Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 26

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 26
18 JÓLABLAÐ: FÁLKANS 1954 p.......................^ ! Siðferðileg bervfeðing | i Dr. Frank Buchmann og siðferðistefna hans. | Dr. Frank Buchmann á æskuheimili sínu, Allentown í Pennsylvaníu. ERVÆÐING og vígbúnaöur eru hugtök, sem heimur- inn ' þekkir vel á vorum dögum, því að s. 1. tuttugu ár hefir verið látlaust vigbúnaðar- kapphlaup meðal vestrænna þjóða, og reyndar um allan heim, með þeim sorglegu afleiðingum, sem heimsstyrj- öldin síðasta bar ljósast vitni. Og enn heldur vigbúnaðurinn áfram af fullum krafti. Öllum er þó vcl ljóst, að vigbúnað- ur og styrjaldir eru engin lausn á vandamálum mannkynsins, heldur mun leiða meiri og meiri ógæfu yfir mennina, eftir því sem tækniþróunin eykst. Lausnin á vandamálum mannkyns- ins liggur ekki á sviði Iiins efnislega heldur á sviði hins andlega lifs, i trúarlegum og siðferðilegum þroska mannsandans. 'Þetta er boðskapur sið- ferðistefnu Dr. Frank Buchmanns, sem hann kallar siðferðilega endur- hervæðingu (Moral rearmament eða MRA) og þegar er orðin að áhrifamik- illi andlegri hreyfingu víða um heim, og á næstu úrum verður væntanlega úr ])ví skorið, hvaða áhrif hún kann að liafa á andlegt lif og menningu kom- andi tíma. Hver er Dr. Frank Buchmann? Hann er ótvírætt einn af merkileg- ustu hugsjónamönnum 20. aldarinnar og hefir verið svo lánsamur að sjá mikinn árangur af starfi sínu og luig- sjónabaráttu. Hann er fæddur í Banda- ríkjunum, í Allentown í Pennsylvaniu- ríki 4. júní 1878 og varð þvi 76 ára gamall í júnimánuði s. 1. Forfeður hans komu frá borginni St. Gallen i Sviss, fyrir um 200 árum og settust að í hinni friðsælu byggð í Pennsylvaniu, er stofnuð var af hinum fræga William Penn. íbúar nýlendunnar voru trúað- ir og alvörugefnir, starfsamir og snyrtilegir, enda höfðu einnig setst þar að margir Hollendingar, sem al- kunnir eru fyrir snyrtimennsku. Dr. Buchmann ólst upp í Pennsyl- vaniu og eru margar sögur sagðar um félagslyndi hans og vinsældir frá æskuárunum og i hvert sinn, sem liann heimsækir æskustöðvar sínar, þá safn- ast um hann vinir og kunningjar, til þess að rifja upp minningarnar frá æskuárunum. Eftir að Dr. Buchmann hafði lokið námi við Múhlenberg CoIIege settist hann að í Philadelphiu og stofnaði þar heimili fyrir munaðarlausa drcngi, en gcfrðist síðan prestur og forstöðumað- ur fyrir kristilegu starfi meðal stúd- enta við rikisháskólann í Pennsyl- vaniu. Árið 1921 urðu straumhvörf í lífi Dr. Buclimanns. Enskur vinur hans bauð honum með sér á afvopnunar- og friðarráðstefnu, sem haldin var í Washington. Á þeim árum höfðu menn trú á því, að hægt væri að koma í veg fyrir styrjaldir með samningum, af- vopnunar- og friðarráðstefnum. En þessi ferð sannfærði hann um það, að til þess að tryggja frið og öryggi í heiminum þyrfti annað og meira en sáttmála og samþykktir, það þyrfti blátt áfram að breyta mönnunum sjálfum og skapa hjá þeim nýtt mat á lífinu og sterka siðgæðis- og ábyrgð- artilfinningu. Þegar Dr. Buchmann hafði Ifugsað mál sitt rækilega, sagði hann lausri stöðu sinni við rikisháskólann og fór til Evrópu og tók að starfa meðal stúdenta í Oxford og Cambridge, þó einkum Oxford. Hann ræddi við þá um þeirra eigin vandamál og vanda- mál lífsins almennt og lagði áherslu á að þessi vandamál yrðu ekki leyst, nema á trúarlegum og siðferðilegum grundvelli. í fyrstu lét þessi starfsemi lítið yfir sér, menn ræddust við í smáhópum hver hjá öðrum eða komu saman á veitingahúsum, en brátt fór hreyfing þessi að vekja athygli og breiðast út og hlaut ])á nafnið Oxford-hreyfing, og kunnust er hún undir því nafni hér á landi, þó að hún liafi siðar verið kölluð siðferðileg hervæðing, og segir það skýrl til um eðli hennar og stefnu. Dr. Buchmann hefir verið sjálfkjör- inn foringi hreyfingarinnar s. 1. 30 ár og ferðast viða um heim og má svo lieita, að hann hafi verið á stöðugu ferðalagi síðustu tvo áratugina. Til íslands hefir hann komið, þó að hann hefði hér stutta viðdvöl. Það sem ein- kennir þennan andlega leiðtoga eru hin persónulegu áhrif, sem fylgja honum. Hann er mjög mannglöggur og vinir hans segja, að hann sé mikill mannþekkjari. Hann á mjög auðvelt með að kynnast fólki og er alúðlegur í viðmóti. Hann er allgóður ræðumað- ur og eru ræður hans jafnan stuttar og gagnorðar. Honura hefir ekki gefist mikið tóm til ritstarfa, en ræður hans hafa verið gefnar út í bók, sem kalla mætti á íslensku: Nýr heimur (Rema- king the world). Hins vegar hefir ver- ið mikið um hann ritað og lireyfingu hans, bæði til lofs og lasts. Hann hefir þegið boð þjóðhöfðingja og stórmenna, verið liylltur af verkamönnum og verkalýðsleiðtogum, og oftar en einu sinni hefir nafn hans verið nefnt í sambandi við friðarverðlaun Nobels. Haustið 1950 gafst mér tækifæri að heilsa upp á hann í sumarstöðvum hreyfingarinnar í Caux. Mér duldist ekki að þar var óvenjulegur persónu- leiki. á ferð, og að hann myndi fljótt kveikja eld í hjörtum þeirra, sem sætu við fætur hans. Siðferðileg hervæðing. Eins og nafnið bendir til, er hér um trúarlega og siðferðilega hreyfingu að Sumargistihúsið í Caux.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.