Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 41

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 41
FRÁ DEILDAFÉLÖGUM BOLLl GÚSTAVSSON: Efst á baugi í Guðfræðideilcl I. Morgunbænir „Bænin má aldrei bresla þig, búin er freisting ýmislig, þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð.“ Stúdentar hafa ef til vill veitt því athygli, að á hurðinni gegnt V. kennslustofu Háskólans er lítið krossmark. Leggi menn leið sína inn um dyrnar, munu þeir komast að raun um, að þar er kapella tkólans til húsa. Klukkan 10 árdegis hvern virkan dag ganga þeir guðfræðinemar, sem kennslustundir sækja, inn í þennan helgidóm til morgunbæna. Sung- inn er sálmur, lesinn kafli úr heilagri ritningu og beðin bæn. Athöfnin er mjög einföld í sniðum og tekur skannna stund, svo að nógur tími er afgangs til að reykja einn vindling eða eina pípu, áður en næsta kennslustund hefst. Sennilega hyggja margir, að hér sé um „privi- legium“ að ræða guðfræðistúdentum og prófessorum þeirra til handa. Þó ætti laganemum að vera það full- Ijóst, að svo muni ekki vera, því að Kirkjuréttur Ein- ars Arnórssonar hefst á setningunni: „Orðið kirtcja táknar fyrst og fremst það hús, sem ætlað er til opin- berrar guðsþjónustu.“ Morgunbænirnar eru opinber athöfn, setn öllum er heimilt að taka þátt í. — Það var okkur guðfræðinemum til óblandinnar ánægju, er hinn nýkjörni reklor Háskólans, Ármann Snævarr, hóf fyrstu viku rektorsferils síns með því að vera við- staddur bænastund í kapellunni. Ég tel ástæðu til að benda stúdenlum á þetta tæki- færi til íhugunar og bænar, því að skoðun mín er sú, að orsök fjarveru þeirra sé ekki sinnuleysi, heldur kunnugleikaskortur. Séra Hallgrímur í Saurbæ gerði sér og gerir okkur Ijóst gildi bænarinnar, er hann kvað: Andvana lík til einskis neytt er, að sjón, heyrn og máli sneytt; 'svo er án bænar sálin snauð, sjónlaus, köld, dauf og rétt steindauð. II. Söfnuður án hirðis „Unless souls are saved, nothing is saved; There can be no world peace unless there is soul peace.“ — F. J. Sheen. Það er mjög úr tízku, að prestar séu nefndir sálu- sorgarar hér á landi. Menn leggja fremur leið sína til sálfræðings eða læknis, ef farg, sem veldur krörn og kvölurn, hvílir á sálinni. Þó er okkur lítt kunnug sú hlið á starfi íslenzkra presta og hefi ég sannspurt, að meira sé til þeirra leitað með ýmis vandamál en menn grunar. Skriftir þurftu ekki að leggjast niður, þrátt fyrir siðaskipti, enda eru þær víða uppteknar að nýju af mótmælendum í nágrannalöndum okkar og er það æskileg þróun. Mjög margir aðkomumenn eru í hópi stúdenta, sem heyra til safnaða víðsvegar um landið og utan þess. Hér skapast því nýlenda og er höfuðkjarni hennar búsettur á stúdentagörðunum. Þessi nýlenda er um leið söfnuður án prests. Áður hefur verið rætt um emhætli slúdentaprests á þessum vettvangi, en ég sé ástæðu lil að rifja það mál upp á nýjan leik. Starf þessa prests yrði margþætt og þarft. Væri æskilegt, að hann sæti á öðrum garðinum og gegndi þar um leið embætti garðprófasts. Þangað gætu stúdentar leitað til hans með andleg og veraldleg vandamál. Þá myndi presturinn annast reglulegan tíðasöng í kapellu Háskólans og framkvæma önnur prestverk, er stúdentar þyrftu á að halda. Þættu þessi verkefni ekki ærin að vöxtum,gætihanneinnigstund- STUDKNTABLAÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.