Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 34

Fálkinn - 20.12.1940, Blaðsíða 34
28 F Á L K I N N Jolaleikir. Fingragildra. Þið fáið ykkur stífan skrifpappír, svo sem 15x30 c»n. langan. 1 hann klippið þið svo tvœr langar rifur. Síðan er blaðið vafið upp, þannig, að úr verður sivalningur, og er byrj- að að vefja upp frá þeim endanum, sem rifurnar eru. Sívalningurinn á að vera þannig, að 12—13 milli- metra breitt gat sje í gegn. Siðan er hinn endinn límdur fastur og límið látið þorna. Ef þið eigið nú einlivern fingra- fiman kunningja, sem kemur i heim- sókn á jólunum, þá ættuð þið endi- lega að sýna honum töfrabragð. — Biðjið hann að stinga báðum vísi- fingrum inn í götin á sívalningnum. Honum mun reynast erfitt að losa fingurna nema þið hjálpið honum, og mundi lionum ekki þykja það trúlegt. Töfraaskjan. Fáið ykkur sívala blikköskju og dragið tvöfalt gúmmí-band gegnum tvö göt, sem gerð eru i botninn á henni. Takið svo járnstykki, t. d. þunga ró, og bindið í snúruna inni í öskjunni. Dragið síðan teygjuna út um göt á öskjunni og bindið endana saman og herðið dálítið á. Sje nú öskjunni velt á gólfinu, snýst upp á teygjuna vegna róarinnar, sem inn- an í er. Þegar hún staðnæmist, snýr teygjan ofan af sjer aftur og fer þá alt af stað á nýjan leik, og mun litla fólkið skemta sjer prýðilega við það. Þumalfingurinn tekinn af! Beygðu báða þumalfingurna og legðu þá saman eins og sýnt er á mynd I—II. Svo skaltu fela „sam- skeytin“ með vísifingri hægri hand- ar. III. Snúðu síðan höndunum að áhorfendum, færðu hægri hendina út eftir visifingri vinstri handar, og svo sömu leið til baka. Þetta lítur út eins og fremsti liður vinstri þum- alfingurs sje tekinn af og settur á að nýju. Dansandi brúða. í þennan leik má nota venjulega brúðu, eða þá að þið rissið teikn- inguna upp á þykkan pappa eða krossvið. Aftan á brúðuna er límd eða saumuð gúmmílykkja, sem hægl er að stinga vísifingri og löngutöng hægri handar í. Þessir tveir fingur eru fætur brúðunnar. Best er að búa til skó á „fæturna“ úr pappír og lita þá. Enda þótt svona brúður sjeu ætl- aðar til skemtunar fyrir smábörn, liafa fullorðnir líka gaman af þvi að sjá þær leika listir sínar. Það er furðu eðlilegur dans. Hver kemur flestum spilum í hattinn? Svo skuluð þið stofna til sam- keppni um, hver getur kastað flest- um spilum niður í hatt, sem er lát- inn standa i li. u. b. tveggja metra fjarlægð. Ef þú tekur utan um spilið eins og sýnt er á mynd a og kastar því siðan eins og sýnt er á b, aðeins með afli fingranna, þá muntu á- reiðanlega bera sigur úr býtum og hljóta lof fyrir hæfni. „Jón sterki“. Sá, sem leikur þetta bragð, verð- ur að vera í langerma skyrtu og treyju. Hann bindur tvo hringa eða handföng sitt í hvorn enda á sterku snæri eða reipi. Hann dregur svo endana gegnum ermarnar á treyju sinni og heldur í hringana. Snærið sjest ekki fyrir treyjunni. Siðan fer liann inn í stofuna ’til áliorf- enda og býður tveimur sterkum mönnum að togast á við sig. Þeir rembasl svo hver sem betur getur, en fá ekki rönd við reist og undrast afl andstæðingsins. Klippið ykkur langa pappírsræmu, hún á að vera 15 cm. breið. 1) Vefjið hana upp, en ekki of fast. 2) Klippið nokkrar rifur, svo sem niður í miðjan sívalninginn. 3) Vætið vísifingur og stingið hon- um niður í miðjan sívalning, dragið instu lögin varlega út, en gætið þess að halda vel um neðri liluta sívalningsins. 4) Og bráðlega mun allra fallegasta jólatrje koma i ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.