Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 20
\ijr rifctcfr í síðasta mánuði fór fram kjör eftirmanns dr. Þor- kels heitins Jóhannessonar rektors. Kjörinn var Ár- mann Snævarr prófessor við lagadeild Háskólans. Ármann Snævarr er fæddur hinn 18. september árið 1919 á Norðfirði, sonur Valdimars Snævarr skólastjóra og konu hans Stefaníu Erlendsdóttur. Kvæntur er Ármann Valborgu Sigurðardóttur upp- eldisfræðingi. Prófessor Ármann lauk stúdentsprófi við Mennta- skólann á Akureyri árið 1938, og embættisprófi í lögfræði í júní 1944. Hlaut hann hæstu einkunn, sem gefin hefur verið í lögfræði hér á landi. í ársbyrjun 1945 hlaut prófessor Ármann styrk úr sjóði Hannesar Árnasonar og stundaði hann fram- haldsnám í lögfræði í Uppsölum og síðar Kaup- mannahöfn á árunum 1945—1947. Árið 1947 var honum veittur styrkur úr styrktarsjóði Fridthiof Nansens til náms í Noregi, og var hann við háskól- ann í Osló 1947—48. Jafnframt náminu fékkst hann við kennslu- og prófdómarastörf við lagadeild há- skólans. Ennfremur lagði prófessor Árrnann stund á fræði- störf og rannsóknir við Harvardháskóla á árunum 1954—1955. Áður en próf. Ármann hóf framhaldsnám sitt var hann um skeið settur bæjarfógeti á Akranesi. í september árið 1948 var hann settur prófessor við lagadeild Háskóla Islands og skipaður í júlí 1950. Hefur hann gegnt því embætti síðan, og einkum kennt almenna lögfræði, sifja-, erfða- og persónurétt, ásamt refsirétli og ísl. réttarsögu. í prófessorstíð sinni hef- ur Ármann tvívegis verið forseti lagadeildar. Prófessor Ármann Snævarr hefur alla tíð látið félagsmálefni mikið til sín taka og hefur gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum á því sviði. Hann er nú meðal annars formaður Lögfræðingafélags íslands og formaður Bandalags háskólamenntaðra manna og var einn aðalfrumkvöðull að stofnun þessara sam- taka. Þá er hann formaður Félags Sameinuðu þjóð- anna á Islandi, á sæti í stjórn Hugvísindadeildar Vísindasjóðs og er formaður stjórnar Happdrættis Háskóla Islands. Prófessor Ármann hefur lagt mikla stund á ritstörf og fræðimennsku á sviði lögvísinda og eru helztu verk hans þessi: Almenn lögfræði, sem kom út árið 1952 og er notuð við kennslu í lagadeild; íslenzkar dómaskrár, og hafa þegar komið út þrjú hefti af því verki; Þættir úr refsirétti, gefnir út árið 1959. Enn- fremur var hann aðstoðarmaður við útgáfu Laga- safns 1945 og meðútgefandi að Lagasafni 1954, ásamt próf. Olafi Lárussyni. Þá hefur hann annazt útgáfu VIII. bindis Landsyfirréttardóma Sögufélags- ins. Auk þess hafa birzt fjöhnargar ritgerðir eftir próf. Ármann í innlendum og erlendum fræðiritum. Þá hefur hann átt mikinn þátt i samningu lagafrum- varpa. Stúdentar telja sér og Háskóla íslands mikinn feng í, að þessi ungi og mikilhæfi vísindamaður hefur val- iz' lil forystu í Háskólanum. Fyrir hönd allra stúdenta leyfir Stúdentablað sér að árna hinum nýkjörna rektor heilla í starfi. 20 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.