Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 26

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 26
staklingum, sem eru svo mikillar náttúru, að þeim ber ekkert smávægilegt, eða ómerkilegt að höndum. Enska skáldið Wordsworth nefnir hann í einu kvæða sinna „anda, sem einmana siglir vitsins furðuhöf“. Mér hefur oft dottið sú setning í hug í sambandi við Einar Benediktsson. Þrátt fyrir það, þó að árum saman byggi hann við ríkmannlegri lífshagi og meira svigrúm en flestir jafnaldrar hans samlendir, og þótt hann ætti þess ærinn kost að taka þátt í samkvæmis- og menningarlífi álfunnar langt umfram alla aðra íslendinga, var hann, samt sem áður „andi, sem einmana sigldi vitsins furðuhöf“. Það er ótrúlega mikið af viljaðri eða óviljaðri sjálfslýsingu i kvæði Einars Frosti, sennilega viljaðri og hnitmiðaðri, þó að hann sé að yfirvarpi að lýsa öðrum manni, snill- ingi annarrar íþróttar en sinnar eigin. Niðurlags- erindi kvæðisins er á þessa leið: Hann sigldi frosin höf á undan öðrnm og alllaf fann hann rás og vök að fljóta. Ifann nam sér hrjósturlönd á jarðarjöðrum þar jafni enginn ryðja sást né brjóta. Hans gnoð var heil og traust frá stjórn að stefni. Hann strengdi voðir fast. Hann vakti af svefni. Hans snilld fór hátt og snöggt sem þytur fjaðra. líann snart til lífsins danð og þögul efni. Nú þegar — aðeins örfáum áratugum eftir lát Einars Benediktssonar — finnum vér gjörla, að Jiað rná með fullum sanni heimfæra hverja hendingu þessa tígu- lega erindis upp á hann sjálfan — og í rauninni eng- an annan íslending í samtíð hans, sem ég fæ komið auga á. Sú tegund yfirburða, sem hér ræðir um, getur leit- að sér útlausnar á hvaða vettvangi mannlegs lífs, sem vera skal. Hún getur birzt sem einstök Hugvitssemi, vísindaleg uppfinningagáfa, frábær herstjórnarsnilli, skapandi skipulagningarhæfileiki, lónlistargáfa, eða skáldsnilli. I Einari Benediktssyni birtist hún fvrst og fremst á þann veg, að hann varð afburða skáld, snillingur og meistari sinnar íþróttar, skáldspeking- ur og sjáandi — einsöngvari í Bragasal frá Jjeirri stund, er liann hóf máls á þeim vettvangi til Jjess er yfir lauk í hárri elli. En líf hans er á ytra borði fullt af hrikalegum andstæðum. Hann er glaumsins barn og einverunnar, svallari og meinlætamaður, heims- borgari og þjóðlegur íslendingur, rímnasmiður og fésýslumaður. Hann brýst um í stórum framkvæmda- áformum, samtimis Jsví, sem sál hans er full af guðs- Jirá, lotningu og tilbeiðslu. Hann yrkir undursam- lega fögur ljóð, stofnar hlutafélög, braskar með verð- bréf. Hann er einfari, sem alstaðar á heima í menn- ingarlifi Norðurálfunnar. — En fyrst og síðast og alstaðar spámaður, hugsjónamaður og skáld. Samtíð Einars gekk illa að átta sig á honuin. Það var ekki riema að vonuin og mun ganga betur síðar. Hann var svo nrargræður í eðli og kom svo víða við á ævinni, að framsýni hans og yfirburða gætti á stórum fleiri sviðum en í skáldskapnum einum. Skapandi ímynd- unarafl Einars á sviðum efnahagsmála og fram- kvæmda og augljós viðskiptasnilli lians, sem átti Jió sína örlagaríku brotalöm, allt var Jætta stórbrotnara en svo, að samtíð hans gæti fellt sig við að öllu. Það fór of mikið fyrir honum til þess að komizt yrði hjá árekstrum, hann var of glæsilegur til þess að sleppa við öfund, of harðsnúinn og orðhvatur til þess að komast hjá hatri. Allt skyggði þetta á þá staðreynd i augum samtiðarinnar, að Einar Benediktsson var fyrst og fremst skáld og að utan skáldskapar síns var hann eins og maður sem hefur verið rekinn út úr Paradís, virti að eigin geðþótta lög Jjess heims, þar sem hann var dæmdur til að eyða útlegð sinni. Þeir eru ekki öfundsverðir í dag, sem á sínum tíma lögðu sig fram um að óvirða skáldskap Einars með þeim broslegu og jafnvel fáránlegu rökum, að hann væri lítt skiljanlegt moldviðri og að Einar væri bögubósi, sem vart kynni svo með íslenzka tungu að fara, að henni væri ekki misboðið. Það er ekki gustuk úr þessu að nefna nöfn Jieirra, er |>ann veg rituðu um skáldskap Einars og voru að burðast við að telja sér og öðrum trú um, að Jjeir mæltu heils hugar og hefðu vit á. Einar fékk einnig ótæpt að heyra })að, á meðan umsvif hans voru hvað mest, að hann væri braskari, harðsnúinn, ófyrirleitinn og álsleipur glæframaður, er léki með Jijóðarhagsmuni Islend- inga og raunveruleg og ímynduð náttúruauðæfi landsins á hinn gálausasta hátt. Ofundarniönnum Einars og stjórnmálaandstæðingum varð J)að einatt í svip auðunninn leikur að bregða fæti fyrir ætlanir hans og framkvæmdahugsjónir. Og það, sem ekki var minnst um vert, varna því, að hann hagnaðist á þeim sjálfur. Og þó sáu þeir oftast skemmra, og vildu aldrei betur en hann. En nú eru Joessi átök öll komin í nokkurra áratuga 26 STUDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.