Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 36
Upp kl. 8 og einhverjir þvottatilburðir, hlaupið í 8.27
lestina. Vakningasamkoma í Ogo kl. 8.40. Þar er
drukkin mjólk og vinibrauð eða kaffi og berlínar-
bolla. Þotið út á safn og kannski er maður þá svo
heppinn að ná einmitt í þá bók, sem maður var að
lesa í gær eða þarf að lesa í dag. Reykpása kl. 11,
stendur í stundarfjórðung. Kl. hálfeitt safnað saman
mannfólkinu af Sobissafninu og Humbi (Humanist-
iska biblioteket) og Bæjarbókasafninu og farið út á
Kár og þar er síðan borðuð Stángkorv eða Prinskorv
eða Smálandskorv eða Falukorv eða Julkorv og þetta
er alltsaman hérumbil sama pylsan. En svo fáum við
gulrótarsalat, sem heldur í okkur lífinu (Nú eru þeir
farnir að sjá í mjólkina við mann). Að loknum matn-
um er látið sjatna í sér yfir kaffibolla og blöðunum,
en kl. hálftvö eru víst flestir komnir í lesturinn. Kaffi
á Ogo kl. hálffjögur, lesið síðan frá fjögur til sex eða
hálfsjö. Eftir kvöldmat frjálsar skemmtanir, stund-
um jafnvel farið í bíó (vondar tungur segja, að Hauk-
ur hafi séð allar myndir, sem ganga, en það er óhugs-
andi, því að bíóin eru eitthvað um 50), stundum
jafnvel lesið . . .
. . . Blöðin eru að minnast á Kiljan í sambandi við
Nóbelsverðlaunin. Og þegar við Árni G. fórum að
heimsækja hana frú Anderson í utanríkisráðuneyt-
inu, setti hún upp sinn allra dularfyllsta svip rétt
eins og hún vildi segja: verið þið nú á verði. Svo
kannski .. .
. . . Það þótti mörgum við vera fullauglýsingagjörn
að ætla okkur að labba með blysin alla leið frá
Humleg&rden yfir í sendiráð. En blysin voru keypt,
leyfi lögreglunnar fengið og þegar til kom voru flest-
ir í nýlendunni mættir, svo að þetta varð löng og
myndarleg halarófa, sem söng íslenzka ættjarðar-
söngva. Halldór og Auður komu fram á svalir sendi-
ráðsins og það er sagt að skáldinu hafi þótt vænt um
þessa tiltekt okkar. Það er gamall siður íslendinga
að hylla skáld sín með blysförum og hvenær var
meiri ástæða . . . Svo hélt stúdentafélagið Kiljans-
vöku og þar var lesið úr íslandsklukkunni og sungið
Helgum frá döggvum . . .
. . . Það líður að jólum og ýmsir eru farnir að fá
heimþrá, jól í útlandinu eru engin jól. En einhver,
sem heim fór í fyrra fór illa út úr því. Það var hringt
til hans heima hjá honum, hann kom í símann og átti
sér einskis ills von: „Góðan daginn“, þetta er gjald-
eyrisnefnd, við vildum bara ganga úr skugga um að
þér væruð hér heima. Takk fyrir.“ Og síðan var yfir-
færslan dregin af mannaumingjanum, sem átti þá
ekki eyri til að greiða fyrir húsaleiguna þann tíma,
sem hann var í burtu . . .
. . . Það er eins konar félagslíf stúdenta og að sínu
leyti kannski meira en heima. Sumir koma á menn-
ingarsamkomur, aðrir taka þátt í starfsemi Student-
teatern, stundum eru menn að laumast á dansæfing-
ar til að kíkja á þær sænsku. En íslendingarnir eru
þó alltaf gestir í þessu félagslífi. Hvernig ætli það sé
með útlendu stúdentana heima, nennir nokkur að
sinna þeim? . . .
. . . Mikið er nú sambandsleysið orðið: ekkert frétt-
ist af hinum langþráða styrk. Það eru orðin mestu
harðindi og bágindi í nýlendubúskapnum. Haukur
lifir á láni frá Stefáni, Stefán frá GG, Elsa, Kristín,
Helga, Jakob og ég, öll eruin við að komast á vonar-
völ. Og svo á að fara að halda upp á fyrsta sumar-
dag. Það verður dapurleg samkoma. (Reyndar verð-
ur hún skrítin því að fyrir misskilning stjórnarinnar
ber fyrsta sumardag alls ekki upp á fyrsta sumardag
í ár). En kannski það fari nú að koma bréf . . .
. . . Nú er sólskin og sunnanvindur og Sörli ríður
í garð, og við erum allt í einu orðin fjáð og við erum
búin að fara og borða vel til að halda upp á það og á
morgun förum við til Uppsala, því þá er Valborgar-
messa og þá kemur vorið opinberlega og hátíðlega til
Sviþjóðar og stúdentar taka á móti því, af því þeir
telja sig hæfasta til að skilja töframátt þess og til þess
að sýna það er sett upp húfan kl. 3 í brekkunni fyrir
neðan Carolinu Redivivu og síðan er ærslazt allan
daginn og alla nóttina, því að vorið er enginn venju-
legur gestur og undir morgun er synt í Fyrisánni
því að það gerði pabbi og það gerði afi, þegar þeir
fögnuðu vorinu og þessi nótt er engu lík, því að þá
springa út blóm hjartnanna, eins og Tómas myndi
orða það ...
. . . Þetta er skrítið: Stokkhólmur er falleg borg á
vorin og sumrin, þessi borg sem var svo grá og kaldr-
analeg í vetur. Það er farið að springa út og stundum
er maður að laumast út í garð með bókina sólskins-
stund og sólskinsstund, en ekki mega þær verða of
langar, því að nú vofir yfir prófið. Og svo fer fólkið
að tínast héðan. Ingvar er að kveðja og við hin erum
farin að hugsa heim . . .
36
STÚDENTABLAÐ