Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1940, Side 34

Fálkinn - 20.12.1940, Side 34
28 F Á L K I N N Jolaleikir. Fingragildra. Þið fáið ykkur stífan skrifpappír, svo sem 15x30 c»n. langan. 1 hann klippið þið svo tvœr langar rifur. Síðan er blaðið vafið upp, þannig, að úr verður sivalningur, og er byrj- að að vefja upp frá þeim endanum, sem rifurnar eru. Sívalningurinn á að vera þannig, að 12—13 milli- metra breitt gat sje í gegn. Siðan er hinn endinn límdur fastur og límið látið þorna. Ef þið eigið nú einlivern fingra- fiman kunningja, sem kemur i heim- sókn á jólunum, þá ættuð þið endi- lega að sýna honum töfrabragð. — Biðjið hann að stinga báðum vísi- fingrum inn í götin á sívalningnum. Honum mun reynast erfitt að losa fingurna nema þið hjálpið honum, og mundi lionum ekki þykja það trúlegt. Töfraaskjan. Fáið ykkur sívala blikköskju og dragið tvöfalt gúmmí-band gegnum tvö göt, sem gerð eru i botninn á henni. Takið svo járnstykki, t. d. þunga ró, og bindið í snúruna inni í öskjunni. Dragið síðan teygjuna út um göt á öskjunni og bindið endana saman og herðið dálítið á. Sje nú öskjunni velt á gólfinu, snýst upp á teygjuna vegna róarinnar, sem inn- an í er. Þegar hún staðnæmist, snýr teygjan ofan af sjer aftur og fer þá alt af stað á nýjan leik, og mun litla fólkið skemta sjer prýðilega við það. Þumalfingurinn tekinn af! Beygðu báða þumalfingurna og legðu þá saman eins og sýnt er á mynd I—II. Svo skaltu fela „sam- skeytin“ með vísifingri hægri hand- ar. III. Snúðu síðan höndunum að áhorfendum, færðu hægri hendina út eftir visifingri vinstri handar, og svo sömu leið til baka. Þetta lítur út eins og fremsti liður vinstri þum- alfingurs sje tekinn af og settur á að nýju. Dansandi brúða. í þennan leik má nota venjulega brúðu, eða þá að þið rissið teikn- inguna upp á þykkan pappa eða krossvið. Aftan á brúðuna er límd eða saumuð gúmmílykkja, sem hægl er að stinga vísifingri og löngutöng hægri handar í. Þessir tveir fingur eru fætur brúðunnar. Best er að búa til skó á „fæturna“ úr pappír og lita þá. Enda þótt svona brúður sjeu ætl- aðar til skemtunar fyrir smábörn, liafa fullorðnir líka gaman af þvi að sjá þær leika listir sínar. Það er furðu eðlilegur dans. Hver kemur flestum spilum í hattinn? Svo skuluð þið stofna til sam- keppni um, hver getur kastað flest- um spilum niður í hatt, sem er lát- inn standa i li. u. b. tveggja metra fjarlægð. Ef þú tekur utan um spilið eins og sýnt er á mynd a og kastar því siðan eins og sýnt er á b, aðeins með afli fingranna, þá muntu á- reiðanlega bera sigur úr býtum og hljóta lof fyrir hæfni. „Jón sterki“. Sá, sem leikur þetta bragð, verð- ur að vera í langerma skyrtu og treyju. Hann bindur tvo hringa eða handföng sitt í hvorn enda á sterku snæri eða reipi. Hann dregur svo endana gegnum ermarnar á treyju sinni og heldur í hringana. Snærið sjest ekki fyrir treyjunni. Siðan fer liann inn í stofuna ’til áliorf- enda og býður tveimur sterkum mönnum að togast á við sig. Þeir rembasl svo hver sem betur getur, en fá ekki rönd við reist og undrast afl andstæðingsins. Klippið ykkur langa pappírsræmu, hún á að vera 15 cm. breið. 1) Vefjið hana upp, en ekki of fast. 2) Klippið nokkrar rifur, svo sem niður í miðjan sívalninginn. 3) Vætið vísifingur og stingið hon- um niður í miðjan sívalning, dragið instu lögin varlega út, en gætið þess að halda vel um neðri liluta sívalningsins. 4) Og bráðlega mun allra fallegasta jólatrje koma i ljós.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.