Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Side 13

Fálkinn - 21.06.1930, Side 13
F A L K I N N 13 ana fyrir hátíðina og skilað í tjald eiganda. Er nauðsynlegt aS fólk hafi ekki farangur meS sjer vegna þrengsla í bifrciðunum og. óþæginda við að bera liann frá bifreiðatorginu og inn á Leirur. Skamt frá hátiðarsvæSinu verður pósthús, læknavörður, lögreglustöð, banki og símastöð en auk þess má fá aðgang að síma inni á Leirum og við- ar á völlunum. SölubúSir fyrir smá- varning, bækur, blöð, matarböggla og sælgæti verða líka þarna á aðalstöð- inni og víðar um vellina, og flesl veitingatjöldin verða þar einnig. Auk ýmisra, sem selja veitingar liverjum sem hafa vill, hafa sýslufjelögin líka veitingatjöld fyrir sitt fólk. Þess má geta í þessu sambandi, að öllum er frjálst að hafa meS sjer mat til þess að borða í tjöldum sínum. Tjöld þau, sem Alþingishátíðar- nefndin leigir, eru leyfð til afnota i tíu daga, og eru öll tilbúin nú. Búast má við, að ráðlegra sje þeim, sem kringumstæður hafa til, að fara til Þingvalla sem allra fyrst fyrir há- tiðina, til þess að lenda ekki í mestu ösinni, sem hjá bifreiðum verður, daginn og nóttina fyrir. Daginn fyrir hátíðina verður afarmikið að gera við fiutning á því aðkomufólki, sem hingað kemur sjóleiðis á siðustu stundu og má búast við ógreiðri af- greiðslu. íþróttasamband íslands liefir yfir- umsjón iþröttanna á hátíðinni. ís- landsglíman verður liáð fyrsta kvöld- ið og eru þátttakendurnir 20 talsins og í þeim hóp fleslir kunnustu glímu- nienn landsins. Til verðlauna hefir hátíðanefndin gefið vandað silfurbú- ið liorn, mjög stórt, er verður eign sigurvegarans æfilangt, en að honum látnum gengur þáð lil Þjóðmenja- safnsins. — í fimleikasýningunni, sem fer fram annan daginn taka þátt flokkur 1G stúlkna frá íþróttafjelagi Beykjavikur, undir stjórn Björns Jakobssonar og flokkur 1G karlmanna Ul' Glimufjelaginu Ármann, undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. — Loks 2. Dagur. KL. 10. MINNI ÍSLANDS á Lögbergi. Leikið á eftir Ó Guð vors Iands. fer hópsýning findeikamanna frá ýmsum íþróttafjelögum víðsvegar á landinu, fram síðasta daginn og stjórnar henni Jón Þorsteinsson. Um aðrar íþróttir liefir full skipun ekki verið gerð, þegar þetta er ritað. Kappreiðar í Bolabás. KL. 12. MATARHLJE. KL. 2. ÞINGFUNDUR. KL. 2>/z. YESTUR-lSLENDINGUM FAGNAÐ Á LÖGBERGI. Vestur-íslendingar flytja kveðjur á Lögbergi. KL. 3. SÖGULEG SÝNING. IÍL. 4. HLJÓMLEIKAR; Viðfangsefni frá yngri tímum. KL. 6>/2. MATARHLJE. KL. 8. FIMLEIKASÝNING, 16 stúlkur og 16 piltar. 3. Dagur. KL. 10. EINSÖNGVA-HLJÓMLEIKAR. KL. 11. ÞINGFUNDUR, þingi slitið. KL. 1. MATARHLJE. KL. 3. FIMLEIKASÝNING 200 manna. KL. 4. LANDSKÓRIÐ SYNGUR. KL. 5. SÖGULEG SÝNING. KL. 6'/2. MATARHLJE. KL. 9. HÁTÍÐINNI SLITIÐ á Lögbergi af forsætisráðherra. Frá klukkan 9 til 11. á hverju kveldi: Hjeraðsfundir, bændaglíma, vikivakar, bjargsig, rímur kveðnar, söngur, hljóðfærasláttur, dans. Lúðrasveit spilar við allar íþróttasýningar. Söngurinn verður veigamikill þátt- urur í skemtunum liátíðarinnar. Er Sigfús Einarsson söngmálastjóri há- tíðarinnar. Tveir söngflokkar annast að mestu leyti sönginn, nefnilega Þingvallakórið svo nefnda, sem er blandað kór um hundrað þátttakenda og Karlakór K.F.U.M. Við guðsþjón- ustuna syngur karlakórið fyrir ein- raddað en ætlast er til að söfnuður- inn taki undir i þeim söng. En hátíða- ljóðin syngur Þingvallakórið, undir stjórn Páls ísólfssonar. Siðdegis fyrsta daginn verða hljómleikar lialdnir til þess að sýna sönglist þjóð- arinnar á liðnum timum; þar syngja menn úr Karlakór K.F.U.M. þrjá tvi- söngva, Jón Lárusson kveður rímur, Karlakórinn syngur nokkur þjóðlög og einnig verður gefið sýnishorn af vikivakalögum. — Annan daginn verða haldnir hljómleikar og þá far- ið með íslenskar tónsmíðar siðari tima, m. a. verður sunginn þar kafli („Norræni sterki“) úr hátíðarljóð- um Sveinbjarnar Sveinbjarnarsonar frá 1907 og lög eftir lielstu yngri tón- skáld þjóðarinnar; verður þar m. a. sungið nýtt lag eftir Björgvin Guð- mudsson. Sá liluti Þingvallakórsins, sem fór á söngmótið i Kaupmanna- höfn i fyrra syngur og þarna sjer- stakur, undir stjórn Sigfúsar Einars- sonar, og m. a. kafla úr „Söngurinn á Norðurlöndum“ eftir Sigfús, sem sungið var i utanförinni í fyrra. — Síðasta daginn syngur landskórinn, sem skipaður verður söngflokkum Karlakórs Reykjavikur, Karlakórs F.F.U.M., söngfjelagsins „Geysis“ á Akureyri, söngfjelags ísfirðinga og söngfjelags Siglufjarðar. ICór þessi lieldur líka söngmót i Reykjavik.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.