Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 45

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 45
og hagsmunamál og loks kvikmyndasýningar, venju- Jega um læknisfræðileg efni. A októberfundi í haust var sá háttur á hafður, að fimm læknanemar fluttu erindi um krabbamein í maga. Voru síðan umræður um málið, og loks endurskoðaði einn okkar mætu prófessora það, sem fram hafði verið flutt. Tókst þetta allt hið bezta nema almennar umræður, enda virðast læknanemar sverja sig í þjóðarsálina, ömur- lega lítt hneigðir lil fjörugra umræðna í fjölmenni, þótt þeir þenji sig þindarlaust í fámenni. Þennan fund sótti fullur helmingur félagsmanna. Verður væntanlega efnt til fleiri slíkra. í apríl sl. efndi félagið til vísindaleiðangurs. Var haldið til Keldna, Kópavogshælis og sjúkrahúss Keflavíkurflugvallar. Voru móttökur alls staðar liin- ar ágætustu. Ekki var unnt að gefa fyrsta hluta stúd- entum kost á lilutdeild í förinni, þar eð aðeins var hægt að leiða takmarkaðan fjölda um þessa staði. Verður vonandi úr því bætt næst. Málgagn félagsins, „Læknaneminn“, kom út 3 sinnum í fyrravetur og varð flestum til fróðleiks og skemmtunar. Hefur tekizt að láta útgáfuna bera sig nokkurn veginn með styrk frá Háskólaráði auk ár- gjalda fastra áskrifenda og auglýsenda. Enda er nú blaðið afhent öllum félagsmönnum endurgjaldslaust. Gerast stöðugt fleiri læknar áskrifendur, enda helzt von að finna húmanistískan anda hjá læknastúdent- um, áður en þeir drukkna í fræðapolli Hippókratesar, en sá pollur líkist nú meir og meir stóru stöðuvatni. Aðalbaráttumál félagsins eru og hafa verið um- bætur á kennslufyrirkomulagi í deildinni og bættur hagur námsmanna. Er vakandi áhugi fyrir þessu meðal stúdenta, þótt lítið hafi þokazt áleiðis. Taka þyrfti alla kennsluháttu í deildinni til ítarlegrar end- urskoðunar. En það verður ekki nema hálfkák, fyrr en launakjör og vinnuskilyrði kennara verða svo stórbætt, að þeir geti eingöngu helgað sig vísinda- störfum og kennslu. Sömuleiðis er brýn þörf mikils viðbótarhúsrýmis. — Mjög mikil bót var það, er í fjárlögum 1959 var veitt sérstök lánveiting innan lánasjóðs stúdenta til handa læknanemum. Þó hlýtur að vera lokatakmarkið að fá laun fyrir skylduvinnu á sjúkrahúsum. I flestum atvinnugreinum er svo til lragað, að vinna unnin á námstíma er að einliverju leyti launuð. Ætti það ekki sízt að gilda um jafn- langt og dýrt nám og læknisfræðin er. Frumskilyrði góðrar Iæknisþjónustu er góð rnennt- un læknastéttarinnar, en hennar verður sífellt erfið- ara að afla sér með lrverju ári, sem líður, vegna stór- stígra framfara læknavísinda. Vonandi opnast skjót- lega augu ráðanranna þjóðarinnar fyrir þessu, svo að ofantéðar óskir rætist, verðandi læknunr og þjóð- inni allri til heilla. Stjórnir stúdentafélaga í hóskólanum Stúdentafélag háskólans: Steingrím- ur G. Kristjánsson, stnd. jur., formaður, Heirnir Steinsson, stud. mag., ritari, Þór Guðmundsson, stud. oecon., gjaldkeri, Friðjón Guðröðarson, stud. jur. og Kristján O. Jónasson, stud. oecon. með- stjórnendur. Deildarfélög: Félag guðfræðinema: Bolli Gústavs- son, formaður, Brynjólfur Gíslason, rit- ari, Bernharður Guðmundsson, gjald- keri, Lárus Þorvaldur Guðmundsson og Bjarni Guðjónsson meðstjórnendur. Orator, félag laganema: Magnús Þórðarson, formaður, Guðrún Erlends- dóttir, ritari, Stefán M. Hirst, gjaldkeri, Þórður Guðjohnsen og Skúli Pálsson meðstjórnendur. Félag verkfræðinema: Haraldur Sveinhjörnsson, formaður, Sigurður Þórðarson, gjaldkeri, og Stefán Örn Stefánsson, ritari. Mímir, félag stúdenta í íslenzkum fræðum: Einar Sigurðsson, formaður, Heimir Steinsson, ritari, og Aðalsteinn Davíðsson, gjaldkeri. Félag læknanema: Árni Kristinsson, formaður, Ólafur Stephensen, ritari, og Magnús Karl Pétursson, gjaldkeri. Félag tannlæknanema: Kjartan Þor- bergsson, formaður, María Olafsdóttir, ritari, og Haukur Þorsteinsson, gjald- keri. Félag viðskiptafræðinema: Þór Guð- mundsson, formaður, Hörður Sigur- gestsson, ritari, og Garðar Siggeirsson, gjaldkeri. Kristileg stúdentafélög: Kristilegt stúdentafélag: Frank Hall- dórsson, cand. theol., formaður, Ingólf- ur Guðmundsson, stud. theoL, ritari, og Sigurður K. G. Sigurðsson, stud. theol., gjaldkeri. Bræðralag, kristilegt félag stúdenta: Séra Kári Valsson formaður, Ólafur B. Thors, stud. jttr., ritari, og séra Jón Is- feld, gjaldkeri. STUDI' NTABLAÐ 45

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.