Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 15

Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 9 Bessastaðir. Frá v.: Kirkjan, húsið oq peningshús. sjálfum honum í herklæðum, er nú múruð inn í norðurvegg Bessastaðakirkju, í kórnum. Henrik Krag og Kristoffer Valkendorf voru aðeins stuttan tíma í embætti, Valkendorf að- eins tvö ár. Hann kemur mikið við sögu Danmerkur á þeim tíma og var m. a. liirðstjóri yfir Bergenhus og Vardö í Noregi og stundum er (ranglega) við hann kendur Valkendorfsturn- inn á Bergenlius, sem eftirmað- ur lians, Bosenkrantz, ljet byggja. En þessi sanii Valken- dorf reisti sjer minnisvarða í Kaupmannahöfn með stúdenta- hústaðnum, er liann stofnaði þar. Eftir liann varð Johan 1 Bucholt höfuðsmaður, sá er mestri rangsleitni þótti beita við Guðhrand Hólahiskup í Morð- brjefamálinu sæla. Bikti hann hjer nær 30 ár og ljet af em- bætti einu eða tveim árum fyrir aldamötin 1600. Ilerluf Daa eða „Herleg dáð“ eftirmaður lians, er liinsvegar einkum kunnur af skiftum sínum við Odd Skál- holtsbiskup og var talið, að liann hefði ætlað að drepa bisk- upinn á eitri. Heni’ik Bjelke, einn af af- hurðamönnum samtíðar sinnar var hjer höfuðsmaður að nafn- inu til árin 1649—1683, en dvaldi lengstum erlendis en hafði lijer umboðsmenn, suma ærið illa þokkaða, ekki síst Tómas Niku- lásson „skögultönn“. Til dæmis um, hve illa þokkaður liann var má nefna, að er ávæningur harst af því, að hann liefði druknað á skipi við Akranes, sagði kona, sem átti tvo syni sína á skipinu: „Guð almáttugur gefi, að þessi frjett sje sönn.“ Hún kaus liekl- ur að missa synina tvo en að Tómas lifði. En Brynjólfur bisk- up sagði, er hann frjetti um druknunina, að nú liefði drott- inn gert góða landhreinsun. Heidemann, sem varð landfó- geti og æðsti maður landsins 1686 varð einkum frægur fyrir það, hve miklum sköttum liann gat rakað saman, því að sagan sagði, að hann hefði flutt með sjer fjögur liestklyf af pening- um er hann livarf hjeðan eftir fárra ára vist. Eftir liann kem- ur Kristján Miiller amtmaður, ei dvaldi hjer 1688 til 1707 en hjelt embættinu þó til dauða- dags, 1720. Er liann kunnastur af „Kríumálunum“ svonefndu. Með næsta amtmanni, Niels Fuhrmann skiftir heldur um til þess betra og með Magnúsi Gíslasyni lögmanni, sem varð fyrstur íslenskra manna amt- maður á Bessastöðum (1757) rofar mikið til. Hann dó árið 1766, þá 62 ára gamall, en frá lians tíð er hús það, sem enn stendur á Bessastöðum, lítið breytt hið ytra, nema að því leyti að kvistur hefir verið settur á það. Hið innra liafa miklar breytingar verið gerðar á hús- inu, eins og skiljanlegt er af þvi, að það liefir hæði verið notað til íhúðar og skólahalds m. m. — Kirkjan á Bessastöð- um er nokkuð yngri, það var hyrjað á byggingu hennar laust l'yrir 1780 og fullger varð liún ekki fyr en árið 1823. Er hún stór á íslenskan mælikvarða, enda hygð utan um kirkjuna sem fyrir var, og hún látin standa meðan nýrri kirkjan var í smíðum. 1 kirkjugólfinu er m. a. legsteinn Magnúsar amt- manns og konu hans. Það verður eigi skilist svo við liið „útlenda tímabil“ í sögu Bessastaða að eigi sje vikið að liinum sögulega stað í Bessa- staðanesinu, Skansinum svo- nefiula. Svo sem öllum er kunn- ugt heimsóttu sjóræningjar frá Alsir Bessastaðaseilu í hinni minnisverðu för sinni til ís- lands árið 1627 og lögðu á tveim ur skipum inn á Seiluna, sem er vík ein suður úr Skerjafirði og tekur við útrásinni úr Bessa- staðatjörn. Annað skipið rendi á grunn og losnaði ekki fyr en ræningjarnir liöfðu flutt fang- ana úr skipinu í hitt. Stóð lengi á þeim flutningum, en ekki þorði höfuðsmaður að ráðast á sjóræningjana, sem þó liefði ver- ið í lófa lagið. Hlaut liann á- mæli af þessu og atburðurinn sýnir, live mikil vörn lands- mönnum var að danska valdinu á Bessastöðum. Þetta varð þó til þess, að vígi eitt eða „skans“ var setl við seiluna, þar sem Bessastaðatjörn rennur i hana, og sjást rústirnar enn í dag, ásamt steinvegg úr gömlum bæjarhúsum, því að þarna varð hjáleiga, sem nefnd var skans- inn, og bjó þar síðastur Óli Skans, sá sem kunnur er af landfleygri vísu. Fallbyssurnar úr skansinum voru fluttar í „Batteríið“ á dögum Jörundar hundadagakonungs, en kúlur hafa fundist þarna í rústunum fram á síðustu áratugi. Með flutningi Latínuskólans frá Reykjavík til Bessastaða hefst merkt tímabil i sögu Bessa- siaða, gjörandstætt hinu fyrra. Skólinn hafði verið í hinni mestu niðurlægingu í Reykjavík, sem þá var danskur selstöðuverslun- arhær og óþjóðlegasli staðurinn á landinu. Skólinn var haldinn á Bessastöðum frá 1805 til 1846, við harðan kost og lítil þægindi að vísu, en þarna fengu vegar- nestið allir þeir ágætismenn, sem mestu rjeðu um vjðreisn íslands á 19. öld, svo sem Fjöln- ismenn, Baldvin Einarsson og Jón Sigurðsson, svo að nokkur nöfn sjeu nefnd þó að mörg íleiri mætti nefna. Og lærifeð- urnir á Bessastöðum cru hinir miklu meistarar íslenskrar tungu Hallgrímur Sclieving og Sveinbjörn Egilsson ásamt þeim manni, sem unnið liefir íslenskri landafræði mesta stórvirkið: Birni Gunnlaugssyni. Og þarna á Bessastöðum fæð- ast skáldin Benedikt Sveinbjarn arson Gröndal og Grímur Þor- grímsson Tliomsen, sonur skóla- íáðsmannsins og gullsmiðsins. Eins og skólinn setti svipinn á staðinn fyrri liluta síðustu ald- ar gerði skáldið það seinni hluta liennar. Hann kaupir Bessastaðina úr konungseign árið 18(>7, endurheimtir þá úr greipunum, sem þeir höfðu ver- ið í síðan Snorra leið, eða i 626 ár. Þegar Gríniur settist að á Bessastöðum var hann að vísu cnn innan við fimtugt, en liafði þó dvalið erlendis alla mann- dómstíð sína og var víðförulli og fjölreyndari en títt er um Is- inga. Hann hýr á Bessastöð- um lil dauðadags, sem skáld og hændahöfðingi og tók auk þess virkan þátt í stjórnmálum, en hatl þar aldrei „hagga sína sömu hnúlum og aðrir sam- ferðamenn,“ enda varð stjórn- málastarfsemin ekki lil þess að auka honum vinsældir. En skáldið lifði stjórnmálamann- inn og Grímur Thomsen á Bessastöðum lifir, meðan ís- lendingar kunna að meta djúpa lmgsun og íslenska tungu. Skúli Thoroddsen keypti Bessa- slaði að Grimi látnum. Þá settist þjóðmálahetjan i bóndasætið á Bessastöðum, fyrverandi sýslu- maðurinn, sem orðið hafði fyrir rangsleitni valds, sem enn var ekki orðið íslenskt. Skúli setli prenlsiniðju á staðinn, flutti hana með sjer vestan frá ísa- firði og gaf út Þjóðviljann. Við- dvöl Skúla á Bessastöðum varð ekki löng. Hann fluttist til Reykjavikur og seldi jörðina og mun ef til vill liafa þótt það of umsvifamikið að liafa búskap- inn í ofanálag á ritstjórnarstörf og stjórnmála. En Prentiö heitir örnefni skamt frá húsinu á Bessastöðum, sem er til minja um tíð Skúla. Og meðal mann- anna, sem unnu að prentverki Skúla er Jón Baldvinsson, síðar forustumaður Alþýðuflokksins. Frh. á bls. 43. . Nýi húsbóndinn á Bessastöðum i bæjardgrunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.