Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 11
I 0 Ljóð af himní HINN SÍGILDI JÓLASÁLMUR Dýrð sé Guði í wpvhœöum, friður á jörðu, vélþóknun Guðs yfir mönnunum. R hægt að skynja djúy og hæð þessa litla Ijóðs. Það er elst allra jólasálma. Það er eiginlega móðir állra kristi- legra sálma. Það er hinn gullni Draupnir, sem af hafa dropið höfgar döggv- ar himins um gerválla jörð. Og þó heldur það reisn sinni. Það er elst og þó yngst. Það geymir ei- lífðina í hverjum stafkrók. Það varðveitir stjörnuglæsta fegurð i hverju orði. Það er tvö þúsund ára, en mun þó til heyra framtið mannkyns eftir mörg þúsund ár. Það er stytsta Ijóðið, sem þú kannt, án rims og Ijóðstafa eins og atómljóð nútímans, en hefir fætt af sér dýrustu stuðla og helgasta rím, sem mannshug hefir tekist að framleiða. Það á engan höfund. Sungið af englum, lært af smölum, hyllt af spekingum. Það ómaði fyrst í álkyrrð bjartr- ar austrænnar nætur, og hljóm- arnir bárust með bergmálsstrengj- um hamranna inn í asnahelli. Það felur í sér andstæður og fjar- stæður likt og sálaröldur heilla þjóða, heilla kynslóða, og samt getur smábarn sagt það á broti úr minútu. Það er i senn ósk og bæn mannkynsins, þess heitasta bcen, þess æðsta ósk. Og um leið er það andvarp, sem berst til himins i formi lofsöngs og þó komið af himni. Það er leyndardómur him- ins og jarðar i senn. Lítið hvítt Ijóð sakleysis og vonjx, ástar og tílbeiðslu, trúar og unaðar. Fegurst allra Ijóða. Perl- an, sem gefur öllum hinum eitt- hvað af sinum Ijóma. Hver getur hlustað á það án hrifningar, án angurbliðu minn- inganna i barmi sér, án þess að tár læðist fram í augun, þótt ekki væri nema brot úr sekúndu, af því tiskan bannar tæknibarni tuttugustu áldar álla viðkvæmni. Efni Ijóðsins, hin æðsta von mannkynsins, þess helgasta trú. „Dýrð Guðs“, állt mannlegt í einum farvegi, til að leiða hana i Ijós, flytja hana til jarðar i hverja sál, hvert hús. Hin guð lega þrá listamannsins, sem vill verja gáfum sínum, kröftum og snilli til að gefa lífinu sem mest af fegurð i orðum, litum og tón- um, linum og Ijóðum. Dýrðleg musteri, tignarlegar höggmyndir, unaðslegir tónar, allt á rót sina i fyrstu Ijóðlinu hins fyrsta jóla- sálms. Bæn hins nýlátna, guðinn- blásna, islenska snillings, Einars Jónssonar árið 195Jt. „Allt Guði til dýrðar“, er líkt og viðlag við upphafsorð englanna á Betlehems- völlum árið 1. Eða framháldið næsta Ijóðlína, þrjú stutt orð: „Friður á jörðu“. Fyrir augum svífa andstœðurnar, hervirki grimmdar og tortiming- ar, sem hrokinn, váldið og hræðsl- an hafa hlaðið. Og svo reikar hugurinn til ráðstefna og þinga, nefnda og stórmenna, en dvelur síðast hjá sárliryggri móður, sem verður að senda einkason sinn i her. Öll göfugasta viðleitni og lieit- asta þrá mannlífs krystállast i þessum þrem orðum. Bæn af tug- milljónum vara og upplyftar hend- ur til himins, gefa þessum þrem orðum kraft til að verða æðsta og stærsta ósk mannkyns i dag og enn um ókomna daga. Heit bylgja líður um hjörtun, heilög vongleði Ijómar í augunum. Bæn- in verður að söng, sem stigur hærra og hærra uns jörðin glit- ast í geislum friðar af dýrð Guðs í upphæðum. „Og velþóknun Guðs yfir mönn- unum“. Bros Ijómar yfir ásjónu kærleikans sem i árdaga meðan saklaus Edensgleði ríkti á jörð- unni. Velþóknun og föðurgleði verða aðaldrættirnir í ásjónu sannleikans. Réttlætið skin eins og sól, og fegurðin ríkir ein yfir einingu og samræmi, sem tekist hefir að móta i menningu jarðar. Þannig lýsir hið eilífa Ijóð af liimni föðurgleði Guðs yfir börn- um sinum i heimi dýrðar og friðar. Engin furða þótt slíkur sálmur hvetji tónskáld og Ijóðskáld til starfa ár eftir ár og öld eftir öld, svo að þau titra af sköpunarþrá. En munið það menn og konur og börn, að þetta Ijóð var sungið af englum til að fagna komu Jesú Krists, sem kom til að færa mennina nær föðurhjarta Guðs, svo gð þeir gætu notið dýrðar af hæðum, friðar á jörðu og gleði Guðs yfir menningu sinni, til þess að þeir gœtu gefið hver öðrum GLEÐILEG JÓL. Reykjavik, 2ý. nóv. 195ý. Árélíus Níélsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.