Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1940, Qupperneq 16

Fálkinn - 20.12.1940, Qupperneq 16
10 F Á L K I N N Þormóður Toríason sagnaritari - Þormóffur Torfason sagnaritari. íslendingurinn Þormóður Torfason dvaldi lengst af æf- inni á eynni Körmt við Haugasund og andaðist þar í hárri elli árið 1719. Fyrir fjórum árum settu Norðmenn hon- um minnisvarða í Koparvík á Körmt, á 300 ára afmæli hans, og við afhjúpun varðans flutti DIDRIK ARUP- SEIP prófessor ræðu þá, sem fer hjer á eftir. Gefur hún hugmynd um hverjum augum Norðmenn líta á æfistarf Þormóðs. ^|7ÝÐ höfum safnast lijer sam- ^ an í dag til að minnast manns, sem lengi vel átti mest af landinu, sem þessi kaupstað- ur Iiefir hygst á. Hann átti hjer heima í 54 ár, en var langt að kominn. Hann var ekki Norð- maður en gaf eigi að siður Nor- egi æfistarf sitt. Hinn 27. maí í ár eru liðin 300 ár síðan Tormod Torfæus, eða Þormóður Torfason, sem var skírnarnafn hans, fæddist i þennan lieim í Effersey við Reykjavík. En árið 1665 kom hann í fyrsta sinn hingað í Körmt og lijer dó hann árið 1719, nær 83 ára gamall. Hann er grafinn í Ögvaldsneskirkju, sem þá var jafnframt liöfuð- kirkja Koparvíkur og Stangar- lands. Hingað kom hann sem konunglegur emkættismaður, hann átti að hafa einskonar um- sjón með reikningshaldi fógeta og annara embættismanna. Það var fyrir tilviljun að hann sett- ist að hjerna, því að embættí hans náði yfir alt Stavangurs- stifti hið forna, en í því var einnig Þelamörk. Fyrst í stað sat hann í Rristjánssandi. En innan skamms kom hann liing- að að Stangarlandi og hjer var ekkjan Anna Stangeland, sem sat í búi eftir mann sinn Ivar Lem, er hafði verið ráðsmaður klaustureignanna á Útsteini og langömmubróðir Lúðvíks Hol- herg. Torfæus var þá nær þrít- ugu og leist vænlegt að biðja ekkjunnar. Segir hann sjálfur að ástæðan til að liann leitaði kvonfangs liafi verið sú, að hann vildi „eignast fast athvarf og lífvænlegt lífsuppeldi.“ Ekkj- an tók honum og þau giftust 9. júlí 1665, fáeinum mánuðum eftir að hann kom til Noregs. Voru hjónin gefin saman í Kop- arvík. Þó að staðurinn væri all- langt þaðan, sem rás viðburð- anna var örust, má þó minna á, að hann var í miðri siglinga- leiðinni norður með landi. Ýmislegt vitum við um Torfæ- us og æfi hans hjer á Stangar- landi. Koparvik var ofurlítill lendingastaður milli Stangar- lands og Austurvogs og oft hef- ir Torfæus áreiðanlega lcomið hingað niður i „voginn“, sem staðurinn hefir verið kallaður í daglegu tali, þá eins og nú. Torfæus var maður skapríkur og vildi ekki láta ganga á rjett sinn. Við höfum fyrir satt, að hann eignaðist ekki eingöngu vini. En ýmislegt gott er af lion- um sagt. Þannig bjargaði hann eitt sinn konu frá galdrabálinu. Þuríður Jóhannsdóttir frá Litla- sundi var sökuð um galdra, en Torfæus tók upp vörn fyrir liana og tókst að bjarga henni. Islendingur einn kom til Kop- arvikur 1726, sjö árum eftir lát Þormóðs.Þar sá hann sex ára gamlan dreng, sem heitinn var eftir Torfæusi. Móðir lians liafði verið i vist hjá Þormóði og ljet drenginn heita eftir honum, því að hann „var elskaður o,g virt- ur af öllum“, segir hann. „Jeg sá í Koparvíkinni sex vetra gamlan pilt er hjet Thormod, heitinn eftir Þormóði. Faðirinn hjet Hein, en móðirin hafði þjónað Þormóði,“ segir islenski komumaðurinn. Hann segir og, að Þormóður hafi hjargað ýms- um frá að lenda á vergangi. Og hann ber vin Þormóðs, Árna Magnússon, fyrir því, að Þor- móður hafi átt fáa sjer líka að hjálpsemi og gestrisni. Það lá nærri, að ofsi Þor- móðs yrði honum að meini einu sinni. Árið 1671 hafði liann tek- ist ferð á hendur til íslands, sem hann sá þá i síðasta sinn. Þegar liann fór utan aftur varð liann að taka skip, er ætlaði til Amsterdam. Þar tók liann svo annað skip til Kaupmannahafn- ar, en það strandaði við Skagen. Bjargaðist hann og fór nú land- leiðis til Árósa. Þaðan fór hann sjóleiðis áfram áleiðis til Kaup- mannahafnar, en lenti í veður- ofsa og varð að ganga í land á Sámsey. Þar bar það við, að druknir menn gerðu honum ó- skunda um miðja nótt svo að hann varð að grípa til vopna til að verjast. í ofsanum rak hann íslending einn i gegn. Sorens- skrifari staðarins dæmdi hann til dauða fyrir manndrápið, en málinu var visað til konungs af æðri rjetti og náðaði konung- ur Þormóð. En stóra sekt varð hann að greiða og standa op- inberar skriftir í kirkju i Kaup- mannahöfn. Hann kom ekki aftur að Stang- arlandi fyr en í árslok 1673 og hafði þá verið fjarverandi i hálft þriðja ár. Drápsmál Þor- móðs sýnir að hann var maður ekki gætinn og kom það fram oftar. En liann var þannig skapi farinn að einn af löndum hans, Jón Eríksson konferensráð lýs- ir honum sem manni, er var „fullur af eldi og kátínu“. Og það voru ekki aðeins börn, sem skírð voru í höfuðið á lionum. Fridtjov Övrehö, sem hefir tínt saman það sem fólk hjer um slóðir vissi um Torfæus, segir að skip hafi verið til fram und- ir 1880, sem báru nafn hans. En alt þetta, sem jeg hefi nú drepið á, hefir ekki gefið okkur tilefni til að safnast saman hjer í dag. Stangarlandshreppur og Koparvík liefðu ekld reist Þor- móði líkneski fyrir að frelsa saklausa konu frá báli eða bjarga fátæklingum frá ver- gangi. Og það hefði heldur ekki verið hægt, þvi að ef liann hefði ekki gert neitt merkara þá mundi enginn vita nú hvemig Þormóður leit út. En ástæðan til þess að menn vita hvernig liann leit út. er starf það er hann vann fyrir alt landið. Við verðum að hugleiða hvernig ástatt var í Noregi í þá daga. Land vort var eins og bif- reið með bilaðan hreyfil, sem dregin er af annari bifreið. Við höfðum ekki stjórn okkar eigin lands. Við vissum litið um okk- ar eigin sögu. Það var íslending- urinn Snorri Sturluson, sem í gamla daga bjargaði sögu vorri fyrir okkur, og það var Islend- ingur, sem tók upp þetta starf þar sem fyr var frá horfið. Torfæus hafði fengið lausn frá fyrra staríi sínu, sem einskonar fjárhaldsmaður í biskupsdæm- inu. En i staðinn hafði hann verið skipaður „konunglegur norskur historiograf“ og var embættið jafngilt prófessorsem- hætti. Honum hafði verið falið að kenna sögu Norégs og skrifa um hana. Það var enginn norsk- ur maður fær um i þann tíð. Og Torfæus fjekk að láni hingað til Karmtar margar af hinum dýrmætu skinnbókum úr bóka- safni konungs, sem geymdu

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.