Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 28

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 28
Það var þessi veröld, sem Einar þráði og leitaði að. Hún var sú Paradís, seni hann hafði litið í blik- urn og broturn og saknaði með ólæknandi trega. Hún varð æviviðfangsefni hans og lífsmið. Um hana háði hann sína ævilöngu Jakobsglímu við Guð, sem ekki lauk fyrri en á leiðarenda með játningunni: Hafknörrinn glæsti og fjörnnnar flak fljóta bæði. Trú þú og vak. Marmarans höll verður moldarhrúga. Musteri Guðs eru hjörtu, sem trúa þó hafi þau ei yfir höfuð þak. Lögfræðingurinn Einar Benediktsson er mesta trúarskáld íslenzku þjóðarinnar á síðari öldurn, þeg- ar frá er talinn klerkurinn Matthías Jochumsson. Ein. ar er að sönnu ekki skáld trúarlærdómanna, heldur þeirrar vizku hins óspillta hjarta, sem leitar hins æðsta og sættir sig aðeins við hið fullkomna. Til þess varði hann öllum vitsmunum sínum, skáldlegu inn- sæi og hugarorku. Andspænis þessari sókn andans til hæstu miða varð allt annað smávægilegt. III Einar Benediktsson var stórskáld og hefði orðið það, með hvaða þjóð, sem var. Andagift, vegleiki og tign eru auðkenni alls þess, er hann kvað og lét birta eftir sig. Þar er hvergi klúr hending eða klaufaleg, hvergi hégómlegt yrkisefni, hvergi hopað frá liálf- unnu verki á meðan hann mátti valda vopnum sínurn. Þetta merkir ekki, að Einar hafi kveðið um þau yrkisefni ein, sem engir aðrir höfðu komið auga á, né fengizt við. Einar yrkir að vísu margt slíkra kvæða, en ])að er nokkuð fróðlegt lil íhugunar, að meira en helmingurinn af öllum Ijóðum Einars er um yrkisefni, sem önnur íslenzk skáld hafa kveðið um og oft ágæta vel. Má þar til nefna hin fjölmörgu yrkisefni Einars úr íslenzkri náttúru og sögu, ætt- jarðarljóð hans, hvataljóð og ljóð um íslenzka lungu. En allt, sem Einar tekur á, verður nýtt í höndum hans, fær dýptir og víddir, sem honum einum var auðið að skynja. Margt er það, sem efalaust átti sinn þátt í því og stuðlaði að því, að Einar yrði svo stór- brotið skáld og sá völundur listar sinnar, sem raun varð á. Má þar fyrst nefna vitsmuni hans, skáldlega stórsýn og innsæi, en hér kemur einnig til andríki hans, orðsnilld og frábær verkkunnátta. Einar vissi það allra skálda hezt sinnar tíðar, að skáldskapur er íþrótt, list, sem verður að læra vandlega, eins og fram kemur í ritdómi hans um Grím Thomsen árið 1895, og fullkunnugt er það af öruggum gögnum, að Einar lagði mikla stund á að nema list sína, var síbætandi um verk sín og vinnubrögð og afar kröfuharður við sjálfan sig. „Myndasmíðar andans skulu standa“ segir hann í Kvöld í Róm, en vissi gjörla, að til þess að svo megi verða, verður að meitla þær og fága með kunnáttusemi og nákvæmni myndhöggvarans. Stór- fengleg skapandi hugsun orðbundin í fáguðu, há- tiginmannlegu formi, var sú myndsmíð andans, sem hann stefndi að í list sinni og kostaði sér öllum til. Hann fór þar að eins og maðurinn, sem fann dýra perlu og gaf fyrir hana aleigu sína. Í augurn Einars átti sú list, sem þannig var unnin og keypt verði slíkra árauna og fórna óforgengilegt og eilíft gildi ofar örlögum einstaklinga, þjóða og landa, jafnvel óháð veran eða tortímingu þessa heims. Því getur hann sagt af fullri sannfæringu: Perlan ódauðlega í luigans hafi hefjast skal af rústum þjóða og landa. Komi Hel og kasti mold og grafi, kvistist lífsins tré á dauðans arin, sökkvi jarðarknör í myrkvan marinn — myndasmíðar andans skulu standa. Snilligáfa Einars Benediktssonar beindi flugi hans upp til þeirra hæða, þar sem mannlegur andi hefur verið að glínra við hin torráðnustu, en jafnframt há- leitustu rök lilveru sinnar, frá því er hann vaknaði til vitundar um veru sína og stað sinn í þessum heimi. Það er grunur minn, að einmitt af þessum sökum komi sá tími, er mönnum skilst betur en samtíð Ein- ars, að hann er karhnannlegast raunsæisskáld síns tíma á Islandi. Hann rekur hugsanir sínar af ná- kvænmi og harðfengilegri skerpu, raðar stórfeng- legum sýnum og hleður hugmyndabjörgum, eins og voldugur hyggingameistari. Hann krefur sér valds til að rannsaka allt, skilja allt, en grunar um leið, að trúin, hið dularfulla samband sálarinnar við höfund sinn og allrar tilveru sé frumskilyrði þess, að skiln- ingurinn verði fær yfir sökkvifirnanna hyl og fleygur á himin tinda. 28 STUDENTABLA0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.