Spegillinn - 01.05.1983, Side 29
—
Sæði handa Guddu
Einn af mestu hugsuðum
þessarar þjóðar er Geir R.
Andersen. Hann hefur frjótt
ímyndunarafl, fastmótaðar
skoðanir og er kengfullur af
jákvœðum viðhorfum til mann-
lífsins og umhverfisins alls.
Geir gerði Speglinum þann
heiður að senda honum eftir-
farandi grein til birtingar, og
þar sem hún fellur eins og flýs
við rass — eða böllur í feita
vinnukonu — við ritstjórnar-
stefnu blaðsins birtist hún hér
og nú.
Pyntingar og
blekkingar
Hvað er að hjá einni fá-
mennustu þjóð heims?
Við höldum uppi sjálfspynt-
ingarstefnu, einangrunarstefnu
og sjálfsblekkingarstefnu, sem
er einsdæmi í veröldinni.
Horrim hafta og
niðurlægingar
Sjálfspyntingarstefnan kemur
berlega í ljós í þeim greinum
er snerta verslun og viðskipti.
Hömlur á auglýsingafrelsi er
eitt dæmið.
Auglýsingar um áfengi og
tóbak er glöggt dæmi um þetta.
Löggjafinn (Alþingi) setti regl-
ur um merkingu sígarettupakka.
Petta lagðist niður vegna of
mikils kostnaðar. Og viðskipti
halda áfram að draga fram lífið
á horrim hafta og niðurlæging-
ar.
Þeirsem hæst jarma
Lokunartími verslana er ann-
að dæmi um sjálfspyntingar-
stefnu þá sem neytendur á
íslandi gangast undir af skin-
helgi og ímyndaðri samstöðu
með launþegum í verslunar-
stétt. — Peir sem hæst jarma
um að „verslunarfólk þurfi nú
frí eins og annað fólk“ eru
fyrstir að búðardyrum þeirra
kaupmanna, sem að eigin frum-
kvæði vilja veita nauðsynlega
þjónustu þótt svokallaður helgi-
dagur hafi verið settur á alma-
nakið.
Sem karlar eiga en
Kanar fá að njóta
Lélegt sjónvarpsefni og nið-
urdrepandi er líka eitt dæmið
um sjálfspyntingarstefnu íslend-
inga, ásamt með þeirri stað-
reynd að í landinu er sjónvarp-
að einu besta afþreyingarefni
sem þekkist í heiminum, — og
nú móttekið af jarðstöð sem
kostuð er af almenningi í land-
inu, fyrir varnarliðið, en al-
menningi fyrirmunað að njóta.
Bullarinn
Geir R. Andersen.
Aumingjaskapur
íslendinga
Stjórnvöld, þar með taldir
allir pólitísku flokkarnir hafa
ákveðið að hér skuli vera til
staðar varnarlið, sem ma. á að
koma til móts við þann aum-
ingjaskap íslendinga, að hafa
einir þjóða ekki á að skipa
heimavarnarliði, sem getur
brugðið við sem fyrsta aðgerð,
ef um óvænta ógn er að ræða.
Þegnskylduvinna í einu eða
öðru formi hér á landi hefur
alltaf verið bannorð og er það
eitt og sér tilefni mikillar niður-
lægingar.
Landið er hvorki
fagurt né frítt
Það er sjálfsblekking þegar
því er haldið fram að íslensk
náttúra og landslag sé viðkvæm-
ara, landslag fegurra hér og
því þurfum við að gæta okkar
vel á útlendingum. Þeir fara
með hvougt með sér. „Jú, þeir
taka nú landslagsmyndir hér
og fara með úr landi,“ segja
einangrunarsinnar!
Versti fiskur í heimi
Það er sálfsblekking þegar
því er haldið fram, að fiskur
frá íslandi sé sá besti sem
fyrirfinnst. íslenskur fiskur er
eins og gengur og gerist, en
hann er sá allra versti þegar
íslensk mannshönd hefur með-
höndlað hann.
Danskt sæði handa
Guddu
Það er sjálfsblekking að ekki
megi rækta hér holdanauta-
stofn, nema í sérstökum „Gulak“-
stöðvum vegna þess að sæðið
sé úr erlendum stofnum. Hins
vegar má óhindrað flytja inn
danskt mannssæði handa Gudd-
um og öðrum „fjallkonum“
hinnar hreinu náttúru!
Af stað burt
Það er hrein sjálfsblekking
að setja boð og bönn gegn
frjálsu þjóðlífi sem íslending-
ar sækja sjálfir svo mjög eftir
að njóta að þeir leggja margir
hverjir fram aleigu sína til að
komast úr landi sjálfspynting-
ar, einangrunar og sjálfsblekk-
ingar 365 daga samfleytt.
Geir R. Andersen.
29