Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 14
6 *^#^*^*^*^#>*£*>*£**^*^*^*Jk£#^*^*^* JÓLABLAÖ FÁLKANS 1954 ÚN hafði farið úr kápunni og tekið af sér hattinn frammi í ganginum og stóð nú á miðju stofugóif- inu og horfði á auða blettinn á þilinu og hlustaði á sína innri rödd. Henni hafði fundist hún vera að drýgja glæp þegar hún laumaðist niður stigann og út úr portinu, hún hafði gotið augun- um útundan sér þegar hún gekk fram strætið, eins og hún væri hrædd imi að einhver mundi þekkja hana og sjá að liún væri á leiðinni til Roths. Hún hafði gengið upp slitin stigaþrepin hjá Roth og lienni fannst líkast og liún væri að ganga niður stiga — í eins konar undirheima. Svo liafði hún gengið sömu göturnar til baka, og þá fannst henni fólk horfa á sig og skilja hvar hún hefði verið. Og henni létti þegar hún var komin heim og gat læst útihurðinni á eftir sér og vissi að þarna gátu engin forvitin rannsóknaraugu séð hana. Sem snöggvast fannst henni að nú væri þetta allt afstaðið. En nú stóð liún inni i stofunni og horfði á auða reit- inn á þilinu og hlustaði á þögla ákæru sinna eigin hugrenninga. Það var á- minning um að þetta væri nú ekki af- staðið samt, lieldur væri það nú fyrst að byrja. Hvað mundi hann Björn segja? Hann mundi auðvitað taka eftir að myndin var horfin af þilinu. Það var eigi aðeins komið tóm eftir myndina heldur var líka ferhyrndur blettur á veggfóðrinu þar sem liún hafði hang- ið, þvi að þar hafði veggfóðrið ekki litast upp. Á hverjum degi mundi þessi ferhyrningur verða þögul ákæra gegn henni fyrir það sem hún hafði gert ..... Nei, það skyldi ekki verða af því. Það kom allt í einu kapp í hana, eins og hún yrði að flýta sér að gera það. Hún fór að flytja hinar myndirnar. Það voru foreldramyndir og litmynd- ir undir gleri og í umgerð. Hún reyndi að brjóta útlínurnar á dökka blettin- um, reyndi að gera marga smáreiti úr stóra reitnum. Hún varð að ná sér i tæki, og gómarnir urðu sárir er hún skrúfaði krókana á nýjan stað. Þegar hún hafði lokið við að flytja mynd- irnar færði hún sig sem fjærst þilinu og virti fyrir sér árangurinn. En nú fannst henni allt þilið vitna gegn sér. Hún hafði drýgt glæp. Og nú hafði hún reynt að leyna lionum með nýjum glæp, hún hafði falsað allt þilið. Hún varð að setjast. Varð að reyna að hugsa skynsamlega og rólega og hlaupa ekki i gönur. Var það í raun- inni svona ljótt, þetta sem hún hafði gert. Var það ekki hún sem átti mynd- ina? Og svo hitt: hún hafði alls ekki selt hana. Hún reyndi að halda dauðahaldi i þá tilhugsun, að liún hefði ekki selt myndina, og að hún mundi koma á sinn stað á þilinu aftur. En það var ekki nema rétt í svip sem henni tókst að hugsa þannig. Aðrar hugsanir ásóttu hana og skelfdu liana. Hún hafði heyrt ýmislegt um Roth. Enginn sem fór til hans ætlaði að selja dýr- mætu munina sina, en samt fór ávallt svo að hann eignaðist þá. En hún reyndi aftur að varðveita björtu vonina. Hún hafði ekki selt Rotli myndina, og hún skyldi aldrei verða hans eign. Og yfirleitt skildi liún ekki hvers vegna fólk hallmælti Roth og hvers vegna það livíslaði allt- af nafnið lians þegar það minntist á hann. Hann hafði verið svo þægilegur. Og svo notalegur í framkomu. Hár hans var orðið svo fallega grátt, fötin fóru svo vel óg voru svo snyrtileg, röddin svo mjúk og hljómfögur. Og skrifstofan hans í gamla steinliúsinu mcð slitnu stigunum, var ekki eins og aðrar skrifstofur, sem liún hafði séð. Listaverk á veggjunum, og á gólf- inu var ábreiða — aidrei liafði luin séð annað eins — svo mjúk að það var líkast og að stíga á gras. Roth hafði horft lengi á myndina, staðið langt frá henni og rýnt. Svo hafði hann farið nær og litið á nafnið í horninu. Og svo hafði hann staðið um stund, eins og Iiann væri að reyna að rifja eitthvað upp fyrir sér. -— Hve mikið þurfið þér, hafði ijann svo spurt. Henni veittist erfitt að svara þvi. Hún varð allt í einu svo hrædd við að nefna fáránlega upphæð — livað mundi hann halda um hana? Fyr#ta tilraunin til Svars varð óskiljanlegt muldur, — Hvað segið þér? Hann færði eyrað nær henni. — Firnrn hundruð, sagði hún skjáif- rödduð. — En kannske er það of mik- ið, bætti hún við, svo sem til að af- saka ósanngjarna kröfu. — Nei, þér getið fengið fimm hundr- uð út á málverkið. Hann tók blað upp úr skúffunni og spurði hvort hún vildi fá þetta til eins eða tveggja mánaða. Án þess að hugsa sig um nefndi hún einn mánuð. Svo hripaði hann eitthvað á blaðið og lagði það fyrir framan hana og merkti með blýanti hvar liún ætti að skrifa nafnið sitt. Hún gerði það í eins konar gleðivímu yfir því að Roth væri svo viðfelldinn og hefði talið sanngjarnt að lána svona mikið. Svo tók hann blaðið og las nafnið og muldraði það í liálfum hljóðum: Astrid Töge ....... — Eruð þér i ætt við listamanninn, frú? spurði liann. Hún sagði eins og var. Að málarinn Töge væri frændi mannsins hennar sáluga. Og hún sagði dálitið meira. Að málarinn Töge hefði dáið ungur og af engum virtur, og það hefði ekki verið fyrr en mörgum árum eftir dauða hans, sem hann fékk viðurkenn- ingu sem listamaður. Roth kinkaði kolli. meðan hún sagði frá. Það var svo að sjá sem hann vissi þetta allt saman. Svo hafði hún gengið niður stigann lijá Roth og tilfinningar hennar liöfðu verið allt öðruvisi en þegar hún gekk upp stigann. Roth hafði verið svo al- úðlegur, já. En samt var liún lirædd um að einhver mundi skilja hvar hún hefði verið, þegar hún var á heim- leiðinni. Eftir að hún var komin heim í stof- una sína fann hún vel að það liafði hvorki verið frekja eða óskammfeilni að fara fram á 500 krónu lán út á myndina. Þetta var sú eina af fáum myndum Severins Töge, sem var i eigu ættarinnar. „Frið“ liafði hann kallað liana. Þar sást fátækleg stofa og nakin þil. Gömul kona situr hokin yfir rokknum. Konguló hefir ofið vef, sem er eins og grisjótt slæða yfir myndinni. Fyrir glugganum er blá- köflótt tjald. Svo var það eiginlega ekki meira. Hún hafði ekkert vit á list. En þegar hún var í dapurlegum hugleiðingum hafði hún stundum set- ið og horft á myndina og þá var hún eins og opinberun. Boðskapur um frið á heimilinu. Og liún minntist síðustu stundanrta sem Jóhannes lifði. Þegar hann barðist við banameinið og þjáð- ist af tilhugsuninni um að bráðum yrði hann að skilja við hana og Björn. Þá kom það fyrir að hann horfði lengi á myndina. Og það var eins og hann hresstist alltaf á eftir. Myndin á þil- inu vafð honum eins konar kopar- naðra i eyðimörkinni. Hann fékk enga heilsu af að liorfa á myndina. En hún gaf lionum fróun og hann fékk þrek til að verða hugrakkur fram í dauðann. Myndin var margra fimm liundruð króna virði, hún vissi það. Og svo hafði hún lika annað gildi, sem ekki varð metið til peninga. En nú var hún ekki á þilinu lengur, til að boða frið á heimilinu. Nei, hún liafði ekki selt myndina, en hún gat ekki gleyrnt orðunum, sem liún hafði heyrt einu sinni, það var eins og þau bergmáluðu í öllu því sem hún hugsaði: Enginn sem fer til Rotli ætlar að selja dýrmætu munina sina, en samt fer alltaf svo að hann eignast þá. Hún varð að skilja þetta sem að- vörun um að myndin væri í hættu. En hún gat ekki skilið það. Þessi þægi- legi maður ...... Hvað mundi Björn segja þegar hann sæi að myndin var horfin af þilinu? Hún hafði að visu búið hann undir þetta, en samt ....... Honum þótti vafalaust mjög vænt um myndina líka. Og hann langaði til að læra að mála, en hún hafði liaft liann ofan af því. Hún var hrædd um að hann hefði fengið gáfuna — þetta var í ættinni. En hun vildi ekki láta Björn verða fátækan málara. Hann var sendill í Hartmanns Magasin, — hafði verið þar í tvö ár, og í vor yrði hann sextán. En frú Hartmann, sem var húsbóndi hans, hafði hvíslað því að lienni að hún vildi ekki missa hann, hann skyldi hækka i tigninni og fá góða framtíðarstöðu hjá lienni. Og hún hafði sagt Birni hvað frú Hart- mann hafði sagt, og hélt að hún hefði eytt úr honum öllum málaragrillun- um. En hann mundi sakna myndar- innar af þilinu. Myndin hefði aldrei lent í hættu ef frú Töge hefði ekki orðið veik og orð- ið að fara á spítala. Það varð dýrt að liggja á spítalanum í margar vikur. Og þegar henni var sagt á varfærinn hátt, að hún skyldi ekki vera að gera sér áhyggjur út af kostnaðinum, því að hann yrði greiddur af sveitinnj, því að hún var ekki í sjúkrasamlagi, þá hefði hún getað hrópað nei! til að mótmæla því. En hún stillti sig og sagði að það væri óþarfi — hún mundi horga fyrir sig sjálf. Og einn sunnudag þegar Björn heim- sótti hana á sjúkrahúsinu, hvíslaði liún að honum að hann skyldi engu kvíða — hún mundi geta- klofið þenn- an kostnað. — Við eigum myndina, sem þú manst eftir. Hún er ekki lítils virði. Og ég veit um mann, sem heitir Roth. Hann lánar mér vafalaust út á myndina. Og þegar ég fæ heilsuna aftur skal ég sitja við saumavélina myrkranna á milli. Og þá get ég borgað lánið aftur. Björn kinkaði kolli. En eftir á sat hann lengi þegjandi á stólnum og horfði út í bláinn. Iiann talaði fátt það sem eftir var heimsóknartímans .... Einn mánuð, hafði hún sagt við Roth í hugsunarleysi. Nú vissi hún að þó að hún sæti við saumavélina dag og nótt væri ómögulegt að afla svona mikils fjár á einum mánuði. Hún stóð upp og gekk að skatthol- inu. Tók hundrað króna seðlana fram úr veskinu sínu og lagði þá í efstu skúffuna. Þar lá sjúkraliússreikning- urinn fyrir ...... Þegar Björn kom heim um kvöldið elti hún hann með augunum. Og hann liafði ekki verið margar mínútur inni þegar hann kipptist við og starði á þiiið, sem hún hafði verið að færa myndirnar til á. Hann leit af þilinu og til hennar, augu Jjeirra mættust, en hvorugt sagði orð. Þau fóru fram í eldhúsið og settust að miðdegisverðin- um. J’au töluðu um daginn og veginn og smávegis viðburði. En hvorugt nefndi myndina einu orði. Dagar liðu. En það varð ekki mikið úr saumaskapnum lijá henni. Hún álti i harðri baráttu, hún barðist við sjálfa sig, friðurinn var horfinn úr stofunni. Hún þorði ekki að koma nærri skatt- holinu því að í efstu skúffunni lágu peningarnir og óborgaði reikningur- inn. Dagarnir urðu að vikum og enn þorði hún ekki að nálgast skattholið. En mánuði eftir að liún liafði farið til Roth opnaði hún það, dró út efstu skúffuna og tók fimm liundrað krónu seðla úr veskinu. Og svo fór hún út í bæ. Hún var ekkert undirleit þegar hún kom út á götuna. Henni fannst ekkert athugavert við að fara til Roth. Hún ætlaði bara að borga skuld sína og sækja myndina. En nú fannst henni Roth liafa breytst síðan seinast. Það var eitt- hvað í augunum á honum — hann horfði svo einkennilega á hana. — Ég ætlaði að borga skuldina og Saga eftir GEORGE TVEIT Fátækleg stofa og nakin þil. Gömul kona situr hokin yfir rokknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.