Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 36

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 36
28 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 GAMALDAGS JÓL. Frh. af bls. 27. um svo mörg hérna til þess að hjálpa yður. I>að var notalegt að láta stjana við sig, hugsaði Nelly með sér meðan hún var að drekka teið með fjölskyldunni ifyrir framan arininn. Rósa, systir Bills, hjálpaði henni til að taka upp dótið hennar og var hrifin er hún sá kjólana tvo, sem Nelly hafði keypt sér til utanlandsferðarinnar. — En hvað hann er faiiegur! sagði Rósa og hélt kóralslitum ullarkjól upp. — Þú verður að fara í þennan! Nelly fékk sting fyrir hjartað. Þenn- an kjól hafði hún keypt vegna Brents. Öli fjölskyldan hjálpaðist að við að skreyta jólatréð, og Neliy reyndi að hjáipa eftir megni með annarri hend- inni. Þegar högglarnir voru iátnir undir tréð sá hún að þarna voru jóla- gjafir til hennar frá allri fjöiskyld- unni. Hún furðaði sig á því, vegna þess að enginn átti von á henni fyrr en í gær. — Hvernig líður þér i kvöld? spurði Bili. — Ljómandi vel, svaraði hún hugs- andi. — Bill, sagði móðir hans við kvöld- i)orðið. — Hefirðu sagt Nelly frá samkvæminu? — Nei. Hann roðnaði eins og ferm- ingardrengur. — Nei, ég hefi ekki minnst á það. Það er á annan í jólum, Nelly. Mamma er vön að halda það á hverjum jólum, í skólanum niðri i ])orpinu. Þú verður vafalaust flekuð til að koma þangað og hjálpa til. Ég luigsa að það verði kringum sextíu gestir í ár. — Ó, er það barnaboð? sagði Nelly. — Ég kann víst ekki lagið á börnum — ekki þegar þau eru mörg, að minnsta kosti. En auðvitað skal ég hjálpa til, eins og ég get. Svo varð dálitil þögn. Rósa góndi á diskinn sinn. Það komu kiprur i munnvikin. Móðir Bills horfði bros- andi á son sinn. Hann hleypti hrúnum cn sagði ekki neitt. Nelly grét sig í svefn um kvöldið — lnin sá i huganum Ann og Brent vera að dansa saman eða á gangi i tunglsljósi. Þetta eru hræðileg jól, liugsaði lnin með sér, — ég afber þau aldrei. En jóladagurinn leið rólega og nota- lega. Það hafði snjóað um nóttina, og allt var hvítt og skært er þau fóru í kirkjuna. Þegar þau fóru að búa sig undir samkvæmið á annan jóladag, fór Nelly í bláa, siða kjólinn. — Þú ert fögur eins og álfamær, sagði Rósa hrifin. — Það er engin furða þó að hann Bill ...... Hún þagnaði en brosti ibyggin. Bill beið hennar þegar hún kom niður í forstofuna. Ilún liafði aldrei séð augnaráð hans eins og það var núna — sambland af undrun og til- beiðslu. — Þú ert Ijómandi falleg, sagði hann. — Þakka þér fyrir, sagði hún og tók hendinni undir arm hans. Það hefði átt að vera Brent, sagði innri rödd. En hún vísaði henni á bug og reyndi að vera alúðleg. — Mér líður svo vel, sagði hún og leit framan í liann. — Það er alveg satt, Bill, — mér líður svo vel. Hann brosti. — Já, þér liður kannske vel, þrátt fyrir allt, sagéi liann. — Það er auðvitað ekki hægt að jafna þessu við Sviss og Brent, en það er þó betra en að hýrast alein í borginni. — En ertu nú annars alveg viss um að þú viljir fara í þetta samkvæmi? spurði hann meðan hann var að hjálpa henni í kápuna. — Við gætum farið til Cherminstcr í staðinn og farið í leikhús, ef þú vilt það heldur. — Nei, sagði hún einbeitt. — Það væri rangt gagnvart henni mömmu þinni. Mig langar til að hjálpa henni. Við skulum fara. — Eins og þú vilt, sagði liann. Á leiðinni í bílnum, inn í þorpið var hún að hugsa um Bill og þennan annarlega svip, sem var á honum. Kannske iðraðist liann eftir að liafa boðið henni heim? Kannske heldur hann að ég kvíði fyrir að vera innan um öll börnin. Hún afréð að verða eins alúðleg og hún gæti. Skólinn var fallega skreyttur græn- um greinum og pappírsfléttum en þarna voru engar glaðar barnaraddir, sem buðu þau velkomin. Fullt af fólki í leikfimisalnum — en ekki ein ein- asta manneskja undir sextugu. Hér um bil allir með grátt eða silfurhvitt liár. Það var gamla fólkið, sem móðir Bills hélt skemmtun fyrir. — Eintómt gamalt fólk! sagði Nelly undrandi. Bill kinkaði kolli. — Já, við sögðum þér ekki af því. Mamma segir að það séu svo margir, sem skemmta börn- unum um jólin, en gleymi að gleðja gamalmennin. Hún litaðist um í salnum og horfði á alla brosandi gestina. Svo leit hún aftur á Bill og nú skildi hún sam- hengið í þessu. Hann hefir verið hræddur við að bjóða mér liingað, hugsaði hún. Hann hefir kviðið fyrir því. Hann hefir haldið að mér fyndist þetta vcra fár- ánleg hugmynd. Það hefði Brent fundist! En það er bara þetta, að í rauninni er ég öðru vísi en Brent, hugsaði liún með sér, og nú fann hún að þetta var svo. Og svo sá hún í svipmyndum hvernig Brent eiginlega var. Hún mundi hve rödd hans var óþolin, er hún hafði mælst til þess að fá að fara með honum. Hann vildi ekki hafa neinn með sér, sem gæti dregið úr gleðskapnum. Ég hefi verið blind, hugsaði hún með sér — blind af ást til manns, sem aðeins vildi skemmta sér. En Bill vill mig alveg eins og ég er. Hún vissi að hún mundi ekki geta gleymt Brent í einni svipan — hún mundi þrá hann áfram. En Bill mundi verða hjá henni — traustur og viss. Bill, sem hún hafði ekki uppgötvað fyrr en nú. Hún sneri sér að honum og sagði lágt: — Mér þykir vænt um að ég fékk að fara liingað. Þetta hafa verið bestu jólin á ævi minni, Bill. Ég hefði ekki viljað missa af þeim fyrir nokk- urn mun. — Ekki einu sinni fyrir ferð til Sviss? — Nei, elcki einu sinni fyrir Brent. Skilur þú ekki hvað ég er að reyna að segja þér? Hann liorfði á roðann sem kom í kinnar hennar og sagði hægt: — Þegar ég sá þig koma niður stigann i dag skildi ég hve heitt ég elska þig. En ég hélt að það væri vonlaust. Þú hefir Brent. — Ég hafði ........ leiðrétti hún. Það var gleðiundrun í andliti hans. Hann leit á mistilteininn sem hékk yfir höfðinu á þeim, beygði sig og kyssti liana fyrir augunum á öllu fólkinu í salnum. Hann langaði til að segja svo margt en það varð að bíða. í staðinn muldraði hann: — Mér þykir svo dásamiega vænt um að þú skyldir handleggsbrotna .....nei, ég meina það nú ekki, en ..... — Ég veit hvað þú meinar, hvíslaði luin lágt. * PIA LITLA. Framhald af bls. 26. að Pia væri yfirheyrð i réttinum þegar skilnaðurinn fór fram. Og þó hann léti ekki á því bera gladdist liann þegar Pia sagði: — Hún mamma, nei — ég vil ekki heyra minnst á hana. Hún kærir sig ekki um mig og ég kæri mig ekki um hana! Það var þrái og örvænting í þess- um orðum, því að luin gat ekki skilið hvers vegna móður liennar hefði farist svona við sig. PIA FÆR EKKI AÐ FARA TIL ÍTALÍU. Svo var það einn daginn að Pia var hringd upp frá Róm. Dr. Lind- ström var ekki heima. Hefði hann verið heima þá mundi hann ekki hafa leyft Piu að svara. Nú heyrir barnið í fyrsta sinn eftir langa bið rödd móður sinnar. — Pia, elsku Pia, þú veist að mér þykir svo skelfing vænt um þig! Al- veg eins og áður. Komdu hingað til min, til Róm. Komdu og vertu hjá mér í sumar ....... Og nú blossaði ný von upp í telp- unni. Hún var fjórtán ára. Og hún hafði talað við mömmu sína. Og mömmu liennar þótti vænt um hana. Nú verður allt gott aftur! En Pia fær ekki að fara, Lind- ström óttast ef til vill að Ingrid nnini ekki sleppa henni aftur. Mexíkanski hjónaskilnaðardómurinn hafði gengið út á, að Ingrid fengi umráð yfir dóttur sinni að nokkru leyti. En Peter Lindström viður- kennir ekki þann úrskurð. Hann vill eiga Piu að öllu leyti. Og svo byrja nýir samningar. Og Pia fær ekki að sjá móður sina. „Kalda stríðið" milli Ingrid Berg- man og I.indström heldur áfram. Hún þráir dóttur sína, og hún veit lika að dóttirin þarf á henni að halda. En Peter Lindström daufheyrist við öllum bænum. Hann hefir mikið dálæti á dóttur sinni, lætur allt eftir henni, sein lnin biður um — nema eitt: henni má ekki þykja vænt um móður sina. Og Pia hefir erft skap- lyndi og metnað föður síns. Ef hún cr spurð hvort hún sakni móður sinnar þá svarar hún — Ekki vit- und! í raun réttri veit Pia ekki hvað luin á að segja eða halda. Og síst af öllu vill hún minnast á sæludag- ana, þegar móðir hennar var í Ilollywood. Til að hafa af fyrir henni fór fað- ir hennar með hana í ferðalag til foreldra sinna í Svíþjóð. En þetta gerði aðeins illt verra, því að þar minnti allt hana á móður hennar, og liún varð guggin og veikluð meðan hún dvaldist í Svíþjóð, þó að allir vildu allt fyrir hana gera. Þarna vantaði nokkuð, sem afi hennar og amma gátu ekki gefið henni. Pia Lindström hefir orðið að líða fyrir þráa foreldra sinna og ó- sáttfýsi. Hún er of ung til þess að skilja, að móðir liennar varð að hlýða kalli ástarinnar. Hún hatar en elskar þó undir niðri. Og hún er hrædd við að láta sjást, að lienni þyki vænt um móður sina, því að þá hryggir hún föður sinn. Veslings Pia. Hún verður ekki hamingjusöm fyrr en hún reynir sjálf hvað ástin er. Þangað til líður henni illa, þó að hún fái allt sem hún óskar sér. * Prestur einn lét taka eina af ræð- um sínum, sem honum þótti sérstak- lega góð, á grammófónplötu. Um kvöldið settist liann og fór að hlusta á sjálfan sig. Hann vaknaði við að verið var að syngja útgöngusálminn. BARNIÐ í JÖTUNNI. Þessi mynd er frá írlandi, en hún gæti raunar verið úr hvaða kaþólskrl kirkju sem er. Fransiskusarmunkur skýrir lítilli stúlku frá fagnaðarerindinu um fæðingu Jesúbarnsins fyrir framan barnið í jötunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.