Fálkinn - 21.06.1930, Blaðsíða 41
PALKINN
41
ar“, 1920 „Vjer morðingjar“,
1924 „Stormar“, 1925 „Dansinn
í Hruna“, 1927 „Munkarnir á
Möðruvöllum", og 1929 „Dauði
Nathans Ketilssonar“. Sendiherr-
ann frá Júpiter var ekld leikinn
af Leikfjelaginu. Leikfjelagið
hefir þannig með tilveru sinni og
framkvæmdum dregið saman
heilan sjóð af íslenskum leikrit-
um, leikritin koma þá helst fram,
þegar þörf er fyrir þau. Að sið-
ustu hefir það undir stjórn Ind-
riða Waage sýnt tvo sjónleiki
eftir Shakespeare, og gert það
vel, og þetta hvorttveggja er
nægilegt til þess að minning þess
sje í heiðri höfð, hvenær sem
þess verður minst.
IV. Leikdómarnir.
Á Norðurlöndum og í Ameríku,
einkum í New York, skifta flest-
ir þeim í tvo flokka, þá sem
skrifa am leikhúsið, og þá sem
skrifa um sjúlfan sig, eða til
þess að láta lesendur blaðsins
sjá hverja snild þeir hafi til að
bera. Hinir fyrnefndu eru leik-
húsunum vinveittir, en liinir eiga
ekki erindi þangað. I Danmörku
i fyrra vetur las jeg í hlaði, að
leikdómararnir þar mundu eiga
nokkurn þátt í því, að leikhúsun-
um gangi ver en skyldi. Það hef-
ur liklega verið vegna þess að
Danir fengu Hannen Swaffer til
að dæma um leikhúsin sín. Hann
var Lundúnabúi, og þeir hugs-
uðu, að dönsku leikhúsin þyldu
samanburð við Lundúnaleikliús-
in. Hannen Swaffer lýtti mjög
dönsk leikhús, og bætti síðan
við: „en jeg skil ekki nokkurt
orð, sem sagt er“. Að endingu
skrifaði liann: „Nú má jeg ckki
vera lengur í Höfn, því nú verð-
ur mjer fleygt út úr hverju leik-
húsi sem jeg kem inn i“. Danir
fengu þá annan Englending, sem
ekkert orð skildi heldur, sem far-
ið var með og hann vitnaði að
Hannen Swaffer væri ekki leilc-
dómari í London, og að hann
segði of mikið ilt um dönsku
leikhúsin, og þá uppreisn ljetu
leikhúsin sjer nægja. Sannast
mun vera í málinu, að útbúning-
urinn í dönsku leikhúsunum
stendur langt að baki Lundúna
leikhúsanna.
Leikf jelagið hefir haft litlu láni
að fagna yfirleitt hjá leikdómur-
um sumra blaðanna. I einu blað-
inu, hefur maður, sem aldrei hef-
ir komið inn fyrir nokkrar leik-
liúsdyr, verið maðurinn sem
dæmdi sýningar leikfjelagsins,
og fann þær vanalegast ofur
ljettar. Sá segir mest af Ólafi
konungi, sem aldrei liefir sjeð
hann nje heyrt. Þeir sömu sem
lasta leiktilraunir fjelagsins hefja
Bíósýningar mjög hátt, því hinn
,vheimsfrægi“ sá eða sú leiki þar
sem dýrðlegast. Ef við, sem al-
drei höfum heyrt þessarar heims-
frægu persónu getið, spyrjum,
hvcrnig hlaðið viti það, þá er
svarið: „Oklcur hefir verið sagt
það“. Mjer liefir komið til hugar,
að Bíóin borguðu of fjár í aug-
lýsingar og nytu þess, en þá
mætti þó einhvern tíma falla sól-
argeisli á leikfjelagið, því það
borgaði 4000 krónur i fyrra vet-
ur í auglýsingar, og aldrei hefir
því verið úthúðað verr í einu
lielsta dagblaðinu. — Ef leikfje-
lagið væri svo lynt, gæti það
hrópað upp „styðjið þið innlend-
an iðnað“, en það skoðar sig ekki
sem iðnað.
Mjer hefur verið send merkileg
bók, sem heitir „The footlights
across America“. Höfundurinn
hefir ferðast um alla Ameríku,
og haft spurnir þar um, sem
hann eklci hefir komið. Bíóin
hafa i minni bæjum eyðilagt ferða-
leikfjelögin. En enginn blettur
í Ameríku, þar sem nokkur þús-
und manns eru í nálægð hver við
annan, þolir að sakna liins tal-
andi sjónleiks, og mynda undir
eins leikfjelag á staðnum, til að
halda uppi sjónleikum. Þau eru
a ýmsu þroskaskciði, frá fjelög-
um með 1000 dollara tekjum á
ári, og upp í fjelög sem eiga
leikhús og hafa 200,000 dollara
tekjur á ári. Flest eru þau styrkt
af bæjarfjelögum eða einstökum
mönnum. Þessi höfundur, sem
heitir Kenneth Macgowan, skýr-
ir frá þvi i bókinni, hvernig þess-
um fjelögum er tekið. I Texas
eru 60 leilcfjelög, og þar eru 40
dagblöð. Maður hefur gengið í
gegnum þessi 40 dagblöð i 4 ár,
og ekki fundið eina einustu
óþægilega grein um nokkuraleik-
sýningu þessara fjelaga. Fólk
getur ekki verið án hins talaða
sjónleiks, þess vegna er fásinna
að hugsa sjer, að hann geti nokk-
urn tíma fallið niður.
Leikfjelagið hefur ekki æfin-
lega átt upp á pallborðið í blaða-
dómunum. Jeg man ekki eftir því
að Jens Waage væri nokkru
sinni hrósað meðan hann ljek,
þeir vissu að hann dó ekki af því,
þó að lmýtt væri í liann. Hann
gekk aldrei til blaðanna til að
biðja um gott veður, eins og ein-
stöku leikendur gerðu -— svo
hann fjekk ekki góða veðrið. Nú
er eitt aðalblaðið á höttunum á
eftir sumum í I.eikf jelaginu, einlc-
um bestu kröftum þess. Við vit-
um hvers vegna það er gert, og
frá hverjum tilraunir blaðsins
blaðsins stafa, o. s. frv.
Það kemur öllum leikhússtjór-
um saman um, að leikdómararn-
ir geti eyðilagt veik leikrit með
því að lasta þau, en þeim kemur
líka saman um að gott leikrit geti
þeir ekki eyðilagt í höndum leik-
lmsanna. David Belasco einhver
frægasi og elsti leikhússtjórinn i
New York heldur þessu síðara
mjög fram eftir 30—40 ára
reynslu. Þettta á alveg eins við
lijer á landi, sem þar. í fyrra út-
húðuðu þeir A. B. i Morgunblað-
inu Nýársnóttinni og mjer, og
því livernig hún væri leikin, og
lögðu sig fram eftir mætti, að
segja sem fyrirlitlegastar svi-
virðingar um þessa þrjá aðila, en
þótt búið væri að leika liana 76
sinnum áður, þá var hún þó leik-
in 15 sinnum í það skiftið, eða
eins oft og rnjög góðir sjónleik-
ir eru leiknir í fyrsta sinn, sem
þeir eru sýndir.
Öll leikfjelögin í Ameríku
stefna að því að fá reglulegt leik-
hús til að leika í, og Ameriku
leikliúsin stefna að því, eins og
leikhúsin í Bretlandi og leikfje-
lögin þar, að fá upp þjóðleikhús,
styrkt svo af ríkinu, að það sje
ekki eingöngu undir specúlation
og kjörvísi almennings að taka
leikrit, kosta þau og leika.
Bandaríkjamenn eru bann-
þjóð, og hafa miklu meiri frí-
tíma eftir að vinnutíminn styttist.
Öll þessi leilcfjelög eru að bjóða
þeim til þess að nota frítímann
með hinu besta móti.
V. Þjóðleikhúsið.
It is a long way to Tipperary.
Gömul ensk götuvísa.
Þjóðleikhúsið verður mikið
hús og sjerkennilegt. Það verður
bygt í íslenskum stil, eða það
þori jeg að ábyrgjast að verður
kallað svo, þegar frá líður. Hjer
eru til myndir af flestum þeim
leikhúsum, sem til eru í Norður-
álfu, og stílhnn á því er alveg út
af fyrir sig og sjerkennilegur. Nú
þegar búið er að teikna það al-
gert að innan, þá verða þar sæti
á gólfi á palli og hliðarpöllum
báðummegin fram með liliðun-
um, fyrir hðug 600 manns (624
—30), og þar eiga að verða
grindastúkur fyrir leikendur. Á-
horfendaplássið verður því bygt
vel við vöxt fvrir þá Reykjavík,
sem nú er, og líklega verður til
1970—80. Þegar leikhúsið er orð-
ið of litið fyrir bæinn, þá má
byggja efri pall í það, sem gert
er ráð fyrir að taki 140 manns.
Þá verður komið hjer leikhús,
sem tekur alt að 800 manns, og
það verður að líkindum nógu
stórt þótt Reykjavík hefði 200—
250 þús. íbúa, en þá verður leikið
á hverju kvöldi.
Leiksviðið er rennisvið, og full-
nægir liæst móðins kröfum, þeg-
ar það er komið upp. Það verður
smíðað af útlendum bygginga-
meistara, sem þekkir fullkomn-
ustu rennisvið til hlýtar. Að leik-
sviðið er byggt á þennan hátt er
til þess að það sje einnig hægt
að leika liin miklu gömlu mcist-
araverk, sem ef til vill heimta
20 leiksviðsbreytingar á kvöldi.
Þjóðleikhús, sem ekki gerir
þess háttar tilraunir við og við,
á ekki skilið að heita leilchús,
nema að nafninu til.
Önnur skyldan til, hvílir á
þjóðleikhúsinu og það er að leika
íslensk leikrit, sem eru frambæri-
leg fyrir almenning, og þola fót-
ljósin á leiksviðinu vegna þess
livernig þau eru samin til sýning-
ar. Og leikhús, sem cr verulega
styrkt af ríkinu, eins og þjóðleik-
húsið verður; eftir lögunum
gengur skemtanaskatturinn til
þess að halda sjónleikjum þar
uppi verður að borga betur frum-
samin leilcrit, en fjelag sem
lítinn styrk liefir, og ekki þolir
lcostnað. Vonandi blómgast þá
leikritaskáldskapurinn á ný, og
því spá jafnvel erlendir stjörnu-
spámenn.
En hún er löng leiðin til Tipp-
erary, og þangað cr langt að
ganga. Þegar búið var að teikna
og ákveða hvernig leikliúsbygg-
ingin ætti að vera, kom það i
ljós að hún yrði helmingi dýrari
en giskað var á fyrir fram. Með
þeim peningum ,sem nú eru fyr-
ir hendi, og þeim skemtana-
skatti, sem væntanlegur er árlega
verður leikliúsbyggingin ekki
fullger fyr en eftir 10, 11 eða 12
ár. Það munu fáir taka sjer það
nær, live langur sá tími er, en
sá, sem þetta skrifar. En það
er ekkcrt annað að gera, en
horfa rólega fram á þessi 10
—12 eilífðarár, eða þá að trúa
á kraftaverkið sem verði til þess
að húsinu verði samt komið upp
fyr, og taka svo þeim vonbrigð-
um í ofanálag, ef kraftaverkið
kemur ekki. — Skaðinn við bið-
ina verður sá, að ýmsir, sem
barist hafa undir merkjum Tha-
líu og Melpomene árum saman,
verða fallnir frá eða uppgefnir
áður en leikhúsið kemst upp.
Jeg get ekki stilt mig um að
benda á það, livernig þjóðleik-
húsinu verður komið af stað,
þegar byggingu hússins er lokið.
Þjóðleikhússnefndin, sem þá
verður fer til kenslumálaráð-
herrans, sexn þá verður og segir
til að nú sje liúsið búið. Hún
gerir tillögu um forstjóra fyrir
leikhúsinu, og liklega um tvo
ráðunauta fyrir hann. I samráði
við þessa tvo menn fer liann svo
að útvega leikendur fyrir kaup,
scm þeim hefir komið saman
uin að lcikhúsið geli boðið, og
hann ræður fyrst um sinn að-
eins til eins árs. Ef þessir menn
vilja leikhúsinu liið besta, þá
fara þcir til þeirra sem best liafa
leikið þó það sjeu mörg ár síðan
og leita fyrir sjer, hvort þeir
vilji gera samning við leikhúsið,
og leika þar fyrir það, sem leik-
lmsið hefir ráð á að bjóða, og
þessari leit halda þeir áfram
þangað til þeir hafa fengið 10—-
12 aðallcikendur við leikhúsið,
og svo byrja þeir að semja við
aukaleikara, sem þeir binda við
leikhúsið með 900—1200 krón-
um á ári, en sem eiga að ganga
fram i skörðin, eða upp í aðal-
leikendatöluna síðar. Ekkert leik-
hús, sem á að fylla 2—3 kvöld i
viku og leikur sjónleilcinn 3—4
kvöld kemst af með minna en
20—24 leikendur.
Eitt verður ávalt vafasamt, og
það er hvort leilchús í ekki stærri
bæ, en Reykjavík er nú, getur
liaft hljómsveit til að skreyta sig
með nema stöku sinnum, þó það
sje styrlct.