Fálkinn - 21.06.1930, Blaðsíða 25
F A L K I N N
25
Þingtíminn var á þcssu skeiði
þingspgunnar sami eða svipaður
og áður. Þingið liófst seint i júní.
Hefir það haldist nokkurnveginn
fram undir 1700 að þing hófst
20. júni, i stað þess að hið forna
þing gat liafist 14.—24. júní.
Með Alþingissamþykt 1. júlí 1700
var samkomudagur þingsins á-
kvcðinn 8. júlí, en með konungs-
brjcfi 25. janúar 1754 var hann
færður aftur til 3. júlí.
Þingstaðurinn var cftir sem áð-
ur við Öxará. Því var þingið oft i
Jónsbók nefnt Öxarárþing. Ann-
ars var algengasta nafnið Al-
þingi. Það kemur einnig all-
sncmma fyrir (t. d. líka í Jóns-
bók) að það cr kallað lögþing og
þegar fram i sækir, einkum á 17.
öld, verður það heiti æ algengara.
Stundum kemur einnig fyrir
nafnið landsþing.
Þegar lijer er komið sögunni,
á sautjándu öld og hina átjándu
er Alþingi mjög farið að setja of-
an. Þeim fækkar sífelt sem þang-
að sækja og völd þess og virð-
ingar hafa farið þverrandi. Og
þeir sem til þingsins koma þykj-
ast varla haldast þar við, svo er
þar ömurlegt og ill öll aðbúð.
t*ingið hafði frú fornu verið háð
nndir bcru lofti, en þcir scm
lnngið sóltu annars liafst við i
búðum sínum, en á seinni öldum
mcst i tjöldum. Það þótti samt
óviðeigandi þegar á leið að sitja
að þingstörfum úti hvernig sem
viðraði og var því reist hús fyrir
lögrjettuna 1691. En þegar kom
fram undir 1800 var það hús orð-
ið svo fornfálegt og lekt og gust-
aði í gegnum það svo að ólíft
þótti í því. Þing var síðast háð í
því 1798, en næstu tvö þing voru
háð í Reykjavik. Og með tilskip-
un frá 1. jan. 1799 var ákvcðið
að flytja þingið alveg frá Þing-
völlum til Reykjavíkur.
Óánægja með Alþingisstaðinn
við Öxará virðist liafa verið orð-
in nokkuð almenn um þessar
mundir og reyndar talsvert fyr,
því 1754 cr í ráði að flytja þingið
í Kópavog, en ckkert varð þó úr
því. Þcssi óánægja með þingvist
við Öxará gaus upp mjög alvar-
lega kringum aldamótin 1800 og
mun húsnæðisbaslið mjög hafa
ýtt undir hana. Þar að auki höfðú
sumir það á móti Þingvöllum hve
landslag var þar ljótt og leiðin-
legt. En þyngst á metunum var
húsnæðishrakið og veðráttan
„den idelige Regn, Kuldogstercke
Stormvinde, som aarligen falde
og Rcgicre pa?. Landstinget“ eins
og komist er að orði í brjefi einu
frá Lafrcntz amtmanni (1736).
Niðurstaðan varð sú, að Al-
þingi var tckið af árið 1800 og
stofnað upp úr því og gamla yf-
irrjettinum nýr landsyfirrjettur
(með konungsúrskurði 6. jan.
1800). I þessum nýja rjetti varð
Magnús Slephensen dómstjóri.
Við setningu landsyfirrjetlarins
flutti dómstjóri ræðu. Þar kennir
einskis saknaðar vegna þess Al-
þings eða þeirra Alþingisrústa,
sem nú átti að þurka út úr tilver-
unni. Magnús Stephensen segist
þvert á móti ekki vera í neinum
vafa um það, „að vjer óskum oss
þó ekki að skifta vorum núver-
andi kjörum við fornaldarinnar
ímynduðu frægð“.
Samt var það einmitt „forn-
aldarinnar ímyndaða frægð“,sem
fyr en varði knúði alþingismálið
aftur fram. Sagan um endurrcisn
Alþingis er merkileg saga, og
kunn í aðaldráttum og verður
einungis drepið á hana.
Þegar Raldvin Einarsson fer
að fitja upp á endurreisn Alþingis
kringum 1830 eru aðstæður orðn-
ar talsvert breyttar frá því sem
var um aldamótin. Stjórnmála-
líf umlieimsins ýtti undir Islend-
inga cða rjeltara sagt leiðtoga
þeirra, því almenningur var
framan af sinnulítill um þessi
mál. Konungsvaldið fór einnig að
verða hliðhollara Alþingisóskum
íslcndinga cn áður fyr.
Gangur cndurreisnarmálsins er
i sluttu máli sá, að 1831 cr lcitað
álits íslcndinga um þingmálin.
15. maí 1834 er ákveðið að út-
nefna 3 fulltrúa fyrir ísland á
þing Eydana. 20. maí 1840 ákveð-
ur konungur svo, að atliuga skuli
hvort ckki sje tiltækilegt að
stofna sjerstakt þing fyrir íslend-
inga, hvort ckki væri rjett að það
lijeti Alþingi og sæti á hinum
gamla þingstað við Öxará. Loks
varð það úr, að Alþingi var end-
urreist 1845 og hefir síðan setið
i Reykjavik og verksvið þess og
valdsvið breyst og eflst eftir þvi
sem áfram þokast í baráttunni
fyrir frelsi og framförum þjóð-
arinnar.
Þannig er í stuttu máli saga Al-
þingis, megindrættirnir í þúsund
ára. þróun þcss. Saga þess er
mjög tvinnuð saman við alt líf
þjóðarinnar. Margir glæsilegustu
og raunalegustu atburðir þjóð-
arsögunnar hafa gerst í sambandi
við það. Það hefir lifað blítt og
strítt, það hefir unnið happaverk
og óhappavcrk. Það hefir hlotið
ást manna og óvirðingu. Það hef-
ir sett skynsamleg lög og lieimsk
lög. En það hefir verið svo gild-
ur þáttur og svo mikill máttur
í íslensku þjóðlífi þúsund ára, að
eðlilcgt er að enginn þjóðhátíð
sje meiri haldin en minningar-
hátíð þcss.