Fálkinn - 21.06.1930, Blaðsíða 58
58
F Á L K I N N
f f
Utvegsbanki Islands h.f.
Yfir þessari grein er mynd, sem
sem flestir kannast við. Menn eru
smámsaman farnir að venja sig
á að kalla bankann Útvegsbanka
í staðinn fyrir íslandsbanka,
enda hefir Útvegsbankinn skrif-
stofur í húsi íslandsbanka við
Lækjartorg og starfsmennirnir
eru þeir sömu er voru hjá ís-
landsbanka áður en hann lokaði.
Útvegsbankinn er stofnaður
með lögum frá 11. mars og opn-
aði til viðskifta þann 12. apríl.
Nýi bankinn verður að teljast
mjög sterkur. Hlutafje hans er
nærri 7.500.000.00 króna, en auk
þess hafa honum verið lagðar til
um 4.700.000 kr., sem skoðast á-
hættufje. Þetta þýðir það að áð-
ur en mögulegt er að nokkuð
tapist af því, er menn eiga í bank-
anum verða að tapast 12.200.000.
00 kr. af eigin fje bankans, en
það er gjörsamlega óliugsanlegt.
Þó er því ekki að leyna að um
3% miljón af þessu fje sje nú
þegar tapað. íslandsbanki varð
fyrir stórum töpum, er leiddu til
þess að hann varð að loka i febr-
úarbyrjun og þessi töp þarf nýi
bankinn að sjálfsögðu að vinna
upp núna á næstunni.
Þessi töp vinnur hann inn á
þvi, að menn leggja í hann pen-
inga, sem bankinn lánar út aftur
fyrir hærri vexti en hann greiðir
af þeim.
Mismuninn fær bankinn upp í
kostnað sinn af starfsmanna-
haldi, ritföngum, húsaleigu o.
þ. h.
Einhver hin vinsælasta af hinni
margþættu starfsemi bankans
mun vera bókaútgáfa hans. Mnn
óhætt að fullyrða að yfirleitt
þyki mönnum ekki eins vænt um
nokkra bók eins og þá er Útvegs-
bankinn gefur út, og grípa til
hennar þegar í nauðirnar rekur.
Er hjer auðvitað átti við útgáfu
bankans á sparisjóðsbókum. Eru
nú nýkomnar nýjar sparisjóðs-
bækur til bankans, bundnar í
dökkblátt skinnband með nafni
bankans í gullnu letri og fylgir
þeim „hulstur". Hafa margir for-
eldrar liaft þann sið að gefa
börnum sínum sparisjóðsbók
með nokkrum krónum í skírnar-
gjöf og bætt siðan við nokkrum
krónum í afmælisgjafir og má
segja það að smáupphæð, sem
engan munaði um hafi oft kom-
ið sjer vel er barnið óx upp, og
vanið börn á að hugsa um gildi
peninga, þvi „það ungur nemur
sjer gamall temur“. Nú eru
greiddir 4% eyrir af hverri krónu
er stendur árlangt í bankanum
eða skemur. Þó geta menn fengið
5 aura af krónunni með því að
skulbinda sig til að hreyfa ekki
fjeð í 6 mánuði. Er gefið sjer-
stakt skírteini fyrir slíku fje og
heita þau innlánsskírteini. Til
að njóta þessara vaxtakjara geta
menn fengið skirteini fyrir því
af fje sínu, sem menn þurfa ekki
að grípa til, en geymt hitt í inn-
lánsbók. Fyrir 3 mánaða innlán
eru greiddir 4%% vextir. Þeir
sem ekki gera sjerstakar ráðstaf-
anir á innlánsskirteinum sínum
láta fjeð standa áfram á skír-
teinunum og ávaxtast það þá á-
fram með 5% um næstu sex
mánuði og vex upphæðin ótrú-
lega fljótt. 100 kr., sem lagðar
eru á innlánsskirteini eru orðnar
200 kr. eftir 14 ár, en ef þær eru
lagðar á bók verða þær orðnar
200 kr. eftir 16 ár. Yfirleitt má
segja að varla sje heppilegri að-
ferð til að ávaxta sparifje sitt en
að kaupa fyrir það skírteini. Er
það þá mjög öruggt, gefur liáa
vexti og menn geta losað það cft-
ir vild með því að leggja það inn
svoleiðis að eitthvað af pening-
unum falli til útborgunar við
liver mánaðamót.
Um sparifjeð er vert að taka
eftir því, að gefa má út ávísanir
á það. Erlendis greiða bankarnir
oft ekkert fyrir fje er vísa má
á, en láta þá er geyma smáupp-
hæðir greiða fyrir að geyma það.
Útvegsbankinn vill gjarna venja
menn á að nola ávisanir og þvi
greiðir hann sömu sparisjóðs-
vexti hvort sem menn ávísa á
fjeð eða ekki. Ávísanahefti með
50 ávisunum kosta 1 kr. og getur
það oft verið gróði að leggja fje
sitt í bankann, en greiða síðan
reikninga o. þvl., sem menn ekki
vila livenær komameðávísunum.
Hefir maður þá vexti af fje sínu
þangað til ávísuninni er framvís-
að, en losnar við að liggja með
miklar fjárhæðir lieima hjá sjer.
Sjer staklega er þetta þægilegt
fyrir fólk úti á landi. Hafa marg-
ir embættismenn t. d. falið Út-
vegsbankanum að taka laun þeirra
hjá ríkisfjehirði og leggja þau
inn í bók. Allar greiðslur sínar
annast þeir síðan með þvi að
senda mönnum ávisanir á inn-
stæðu sina.
Þetta var nú um sparifjeð, sem
bankinn fær að láni.
Nú skulum við athuga útlán
bankans.
Þau eru aðallega í tvennskon-
ar formi, reikningslán og vixlar.
Nú á bankinn á þriðja tug mil-
jóna í víxlum. Víxlar eru skulda-
brjef með sjerstökum lagaregl-
um. Gengur mikið fljótara að
innheimta þá en venjuleg skulda-
brjef. Það þarf ekki að balda
sáttafund áður en hægt er að
dæma mann til að borga víxil-
skuld og fleira gerir þeim er á
víxilkröfu á mann auðveldara að
þvinga hann til að borga á viss-
um degi, en ef krafan er ekki
víxilkrafa. Vextirnir af víxilskuld
eru kallaðir forvextir, því þeir
eru dregnir frá víxlinum í upp-
hafi. Víxlarnir eru sjerlega
lieppilegir fyrir kaupmenn er
gjalda vörur sínar við móttöku,
ekki með peningum, heldur með
víxli þ. e. loforði um að greiða
vörurnar t. d. 3 mánuðum seinna,
er hann er búinn að selja vör-
urnar og fá peningana fyrir þær.
Sama er þegar lánað er út á fisk.
Sjómennirnir fá þá peningana til
að gera út, en borga þá um haust-
ið þegar þeir eru búnir að verka
og selja fiskinn.
Reikningslánin eru aftur á
móti svoleiðis, að menn semja i
upphafi um að fá vissa upphæð
að láni t. d. 10.000 kr. Greiða
þeir þá 100 krónur fyrir að hafa
lánið, en síðan taka þeir út og
leggja inn alveg eins og hjer væri
að ræða um inneign upp á 10.000
kr. Tvisvar á ári er siðan reiknað
út hvað þeir liafa notað mikið af
reikningsláninu og gjalda menn
síðan vexti af því aðeins. Reikn-
ingslánin nota margir atvinnu-
rekendur, er þurfa að borga mik-
ið út annan daginn, en fá daglega
inn peninga og þurfa því ekki
að hafa jafn löng lán og víxl-
arnir eru. Er Útvegsbankinn að
reyna að finna heppilegt form
fyrir lán handa iðnaðarmönnum
t. d. trjesmiðum til timburkaupa,
eða vjelakaupa og til þess notar
liann líklega reikningslán er
borgast upp einu sinni eða tvis-
var á ári. Eru reikningslánin um
4 miljón kr. að jafnaði. (I Lög-
birtingablaðinu má sjá hvernig
Útvegsbankinn stendur í hver
mánaðarlok).
Auk þessarar starfsemi má
drepa á að í kjallaranum undir
liúsi bankans eru miklar stein-
hvelfingar með járnhurðum og í
þeim hvelfingum eru afar stórir
járnskápar með margföldum
lyklum og lokum. Er sú tilliög-
un á þessum geymslum að lyk-
illinn að hvelfingunni er geymd-
ur hjá einum bankastjóra, en
lykillinn að skápunum eða hólf-
unum er geymdur hjá öðrum
bankastjóra. Þurfa þeir því að
fara tveir saman til þess að kom-
ast í liólfin. Geta menn fengið
geymda verðmæta muni í þess-
um hólfum fyrir lílið gjald og
fá menn þá lykil að hólfinu svo
enginn komist í það og heldur
ekki bankastjórarnir. Eru og
nokkur verðmæti þarna niðri,
því þar er t. d. geymd yfir mil-
jón króna i skíru gulli. Ekki er
þó auðhlaupið með hana, því að
hún vegur nær 1000 pund og yrði
því meira en 5 klyfjaðir asnar
gætu borið og var þó talið að
gera mætti sitt af hverju við einn
asna klyfjaðan gulli.