Spegillinn - 01.05.1983, Blaðsíða 15
Alvöru
hamborgarar
Miklir hugsuðir virðast alltaf hafa nægan
tima til andlegra iðkana þó að þeir standi upp
fyrir eyru í verkunum. Þannig gaf Albert
Guðmundsson, lsti þingmaður Reykjavíkur,
sér tíma til þess í miðri kosningabaráttunni
að gera uppskrift fyrir Pétur Sveinbjarnar-
son i Aski að alvöru hamborgurum. Þótti
mörgum sem tími væri enda til kominn að
þjóðin gæti hætt að leggja sér til munns
gerfihamborgarana frá Tomma og þeim
hinum.
Uppskrift Alberts að alvöru hamborgurum
er svona (birt án leyfis Alberts):
75 gr. svínafita.
40 gr. svínakjöt (skafið af beinum).
15 gr. trefjar.
V2 bolli hvítt hveiti.
1 matskeið sykur.
Dálitið af salti, pipar og papriku.
Hakkið, hrærið, hnoðið og skellið á pönnuna.
Gott er að hafa Tilsetter-ost undir og ofan á
borgaranum, kokkteilsósu úr Gunnars-
Mayonesi og rúnstykki úr Kökuhúsinu. Þá
spillir ekki að nota tvo til þrjá dropa af
Kvöldvorrósarolíu eða hertri geitarfeiti út i
kjötdeigið í staðinn fyrir vanilludropana,
sem notaðir voru í frumuppskriftinni.
Mælt er með hálfri annarri flösku af
frönsku rauðvíni með hverjum borgara og
hálfri koníaksflösku i eftirrétt.
Sjáumst á Pollinum.
15