Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1940, Qupperneq 31

Fálkinn - 20.12.1940, Qupperneq 31
F Á L K I N N 25 Hirðarnir við jötu barnsins Jesú í Betlehem. Fríðiir á jiöröo RIÐARINS guð, in hæsta hugsjón min, höndunum lyfti eg í bæn til þín! Kraftarins faðir, kraftaverkið gjörðu: Gefðu mjer dýrðar þinnar sólarsýn, sigrandi mætti gæddu Ijóðin mín, —- sendu mjer kraft að syngja frið á jörðu! Kærleikans guð, af sál mjer sviftu hjúp, sjón minni birtu lífsins eymda-djúp, þaðan, sem andvörp þúsundanna stíga! Sjá, fætur þína tárin titra við, tindrandi augun mæna’ og biðja’ um frið, —- friðarins dögg á hrjóstrin láttu hníga! Spekinnar guð, lát spádómskraftinn þinn spakmálum þínum göfga anda minn. birtu mjer lágum það sem hylst þeim háu: kærleikans undra-mátt, — við hljóm og hreim hörpunnar minnar, láttu af krafti þeim huggast og gleðjast hina smáðu’ og smáu! Friðarins guð, eg finn þitt hjarta slá föðurmilt, blítt og sterkt í minni þrá, Brennandi þrá að mýkja meinin hörðu. Því finn eg minum vængjum vaxa flug, viljanum traust og strengjum mtnum dug til þess að syngja, — syngja frið á jörðu! (Formáli fijrir Ijóöasafninu >> Friður á jörðu“). Guðm. Guðmundsson.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.