Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 40

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 40
Regensen. Hér bjuggu íslenzkir stúdentar í Kaupmannahöjn. „Yfir höfuð var ég aldrei mikið gefinn fyrir skemmtanir meðan ég var í Höfn, hvorki á þessum árum né í síðara sinn; ég fór sjaldan á leikhús, en nokkuð oft á Tivoli til að hlusta á Lumby og sjá, hversu listilega sumir af hans mönnum léku á fíólín; annars sá ég sýnishorn af flestu, sem sýnt var, en ég lagði mig ekki niður í það. Eg lærði að dansa ásamt með fleirum ungum mönnum, dönskum og íslenzkum; kennarinn var gamall hjassi og hét Lund; þar voru einhverjar stelpur, sem hann hafði drifið upp til að dansa við okkur, og skoð- uðum við þær sem „dömur“ eða hefðarmeyjar og vorum feimnir við þær. Ég gat vel lært að dansa, því ég var léttur og lipur, en ég hafði eiginlega enga lyst til þess, en gerði þetta af því ég hélt þetta ætti svo að vera, og leiddist til þess af liinum. Fíólín snerti ég aldrei; ég gaf fíólínið mitt, þegar ég fór til Hafnar. Aldrei snerti ég á spilum, nema einu sinni, þá spiluðum við margir „hálf-tólf“, og ég tapaði níu mörk- um. Ég hef aldrei verið gefinn fyrir dans né spil, og mjög lítið fengizt við það. Mér þótti gaman að kvenfólki, en ég átti ekkert við það, nema ég var nokkra stund hrifinn af fall- egri stúlku, sem hét Louise Paulsen, hún lék á hörpu úti á „Sommerlyst“; þar kom varla nokkur maður, og ég var oftast einn hjá henni, og varð meira af kossum en af hörpuslættin- um, en ég var alltaf melankólskur." (Renedikt Gröndal: Dœgradvöl, Ritsafn IV, 390.) „Eg var að flækjast uppá háskóla, en hitti þar enga fyrir- lestra, því mjög er allt nú á reiki, en leiðinlegt er að þurfa að vera að heyra þá til málamynda og eyða svo tíma sínum til einskis. En það er þetta ófrelsi, eg má annars ei njóta góðs af Garði, og þó vil eg spyrja: Hefur ei norræn fornfræði, sem eg vil leggja mig eftir, eins mikinn rétt á sér og laga- fræði? Jú, en þrælarnir, sem hugsa um examen skilja það ei.“ (Gísli Brynjúlfsson: Dagbók í Höfn, 211.) 40 STUDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.