Fálkinn - 21.06.1930, Qupperneq 27
F A L K T N N
27
Alþingismenn 1930. Sitjandi í fremstn röð (frá vinstri): Lárus Helgason, Einar Árnason, Ingibjörg II. Bjarnason, Jóhannes Jóhannesson, Jón Jóns-
son, Ingólfur Bjarnason, Bcnedikt Sveinsson, Jörundur Brynjólfsson, Guðmundur óiafsson, Þorleifur Jónsson, Björn Kristjánsson, Haraldur Guð-
mundsson. Standándi í annari röð: Páll Ilermannsson, Ingvar Pálmason, Bjarni Ásgeirsson, Bernliarð Stefánsson, Gunnar Sigurðsson, Magnús
Jónsson, Ásgeir Ásgeirsson, Halldór Stefánsson, Hannes Jónsson, Sigurður Eggerz, Halldór Sleinsson, Jón Baldvinsson, Erlingur Friðjóns-
son, Sigurjón Ólafsson, Jóhann Þ. Jósefsson, Hákon Kristófersson og Tryggvi Þórhalisson. Þriðja röð: Einar Jónsson, Jón Sigurðsson, Pjetur
Oltesen, Jón Þorláksson, ólafur Thors, Hjeðinn Valdimarsson, Jón A. Jónsson, Sveinn Ólafsson, Jón Ólafsson, Jónas Jónsson, Magnús Guðmundsson
og Jónas Kristjánsson. Á myndina vantar Magnús Torfason. Myndin er tekin í Alþingisliúsgarðinum, af Lofti.
Jörundur Brynjólfsson bóndi,
f. 21. febr. 1884. Kosinn þing-
maður Reykvíkinga 1916 og liefir
setið á þingi fyrir Árnesinga síð-
an 1923. I Framsóknarfloldci.
Lárus Helgason bóndi, f. 8. á-
gúst 1873, kosinn á þing af Vest-
ur-Skaftfellingum við aukakosn-
ingar 1922, hefir aftur setið á
þingi fyrir þá síðan 1927. í Fram-
sóknarflokki.
Magnús Guðmundsson, liæsta-
rjettarmálaflutningsmaður, f. 6.
febr. 1879, kosinn á þing af Skag-
firðingum 1916 og hefir jafnan
setið á þingi fyrir þá síðan. Sjálf-
stæðismaður.
Magnús Jónsson próf., f. 26.
nóv. 1887, var kosinn á þing fyrir
Reykjavík við aukakosningar
1921 og liefir verið þingmaður
þar síðan. Sjálfstæðismaður.
Magnús Torfason sýslum., f.
12. mai 1868, sat á þingi fyrir
Rangæinga árið 1901, fyrir ísa-
f jarðarkaupstað 1916—19 og fvr-
ir Arnesinga síðan 1923. í Fram-
sóknarflokki.
Ólafur Tliors útgerðarmaður,
f. 19. janúar 1892, kosinn á þing
fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu
við aukakosningar 1926, og end-
kosinn 1927. Sjálfstæðismaður
Páll Hermannsson, f. 28. apríl
1880,, kosinn á þing fyrir Norð-
ur-Múlasýslu 1927. Framsóknar-
maður.
Pjetur Ottesen bóndi, f. 2. á-
gúst 1888, kosinn á þing af Borg-
firðingum 1916 og endurkosinn
síðan. Sjálfstæðismaður.
Sigurður Eggerz fyrv. banka-
stjóri, f. 28. febrúar 1875. Sat á
þingi fyrir Vestur-Skaftafells-
sýslu 1912—16, landskjörinn 5.
ágúst 1916—26, kosinn þingmað-
ur Dalamanna 1927. Sjálfstæðis-
maður.
Sigurjón Ólafsson skrifstofu-
stjóri, f. 29. okt. 1884, kosinn á
þing fyrir Reykjavíkurkaupstað
1927. Alþýðuflokksmaður.
Sveinn Ólafsson útvegsbóndi,
f. 11. febr. 1863, kosinn á þing
fyrir Suður-Múlasýslu 1916 og
hefir verið þingmaður kjördæm-
isins siðan. Framsóknarflokks-
maður.
Tryggvi Þórhallsson forsætis-
ráðherra, f. 9. febr. 1889. Kosinn
á þing af Strandamönnum síð-
an 1923. Ráðherra síðan 1927.
Framsóknarmaður.
Þorleifur Jónsson, bóndi, f. 21.
ágúst 1864. Þingmaður Austur-
skaftfellinga siðan 1909. Fram-
sóknarmaður.
Með tilskipun um endurreisn
Alþingis var landinu skift í 20
einmenningskjördæmi og stóð
við svo búið til 1857. Þá var þing-
mönnum fjölgað um einn, með
skiftingu Skaftafellssýslu í tvö
kjördæmi. Með stjórnarskránni
1874 var þjóðkjörnum þing-
mönnum fjölgað í 30 og með
stjórnarskrá 1903 var þeim fjölg-
að um fjóra, þannig að þing-
mannatalan varð 40 að meðtöld-
um konungkjörnum. Með stjórn-
arskránni 1915 voru konung-
kjörnir þingmenn afnumdir en
jafnmargir landskjörnir komu í
þeirra stað, og voru þeir kosnir
í fyrsta sinn 5. ágúst 1916. Loks
var þingmönnum Reykvíkinga
fjölgað um tvo og er þingmanna-
talan síðan 42.
Alþingishúsið, bj/gt 1881.