Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Blaðsíða 52

Fálkinn - 21.06.1930, Blaðsíða 52
52 F Á L K I N N 0. Johnson & Kaaber. Þó íslendingar liafi í orði kveðnu haft verslunarfrelsi í nærfelt 80 ár, þá er það ekki fyr en á þessari öld, að verslunin varð frjáls í raunverulegri merk- ingu. Gamla hefðin var rik, svo rík að fyrstu 50 árin, sem íslend- ingar höfðu verslunarfrelsi að lögum, voru verslunarhættirnir í flestu nauðalikir því, sem verið hafði áður. Stórkaupmenn í Kaupmannahöfn, flestir danskir eða liálfdanskir, önnuðust mest- an hluta verslunarinnar og ráku margir þeirra verslanir hjer á landi. Og þegar islensk kaup- mannastjett fór að vaxa upp, höfðu flestir hinna innlendu kaupmanna þann sið, að versla við stórkaupmennina í Kaup- mannahöfn. Svo rík var gamla venjan, að lieita mátti að Danir væru einir um hituna, að sjá Is- lendingum fyrir vörum og selja afurðir þeirra. Þegar ísland fjekk símasam- band við útlönd haustið 1906 opn uðust skilyrði fyrir því, að stór- kaupmenn gætu verið búsettir í landinu og rekið kaupsýslu sina þar. Og um sama leyti, sem sim- inn tók til starfa er hin fyrsta heildverslun stofnuð í Reykjavík af þeim Ólafi Þ. Johnson og Lud- vig Kaaber, firmað Ó. Johnson & Kaaber. Byrjaði það störf 20. sept. 1906, í húsi í Lækjar- götu 4. Ólafur hafði fengið versl- unarmentun sína í Englandi og dvalið þar árin 1898—1900, en gerðist þá skrifstofustjóri versl- unarinnar Edinborg, þangað til haustið 1906, að hann stofnaði heildverslun sina. Var hann þá 25 ára gamall, fæddur 29. maí 1881. Hinn stofnandinn var Ludvig Kaaber, núverandi bankastjóri í Landsbankanum. Hann er fædd- ur í Kolding í Danmörku, en liafði dvalið hjer á landi í allmörg ár, lengst af sem fulltrúi Thomsens- verslunar. Var Kaaber annar eigandi firmans og stjórnandi til ársins 1918, að hann gerðist bankastjóri. Árið 1912 rjeðist Arent Claes- sen fulltrúi til firmans. Claessen er fæddur á Sauðárkróki 31. jan. 1887, sonur Valgarðs Claessen, sem þá var kaupmaður þar, en síðar fluttist til Reykjavíkur, er hann varð ríkisfjehirðir, þegar landfógetaembættið var lagt nið- ur, 1904. Fluttist Arent Claessen suður þann vetur og rjeðist til verslunarinnar Edinborg, sem deildai-stjóri nýlenduvörudeild- arinnar. Þar var hann til ársins 1912, að liann gerðist fulltrúi hjá Ó. Johnsoli & Kaaber, eins og áð- ur er sagt og meðeigandi í firm- anu frá 1918. Eru þeir Ólafur Johnson og Arent Claessen ein- ir eigendur firmans. Framan af rak firmað einkum umboðssölu, bæði inn-ogútflutn- ingsverslun en síðan heildsölu jafnframt og hefir hún orðið að- alþátturinn í starfi þess. Var það ýmsum erfiðleikum bundið, að hyrja þessa verslun og ekki litu stórkaupmennirnir íKaupmanna- liöfn hana hýru auga framan af. Þegar firmað leitaði fyrir sjer um samhönd í Danmörku var oft lieldur stirt um undirtektir, eins og m. a. má marka af svari eins stórkaupmannsins við málaleit- un firmans um viðskifti. „Tror De Verden vil konnne til at staa paa Hovedet fordi Island liar faaet Telegraf ?“ var svarið. Slíkt mundi ekki heyrast núna, en ber góðan vott um, hverjum augum var litið erlendis á þá breytingu, sem var að hefjast fyrir 24 árum og kollvarpað hefir verslunar- háttum íslendinga. En mönnum varð hrátt skilj- anlegt, að hjer var um nýmæli að ræða, sem ekki var liægt að ganga þegjandi framlijá. Sam- böndunum fjölgaði og það var hægt að velja úr þeim. Bein heildsöluviðskifti liófust við firmu í Englandi, Þýskalandi, á Norðurlöndum og i Ameríku. Var það firmað Ó. Johnson & Kaaber, sem fyrst opnaði bein viðskifti við Ameríkumenn og seldi m. a. mikið af ull þangað um langt skeið. Þau viðskifti munu m. a. liafa valdið því, að þegar stríðið skali á og yfirvof- andi var að allar leiðir lokuðust austur á bóginn, var Ólafi Jolin- son falið að fara til New York til þess að kaupa matvörur og aðrar nauðsynjar, svo að birgðir væri til í landinu ef gömlu við- skiftaleiðirnar lokuðust. Fór hann vestur í stríðsbyrjun ásamt Sveini Björnssyni, núverandi sendiherra, til þess að semja um viðskifti þar, fyrir landsins hönd. Síðari stríðsárin liafði firmað skip í förum er það keypti, „Frances Hyde“ að nafni, Skipið var keypt árið 1917 og var um 1200 smálestir að stærð. Árið áð- ur liafði firmað keypt tvö minni skip, „Venus“ og „A. H. Friis“. Seldi firmað „Frances Hyde“ árið 1919 en hin tvö skipin fór- ust af völdum ófriðarins. Voru skip þessi að staðaldri í förum og fluttu einkum matvörur. Skrifstofur sínar liafði firmað í Lækjargötu 4 til ársins 1915, en þar var húsnæðið orðið mikils til of lítið þá. En þegar Brydes- eignirnar voru seldar snemma á því ári, keypti firmað þær og gerði skrifstofur í austurenda aðalhyggingarinnar í Hafnar- stræli 1. Nokkrum árum áður hafði farið fram gagnger breyt- ing á húsinu, svo að það var um það leyti einna eftirtektarverð- asta verslunarhús bæjarins, og býr enn að þeirri gerð. Geta má þess, að á stríðsárun- um hafði firmað á hendi starf, sem einstakt er, að íslensk firmu hafi rekið. Þegar kafbátahernað- urinn liófst urðu Færeyingar vitanlega undir sömu sökina seldir um aðdrætti eins og ís- lendingar. Gerðu þeir þá út nefnd hingað til þess að leitast fyrir um vörukaup og sömdu við Ó. Jolinson & Kaaber um, að firmað sæi Færeyingum fyrir þeim vörum sem þeir þurftu. Óþarft er að fjölyrða um, hve geysimikla þýðingu flutningur íslenskrar heildverslunar inn i landið, hefir liaft fyrir þjóðina. Nýr bragur komst á alla verslun- arhætti, gömlu selstöðuverslan- irnar lognuðust smám saman út af en íslensk kaupmannastjett reis upp. Kaupmennirnir gátu farið til heildverslananna og keypt vörurnar eftir hendinni, en voru ekki bundnir við að gera innkaup sín langt fram í timann. Má sjá merki breytingarinnar í liverju kauptúni og kaupstað um land alt og ekki síst i Reykjavík. Verslunarhættirnir færðust í það horf, sem tíðkast lijá þroskuð- um þjóðum, verslunin varð raun- verulega frjáls og nýtt fjör færð- ist í athafnir þjóðarinnar. — Það þykir ekki sæta miklum tiðind- um nú á tímum, þó ný heilsölu- verslun sje sett á stofn. En fyrir 24 árum var þetta viðburður, og stofnun firmans Ó. Johnson & Kaaber var viðburður, sem ítar- lega verður minst í íslenskri verslunarsögu, þvi hún markar þar algerð tímamót. --------Firmað liefir jafnan rekið bæði innflutnings- og út- flutningsverslun, þó meira kveði að liinu fyrnefnda. Mun það vera stærsta innflutningsverslun á landinu, og fjölbreyttust livað vörufjölda snertir. Ólafur Johnson var einn af stofnendum Verslunarráðs ís- lands og liefir átt sæti í því í 11 ár, uns liann á siðasta ári baðst undan endurkosningu. Rússnesk- ur vicekonsúll varð liann árið 1912, en það umboð var ekki formlega lagt niður fyr en árið 1923. Spánskur vicekonsúll varð hann árið 1928, eftir fráfall Gunnars heitins Egilson og gegn- ii nú því starfi. Arent Claessen hefir í síðustu átta ár gegnt ræðismannsstörfum fyrir Holland, fyrst sem kon- súll frá 1922 til 1925 en siðan sem aðalkonsúll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.