Fálkinn - 20.12.1940, Síða 47
F Á L K I N N
41
EINN AF VETRARHÖTTUNUM.
Hann er úr kornbláum flóka og
er borinn hátt uppi á liöfðinu og
festur með slaufu í linakkanum.
NÝJAR LÍNUR.
Þessi kjóll, scm er breiður yfir
mjaðmirnar, er gerólíkur kjólum,
sem við höfum át't aS venjast. ÞaS
litur út fyrir aS breiSu axlirnar,
sem hafa veriS svo lengi í tísku, sjeu
aS liverfa fyrir vídd um mjaSmirnar.
Jólamaturinn.
Eftir Eiisabetu Guðmundsdóttur
Jóla matur.
1. Brún súpa.
2. Steik (úr beinlausu dilkalæri).
3. Vanilje ís.
eSa
1. Suppe á La Douglas.
2. Hryggjasteik.
3. Parfait (Skum-is).
Undirbúningur og tilbúningur
brúnsúpu.
(Fyrir 12 manns).
Til að geta búið til góSar kraft-
súpur er aSalatriSiS að sjóSa góð
kraftsoS. Hyggilegt er aS fá keypt
bein lijá kjötkaupmanni sínum, eða
aS kaupa kjötlæri,, rista vöSvana frá
leggjum, höggva siðan beinin niSur
eSa saga. BrúniS smjör í polti, lireins-
iS 2—3 gulrætur, 3 meSalstóra lauka
saxiS þetta niður í þunnar sneiSar
og brúniS þetta í brúnaSa smjörinu
ásamt beinunum. Þegar þetta er orS-
iS failega brúnt helliS þið hjer um
1
Barnapeysa.
Efni:
28. gr. af livítu, 140 gr. af bláu,
þríþættu ullargarni, 2 prjónar nr. 3
og 2 nr. 2Vz, 5 sokkaprjónar.
Aðferð:
Bakið: ByrjiS aS neSan, fitjiS upp
82 1. úr bláa garninu á pr. nr. 2Ví?
og prjónið eina rjetta og eina
brugSna þar til komnir eru 7 cm.
PrjóniS síSan sljett prjón á prjóna
nr. 3, fyrst 10 pr. af bláa garninu
og svo 2 pr. af hvíta garninu. Þeg-
ar komnir eru 26 cm., eru feldar af
6 1. á hvorri iiliS fyrir handvegun-
um. PrjóniS þar til handvegirnir
eru 14 cm., dragiS þá 26 1. í miSj-
unni, upp á spotla og felliS af á
öxlunum í fjórum umferðum.
Brjóstið: ÞaS er prjónað eins og
bakiS, þangað til handvegirnir eru
10 cm., þá eru 16 1. í miðjunni dregn-
ar upp á spotta og önnur öxlin er
prjónuð á eftirfarandi hátt: Prjónið
2 1. saman, við hálsmálið, á öðrum
hverjum prjóni, þar lil 22 1. eru eftir
á öxlinni. Þegar handvegurinn er
14 cm., er felt af á öxlinni í fjórum
umferðum. Hin öxlin er prjónuð á
sama hátt.
Ermarnar: Fitjið upp 46 1. af bláa
garninu á prjón 3%. PrjóniS eina
rjetta og eina brugðna, þar til komn-
ir eru 9 cm. PrjóniS síðan áfram
rendurnar á prjóni nr. 3 og aukið
einnig einni 1. i á 8. hverjum prjóni,
þangað til eftir eru 64 1. Þegar komn-
ir eru 33 cm., eru feldar af 6 1. á
hvorri lilið á 8. hverjum prjóni, og
síðan byrjar hver prjónn meS þvi
að fella úr eina 1. þar til eftir eru
16 1., sem teknar eru allar í einu.
Þessi peysa er mátuleg á 5—6 ára
barn.
bil 4 litrum af vatni, látið í þetta salt
eftir bragði, sósulit og framan á
teskeið paprika. Sjóðið þetta i nokkra
kl.tima og látið síðan beinin standa
í soðinu til næsta dags.
Næsta dag takið þið soðið. sigtið
það gegnum fínt, þjett ljereft, takið
125 gr. smjörs, látið það bakast upp
með 125 gr. hveiti og þynnið það
út meS þessum 4 1. af seiðinu. Til
bragðbætis lætur maður Sherry út í
eftir bragði. Ef viðkomandi húsmóðir
vill liafa mikið við, má hafa pocher-
uð, egg eða liarðsoSin egg, litla fiski-
bollu eða asparges. Ein tegund er
nægileg.
Steikin.
Vöðvarnir af kjötlærinu eru notað-
ir á þann hátt, að svolillu af salli er
stráð inn i það. Kjötið síðan vafið
upp og vafið þjett saman með segl-
garni. Steikarofn er vel upphitaður,
afar lítil feiti látin í botninn á steik-
arapönnunni, salti stráð utan á kjöl-
ið og þetta steikt lijer um bil 1.
kl.stund. 3%—4 kg. nægilegt fyrir
12 manns..
Heitu vatni er helt smátt og smátt
yfir kjötiS, þegar það fer að brún-
ast, go’tt að væta það með 10 mínútna
millibili þegar búið er aS hella seyð-
inu yfir kjötið, sem ætlast er til að
sje nóg í sósu. Er þá tekin stór súpu-
skeið af kraftinum. ausið úr skúff-
unni yfir kjötið með vissu millibili
uns steikin er meyr, kraftinum er
helt í pott og jafnað með hveiti
jafning eftir þörf. Sósulit, salt, eftir
vilja.
Frh. á bls. 43.