Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Page 28

Fálkinn - 21.06.1930, Page 28
28 F A L K I N N Fjárhags- og peningamál Islands 1874—1930 Eft.'r GUNNAR VIÐAR cand. polit. Frá 1874 þegar ísland f.jckk fjárforræði og cigin stjórnar- skrá liefur fjárhagslcg framþró- un landsins gcngið á sjömilna stígvjelum. Fólkinu licfur fjölg- að um lijer um bil 50%. Um 1874 mun fólksfjöldinn hafa verið rúmlega 70.000, en liaustið 1928 var hann tæplega 105.000. Fjárhagslegt bolmagn ríkissjóðs hefur þó vaxið margfalt hraðar. Á fyrsta fjárhagsári landssjóðs 1876, voru tekjur aðeins 311,000 kr. og var tæpur y3 af því greiðsla frá ríkissjóði Danmerkur. Síð- an jukust tekjur landssjóðs jafnt og þjett og voru 1913 orðnar 2.278.000 kr. Við stríðið ger- breyttist alt verðlag og hækkuðu þá tekjurnar mjög og þessi aukn- ing hefur haldið áfrain eftir stríðið svo að árið 1929 voru tekjurnar samkvæmt bráða- birgða uppgerð 16.139.000 kr. eða hjerumbil 52 sinnum hærri en 1876. Að vísu má nú ætla að peningaeiningin íslenska hafi í lok þessa tímabils aðeins haft hjerumbil % af verðgildi því, sem hún hafði í upphafi þess. En tekjur ríkissjóðsins hafa þá samt þrettánfaldast raunveru- lega. Ástæðan lil þessarar gífur- legu aukningar er að cinu leyti af því að efnahagur og atvinnu- vegir landsmanna hafa blómgast meir en nokkru sinni áður og landsmenn því orðið aflögufær- ari og hinsvegar hefur ríkissjóð- ur tekið að sjer fleiri og fleiri verkefni. Tekjur landssjóðs voru upp- runalega að hjer um bil y3 hluta greiðsla frá ríkissjóði Danmerk- ur, og ca. y3 var tóbaks og vin- fangatollur. Greiðslurnar frá danska ríkissjóðnum fóru brátt að hafa minni þýðingu, en skömmu cflir 1880 var hætt við útflutningsgjaldi af sjávarafurð- um og skömmu fyrir 1890 að- flutningsgjaldi af kaffi og sykri sem brált gaf af sjer % af tekjum landssjóðs. Skömmu fyrir stríðið, þegar lög um aðflutningsbann á áfengi voru samþykt og vín- fangatollurinn minkaði, var svo bælt við almennum vöruþyngd- artolli og eftir stríðið stimpil- gjaldi og verðtolli á ýmsum vörum. Auk þess hefir verið ríkiseinkasala á einstökum vöru- tegundum og ennþá cr ríkis- einkasala á vini. Aðallckjur rík- issjóðs eru nú (árið 1929) toll- arnir, sem (með útflutnings- gjaldinu eru hjer um bil 54% af öllum tekjunum. Tekju- og eign- arslcattur gefa af sjer rúm 10% og póstur og sími hjer um bil 15%. Mestallar póst- og síma- tekjurnar fara þó aftur í kostn- að við þær stofnanir. Útgjöld ríkisins hafa ekki auk- ist síður en telcjurnar. Frá 1876 til 1929 hafa þau 71 faldast eða 18 faldast að verðgildi. Fjármála- pólitík landsins hefir og tekið allmiklum stakkaskiftum á þess- um tíma. Fram til 1908 skuldaði landið ekki neitt verulegt en regl- an var að hafa sæmilegan tekju- afgang er lagður var í svokall- aðan Viðlagasjóð er nota skyldi til að verjast óvenjulegum áföll- um. Eftir þann tíma var hætt þessari varlegu pólitík og lagt inn á þá braut að taka rikisíán ef tekjurnar þóttu ekki fullnægja þörfinni og eru skuldir ríkissjóðs í árlok 1929 taldar 13,6 milj. kr. Hitt gefur að skilja, að sökum fólksfæðar landsins verður ríkið að taka ýmislegt fleira á sínar herðar hcldur en þörf er á í stærri og fólksfleiri löndum, cnda hafa . f járframlög ríkisins víða orðið lyftistöng undir mikl- ar og margvíslegar framfarir. Skifting útgjaldanna á hina ýmsu útgjaldaliði hefur eigi breyst öllu minna en hæð þeirra. Á fyrsta fjárhagsári landssjóðs var y3 útgjaldanna til Alþingis og umboðsstjórnar og 3/10 til kirkju- og kenslumála. Til verklegra framkvæmda má segja að ekkert hafi farið. Meiri hluti útgjald- anna voru embættislaun. En bráðlega tók þetta að breytast. Eflir 1890 fara að koma fram út- gjöld til vega og síðan til annara samgangna og seinna, eftir 1908, bætast við vextir og afborganir af lánum. Árið 1929 voru ca. 15% af útgjöldunum til pósts og síma og 16% til annara sam- gangna. Til verklegra fyrirtækja voru 9% og til vaxta og afborg- ana önnur 9%. Af þessari breytingu á útgjöld- um rikissjóðs leiðir það að þó ríkið skuldi nú nokkuð, svo sem áður var nefnt, hafa þó eignir þess aukist mikið og munu nú vera bókfærðar nálægt 40 milj. kr. Að vísu vantar mikið á, að þessar eignir sjeu allar arðber- andi, en fjárhagur ríkissjóðs verður þó að teljast sæmilegur. Hin vaxandi gcta og fram- kvæmdir rikissjóðs eru þó að- eins endurskin af þeirri þróun sem orðið hafa hjer á landi á þessu tímabili í atvinnulífinu og peningamálunum. Þegar landið fjekk f járforræði voru hjer engir bankar og aðeins 2—3 sparisjóð- ir. Langmestur hluti þjóðarinn- ar lifði á landbúnaði, sem rekinn var með úreltu sniði. Þorpin sem myndast höfðu kringum verslanir voru bæði fá og smá, og í þeim lifðu noklcrir embættis- menn, handverksmenn, kaup- menn og fiskimenn. Annars voru fiskiveiðar aðallega stundaðar sem aukaatvinna af vermönnum, sem unnu við landbúnað á öðr- um tima árs. Voru þær stundað- ar á opnum róðrarbátum og því eigi hægt að sækja fiskinn nema rjett út fyrir landsteinana. Sjáv- arútvegurinn hefir gjörbreyst. Eftir 1890 var farið að gera hjcr út seglskip á þorskveiðar. Noklcru eftir 1900 fara fyrstu togararnir að koma. Samtimis er farið að leggja niður og selja af landi burt skúturnar og mótorskip lcoma í staðinn. Síðuslu þættirnir í þróuninni eru að róðrarbátarnir eru nú óðum að þoka fyrir litlum mótorbátum og að við hefur bæst álitlegur floti af línuveiða- gufuskipum. Auk þess er togara- flotinn einn besti í sinni röð og búinn öllum bestu nýtísku tækj- um, enda er Island orðið eitt af mestu fiskútflulningslöndum lieimsins. Á síðustu árum er og landbúnaðurinn að færast meira í nýtískusnið með aukinni rækt- un og umbótum en þær fram- farir eru þó ennþá á byrjunar- stigi. Verslunin, sem áður var öll útlend, er nú nær alveg komin á íslenskar liendur. Að lokum eru nú að spretta upp innlend iðnað- arfyrirtæki af rótum þeirrar kaupgetu er sjávarútvegurinn sjerstaklega liefir skapað. Þess- ar breytingar hefðu eðlilega ekki getað orðið án samhliða þróunar láns- og peningastofnanna. Spari- sjóðunum liefir fjölgað ört þó einkum kringum 1890 og frá 1908 fram að stríði. Þeir eru nú 50, tala þeirra vex ekki lengur mjög ört, en innlögin aukast stöðugt. í árslok 1928 voru inn- lögin í sparisjóðina 8,3 milj. kr. en varasjóður þeirra 1,1 milj. kr. Aulc þess eru í landinu tveir bankar Landsbanki íslands og Útvegsbankinn, sem á þessu ári kom í stað íslandsbanka. Auk aðalskrifstofanna í Reykjavík hafa þessir bankar hver um sig 4 útibú. I lok ársins 1928 höfðu þessir bankar innlán að upphæð 44—45 milj. lcr. og innstæðu á hlaupareikningi 16—17 milj. kr. en rcikningsjöfnuður banlcanna var 104—105 milj. kr. Þróun bankanna hefur þó vcrið nokkuð misjöfn. Landsbankinn var stofn- aður 1885. Var hann einasti banki landsins til 1902 er íslands- banlci var stofnaður og gerður að seðlabanka landsins. Eftir það hljóp kyrkingur í Landsbankann en íslandsbanki færði út kvíarn- ar og efldist á allan hátt. I stríðs- byrjun var bankinn leystur frá seðlainnlausnarskyldunni og seinna voru cinnig teknar burtu aðrar liöpilur á scðlaútgáfurjetti bankans. Seðlaúlgáfa hans jókst nú líka gífurlega og varð mest í okt 1920 11 milj kr. Þetla jólc enn stærðarmun bankanna, svo að 1919 var reikningsjöfnuður Islandsbanka 55 milj. kr. en Landsbankans aðeins 34 milj. kr. En síðan brcyttist þetta aftur. Viðskiftakrcppa sú er skall á eft- ir 1920 kom sjerstaklega niður á íslandsbanka og vakti nokkra ó- kyrð um bankann og hinsvegar var honum með lögum gert að draga inn seðla sína smált og smátt. Loks var Landsbankinn með lögum nr. 48, 31. maí 1927 gerður að seðlabanka landsins. I árslok 1928 var lilutfallið milli bankanna lika svo breytt að reikningsjöfnuður Landsbankans var nálægt 66 milj. kr. en Islands- banka aðeins hjer um bil 39 inilj. kr. ísland tók upp mynteiningu sína, krónuna, um leið og Dan- mörk og cr að nafninu til í skaninaviska myntsamþandinu. I stríðinu og fyrst eftir stríðið fylgdist íslenska krónan með dönsku krónunni í verðsveiflum hennar og var rcynt að halda þvi hlutfalli í lcngstu lög, en svo fór þó að lokum að íslenska krónan fjell ennþá meira en danska krónan. Árið 1924 fór svo krón- an aftur að liækka og fór hækk- andi þangað til í okt. 1925. Var hún þá fest í hlutfalli við ster- lingspundið þannig að pund ster- ling koslaði hjer kr. 22,15 og hef- ir henni vcrið haldið fastri í því gengi síðan. Er það 18—19% undir gullgengi samkvæmt mynt- lögunum. Ilvort krónunni verður lialdið fastri í þessu gengi eða hún hækkuð upp í gullgengi er ekki cnn fullráðið.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.