Spegillinn - 01.05.1983, Side 18
Kæri Ólafur.
Laganefnd Félags áhugamanna um
alvarleg málefni tók mál þitt fyrir s.l.
laugardag. Meginniðurstaða nefndar-
innar er sú, að menn séu alla jafnan
berskjaldaðir fyrir svona svívirðilegum
lágkúruhætti. Það er sem sagt ekkert í
lögum sem bannar pólitíska umfjöllun
um klœðnað manna og meira að segja
hafa margir ágœtir og efnilegir stjórn-
málamenn orðið að lúta í lægra haldi
fyrir kjafthœtti og rógburði um fatnað,
útlit og einkalíf. Menn hafa þannig
orðið að gefa stjórnmál upp á bátinn
vegna nefgalla, tanngalla, hárgreiðslu,
göngulags, geðveiki, flogaveiki, heimsku
og ónáttúru. Margt gott leiðtogaefnið í
pólitíkinni hefur farið flatt á framhjá-
haldi, fikti og þuklun smábarna. Sömu-
leiðis hefur margur farið flatt á klæðn-
aði sínum. Sumir hafa hins vegar risið
upp úr meðalmennskunni á klœðnaði
einum saman, sbr. sjálflýsandi fötin sem
Karvel mætti í á Alþingi í fyrsta sinn
sem hann var kosinn og vakti óskerta
og takmarkalausa athygli og gerir reynd-
ar enn.
Það eina sem við getum ráðlagt í
þessu sambandi er að skera sig hvergi
úr, hvorki í klœðnaði eða útliti. Til þess
að verða ekki fyrir aðkasti eiga menn
að vera alþýðlega klœddir, helst í Lee-
gallabuxum og einfaldri peysu. Þeir eiga
helst að vera illa greiddir og niðurlútir
og temja sér þunglamalegt göngulag.
Það er hinn íslenski sauðasvipur, íslensku
sauðalitirnir og íslenskur sauðsháttur
sem virðist ganga best í kjósendur.
Menn sem tileinka sér slíkt eru að skapi
þjóðarinnar.
Fyrstu viðbrögð þjóðarinnar
Speglinum er heiður að því að geta
skýrt lesendum sínum frá fyrstu og einu
viðbrögðum þjóðarinnar við fyrsta tölu-
blaðinu. Inn um póstlúguna barst þykkt
og mikið umslag og í því samanbrotinn
Spegill. Á hann var límdur lítill miði
sem á stóð þetta eina orð: Vesalingar.
Spegillinn flytur sendanda bestu þakk-
ir fyrir og hefði gaman af að hitta
heiðursmanninn í eigin persónu.
Kæri þáttur.
Ég hef um nokkurra ára skeið haft
veruleg afskipti af pólitík. Ég hef reynt
að leggja mig mjög fram í mörgum
meiriháttar málaflokkum. Ég var al-
þingismaður um skeið og lét verulega
að mér kveða á þeim vettvangi og ég
hef einnig verið talsvert virkur greina-
höfundur í dagblöðum. Ég hef með
öðrum orðum ástundað stjórnmál á
nokkuð háu plani.
í kosningabaráttunni fyrir síðustu
kosningar brá hins vegar svo við, að
ýmsir illa innrættir andstæðingar mínir
í pólitík og nokkrir fataframleiðendur
lögðust svo lágt að gera fötin mín að
aðalumtalsefni kosninganna. Þeir töl-
uðu um gráu jólafötin ensku, brúnu
fötin frá Ítalíu, norsku rifflaflauelisföt-
in, amerísku bláu úlpuna og eitthvað af
nærfötum.
Mér finnst þetta mjög óheiðarleg
kosningabarátta og ráðist á garðinn þar
sem hann er lægstur, enda er það á allra
vitorði að mig klæjar almennt undan
íslenskum fatnaði.
Spurningin er sú, hvort ekki sé neitt
í stjórnarskrá eða almennum lögum
sem bannar svona árásir á klæðnað
manna.
Ólafur R. Grímsson.
ARUMS TOKKNU
-0
Alhliða
lesenda-
þjónusta
18