Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 22

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 22
lJað gildir um öll svið vísinda, að þau eru eða verða fyrr eða síðar á einhvern veg þjóðfélagslega mikilvæg. Vísindi liggja nefnilega ekki ofar skilningi almennings, heldur neðar. Það er að segja þau kanna grundvöllinn, innviðina; þau kafa, fletta ofan af. Rannsókn þekingarfræðinnar, til dæmis, beinist að þeim hlutum, seni hver maður telur sjálfsagða og í augum ujjpi. Á hverjum tíma eru rannsóknir og sú þekking, sem byggð er á sjálfstæðri könnun, nauðsynleg undir- staða og viðmiðun í hvers konar framkvæmdum og nytjastarfi í þjóðfélaginu. Háskóla ber því beinlínis skylda til, þjóðfélagsleg skylda, að varpa Ijósi á vandamál þjóðh'fsins. Á hinn bóginn má segja, að eilthvað sé bogið við það þjóðfélag, sem færir sér ekki í nyt þessa þjónustu né stuðlar að henni veru- lega með fjárframlögum. * Það sem ég hefi sagt um Háskólann almennt, gild- ir jafnframt um guðfræðideild hans. Samt er málið nokkuð sérstætt. Guðfræðideild Háskólans ber að láta sig skipta eina stofnun þjóðfélagsins sérstak- lega, kirkjuna. Samt ber að leggja áherzlu á sjálf- stæði guðfræðideildar gagnvart kirkjunni. Guðfræðideild er hluti Háskólans og heyrir stjórn- arfarslega undir menntamálaráðuneytið. Verkefni guðfræðideildar er fyrst og fremst rannsóknir og kennsla. Verkefni hennar er ekki kirkjulegt í þrengsta skilningi orðsins. Samt er það svo, að hér er lögð stund á guðfræði eingöngu vegna tilvistar kristinnar kirkju í landinu, og guðfræðideild er beinlínis kost- uð af ]jjóðinni i því augnamiði. að hún mennti jjresta fyrir hina evangelísk-lútersku kirkju á íslandi. Þess- um tveim þráðum þarf að halda sundur greindum. Samt eru þeir saman tvinnaðir í raun. Rannsóknir og sjálfstæðar iðkanir í guðfræði hafa mikið gildi fyrir kirkjuna. En til þeirra þarf að gef- ast tóm og gott næði. Stúdentum og kennurum ber skylda til þess, skylda við sjálfa sig og þjóðfélagið. Háskólann og kirkjuna, að verja tíma sínum mestan pariinn til eins hlutar: að stúdera, að rannsaka. Af- raksturs þeirrar iðju sér kannski ekki alltaf stað í dagsins önn; en Jiar er unnið undirbúningsstarf, jarðvegurinn jdægður. Það er um líf að tefla, að þessi iðja sé ekki van- rækt né hún trufluð. Lúlher hefði sennilega aldrei orðið siðbótarhöfundur, ef hann hefði ekki verið prófessor í bibliufræðum. Uppgötvun hans, sú sem hratt siðbótinni af stað, var byggð á rannsóknum hans á hinum hebreska og gríska texta ritningarinn- ar, á vinnu hans að fyrirlestrum við Háskólann. Lúther var raunar ofurmenni og prédikaði jafnhliða háskólakennslunni oftar en flestir prestar gera nú. En það afsannar ekki það, sem hér er meginatriði: guð- fræðileg rannsókn er, ásamt ýmsu öðru, lífsnauðsyn kirkjunni. Hana geta menn að sönnu stundað utan Háskólans sem innan. En embættismenn guðfræði- deildar eru til hennar kallaðir sérstaklega, þeir eru „fráteknir“, „teknir út úr“ til þess hlutverks. Vegna fámennis og fátæktar hlýtur ávallt að skorta mikið á það, að guðfræðideild sé þannig mönnum skipuð, að hún geti rækt til fullnustu fræðilegt hlut- verk sitt. Einna helzt skortir á sérfræðinga í Jjjóðfé- lagsfræðum og öðrum „nýjum“ greinum. En tjalda verður því, sem til er; og ])ví er ])að, að í hinni nýju reglugerð ber einna mest á viðaukum við hinar „klassísku“ greinar guðfræðinnar, einkanlega biblíu- fræðin. Nokkurri gagnrýni hefir það sætt, að aukið var við kröfur um grískukunnáttu og hebreska gerð að skyldunámsgrein. Bendir sú gagnrýni fremur til Jjess, að mönnum sé ekki til fullnustu ljóst gildi hinn- ar sjálfstæðu könnunar en til hins, að ])eim, sem reglugerðina sömdu, hafi ekki verið ljós brýn nauð- syn þess, að lögð sé meiri rækt við undirbúninginn undir væntanlegt hirðisstarf jjrestsefna. Undirstaða Jjeirra greina var ])ó styrkt, t. d. með ákvæðinu um starf á sjúkrahæli, sem e. t. v. má byggja ofan á með kennslu í sálsýkisfræði. í framtíðinni þarf hins vegar að stefna að því, að prestsefnum verði veittur fyllri undirbúningur hins virka starfs, þegar kennslukraft- ar leyfa. Það er að mínu áliti eðlilegt að líta svo á, að kirkjunni beri sjálfri að sjá fyrir þeirri kennslu, þegar fram líða stundir. Hið akademíska líf íí víðustu merkingu orðanna) er í því fólgið, að menn gefi sér tóm til þess að safn- ast saman um viðfangsefnin; að menn brjóti þau til mergjar í samræðum og á samfundum. kanni hinar ýmsu hliðar mála og dragi ályktanir reistar á raun- hæfri þekkingu, myndi sér óvilhallar skoðanir og séu 22 STUDIÍNTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.