru þó miklir annmarkar. Hér að framan hefur því ekki verið stungið undir stól, að í Árnanefnd hafa af Dana hálfu oft verið einhverjir áhuga- menn, sumir meira að segja miklir áhugamenn. En ef litið er á niálið hlutlaust, virðist þó allur þorri menntamanna í Dan- mörku liafa látið sér íslenzku handritin í léttu rúmi liggja. Alkunn er sú sögn, að Ludvig Holberg var eitt sinn spurðtir, livar Árni Magnússon væri, og á hann að hafa sagt: „Ætli hann sitji ekki heima og nagi skinnsnepla sína.“ („Han sidd- er vel hjemme og gnaver pá sine skindpjalter".)1 Þetta má vel vera skröksaga, en ef sönn væri, er líklegast, að Holberg liafi þótzt eiga sín að hefna: sagan segir, að Árni hafi talað illa um sagnarit hins. Nú sé það fjarri mér að nefna þessi háðs- yrði sem dæmi um afstöðu danskra menntamanna yfirleitt til íslenzku handritanna. Hins er ekki að dyljast, að flestir létu sér fátt um þau. Sá er þetta ritar þekkti til í Danmörku frá lokum fyrri heimsstyrjaldar og fram undir lok annars tugs aldarinnar, og virtist mér, að þau væru þá ókunn flestum nema fáeinum sérfræðingum. Þetta er alveg eðlilegt, þetta voru handrit annarar þjóðar. En þær bókmenntir, sem þessi handrit geymdu, voru á liinn bóginn kunnar og kærar ýmsum dönskum mönnum, misjafnlega á ýmsum tímum og á ýmsum stöðum, en þær höfðu menn í útgáfunum — og, sem von er 1 Finnur Jónsson: Árni Magnussons levned og skrifter I 128 nm. STÚ D E NTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.