Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Page 20

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Page 20
\ijr rifctcfr í síðasta mánuði fór fram kjör eftirmanns dr. Þor- kels heitins Jóhannessonar rektors. Kjörinn var Ár- mann Snævarr prófessor við lagadeild Háskólans. Ármann Snævarr er fæddur hinn 18. september árið 1919 á Norðfirði, sonur Valdimars Snævarr skólastjóra og konu hans Stefaníu Erlendsdóttur. Kvæntur er Ármann Valborgu Sigurðardóttur upp- eldisfræðingi. Prófessor Ármann lauk stúdentsprófi við Mennta- skólann á Akureyri árið 1938, og embættisprófi í lögfræði í júní 1944. Hlaut hann hæstu einkunn, sem gefin hefur verið í lögfræði hér á landi. í ársbyrjun 1945 hlaut prófessor Ármann styrk úr sjóði Hannesar Árnasonar og stundaði hann fram- haldsnám í lögfræði í Uppsölum og síðar Kaup- mannahöfn á árunum 1945—1947. Árið 1947 var honum veittur styrkur úr styrktarsjóði Fridthiof Nansens til náms í Noregi, og var hann við háskól- ann í Osló 1947—48. Jafnframt náminu fékkst hann við kennslu- og prófdómarastörf við lagadeild há- skólans. Ennfremur lagði prófessor Árrnann stund á fræði- störf og rannsóknir við Harvardháskóla á árunum 1954—1955. Áður en próf. Ármann hóf framhaldsnám sitt var hann um skeið settur bæjarfógeti á Akranesi. í september árið 1948 var hann settur prófessor við lagadeild Háskóla Islands og skipaður í júlí 1950. Hefur hann gegnt því embætti síðan, og einkum kennt almenna lögfræði, sifja-, erfða- og persónurétt, ásamt refsirétli og ísl. réttarsögu. í prófessorstíð sinni hef- ur Ármann tvívegis verið forseti lagadeildar. Prófessor Ármann Snævarr hefur alla tíð látið félagsmálefni mikið til sín taka og hefur gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum á því sviði. Hann er nú meðal annars formaður Lögfræðingafélags íslands og formaður Bandalags háskólamenntaðra manna og var einn aðalfrumkvöðull að stofnun þessara sam- taka. Þá er hann formaður Félags Sameinuðu þjóð- anna á Islandi, á sæti í stjórn Hugvísindadeildar Vísindasjóðs og er formaður stjórnar Happdrættis Háskóla Islands. Prófessor Ármann hefur lagt mikla stund á ritstörf og fræðimennsku á sviði lögvísinda og eru helztu verk hans þessi: Almenn lögfræði, sem kom út árið 1952 og er notuð við kennslu í lagadeild; íslenzkar dómaskrár, og hafa þegar komið út þrjú hefti af því verki; Þættir úr refsirétti, gefnir út árið 1959. Enn- fremur var hann aðstoðarmaður við útgáfu Laga- safns 1945 og meðútgefandi að Lagasafni 1954, ásamt próf. Olafi Lárussyni. Þá hefur hann annazt útgáfu VIII. bindis Landsyfirréttardóma Sögufélags- ins. Auk þess hafa birzt fjöhnargar ritgerðir eftir próf. Ármann í innlendum og erlendum fræðiritum. Þá hefur hann átt mikinn þátt i samningu lagafrum- varpa. Stúdentar telja sér og Háskóla íslands mikinn feng í, að þessi ungi og mikilhæfi vísindamaður hefur val- iz' lil forystu í Háskólanum. Fyrir hönd allra stúdenta leyfir Stúdentablað sér að árna hinum nýkjörna rektor heilla í starfi. 20 STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.