Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 30

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 30
22 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 „Sestu, Ted!“ Shipley brýndi ekki raustina, en hreimurinn var þannig að Ted varð að hlýða Eugen Jones: EKKI AMARS KOSTIR BAJ SHIPLEY forstjori, sem var orðinn gjaldþrota, sat við stóra skrifborðið í vinnustofunni sinni. Fyrir framan hann lágu lirúgur af skjölum, þar á meðal ýmis plögg frá skrifstofu opinbera ákærandans. Þrátt fyrir gjaldþrotið og mótlætið var yfirbragð lians alúðlegt, og ekki var hægt að ráða af því biygðunarkenndina sem kvaldi liann. Hann horfði ekki á skjölin þessa stundina, ekki heldur á skápana, sem voru fullir af bókum neðan frá gólfi og upp undir loft, hann horfði ekki á fallegu gljáandi mahognyhúsgögnin, ekki á neitt..... Hann starði bara út í bláinn. Hann var að hugsa um konuna sina, sem var iátin fyrir fimm-sex árum og hafði látið honum eftir soninn þeirra, hann Ted ...... Shipley fann að hún var nálægt honum á þessu augnabliki, er hann var að taka mikilsverðustu ákvörð- unina á ævinni, það lá við að hann heyrði rödd hennar og fyndi hand- tak hennar. „Já, elskan mín, ég ætla að gera það,“ hvislaði hann. Hann þrýsti báð- um böndum að brúninni á skrifborð- inu, og augu hans fylltust tárum, sem hann reyndi að hrinda til baka. Þegar hann hafði náð valdi á sér aftur kveikti hann i vindli og fór svo að rýna í einhver slcjöl. Shipley var sextugur, en virtist ekki vera nema fimmtugur, þvi að andlitið var slétt og nýrakað og augun skær. Hann var kunnur kaupsýslumaður, vinsæll og i miklu áliti. Framkoma hans og látbragð var þess eðlis að hann hlaut að vekja virðingu og til- trú. í dag, er hann stóð augliti til aug- lits við smánina, tókst lionum eigi að síður að brosa, en allir hlutu að taka eftir dökku rákunum undir augunum á honum, og í augunum sjálfum var eitthvað falið sem fæstir skildu. Hann hringdi á stofustúlkuna. „Er hann sonur minn i herberginu sinu?“ spurði hann. „Viljið þér biðja hann um að finná mig.“ Shipley tók saman öll skjölin og lagði þau ofan í skúffuna, og var ekki fyrr búinn að því en Ted kom inn. Þetta var ungur, einstaklega nettur piltur, en úr augunum skein sekt og kvíði. „Ég ætlast til þess að þú segir mér upp alla söguna, Ted,“ sagði Shipley rólega og haliaði sér aftur í stólnum. „Hvað á ég að segja — er það um ...... óhappið?“ „Ted,“ sagði Shipley hægt, „við skulum tala saman í fullri hrein- skilni." „Já, auðvitað." Hönd Teds skalf. „Við skulum nú byrja með því að kaila hlutina réttu nafni — ekki óhapp, heldur svik og þjófnað!“ Ted lirökk við. „Heldurðu þá að það sé nokkur starfsmaður i fyrirtækinu, sem hafi stolið þessum þrjú liundruð þúsund dollurum?“ „Ég held ekkert — ég veit hver gerði það....... drengur minn. Við höfum alltaf verið samrýndir síðan lnin móð- ir þín dó. Er nokkur ástæða til að þú vantreystir mér núna? Þú þarft ekki að óttast neitt af mér. Ég er faðir þinn.“ Shipley stóð upp, gekk að syni sín- um og faðmaði liann. Hann brosti þegar hann var sestur aftur, þó að. liann gerði sér ljóst hvað koma skyldi. Það var engin reiði i augnaráði lians, aðeins ástúð og mildi. „Sestu, Ted.“ „Nei, þakka þér fyrir, ég vil heldur standa.......ég get ekki setið kyrr.“ „Sestu!“ Shipley brýndi ekki raust- ina, en hreimurinn var þannig að Ted varð að hlýða. Hann fiktaði við sígar- ettuna, sem alltaf var að slokkna í, þo að eldurinn héldist vel í vindli föður hans. Það lýsti skaplyndi þeirra beggja. „Ég bíð!“ sagði Shipley eftir nokkra stund. Hann skildi vel baráttuna sem son- ur hans átti í, og hann langaði til að hjálpa lionum. Shipley fyrirgaf fús- lega næstu orð Teds, þvi að liann vissi að þau voru síðasta örvæntingarvörn- in áður en játningin kæmi. „Hvað áttu við, pabbi? Þú heldur varla að ég hafi tekið peningana?" „Þú þarft ekki annað en segja mér að þú liafir ekki gert það,“ svaraði Shipley rólega. „Þú veist að ég treysti þér, eins og ég hefi alltaf gert. Þú hefir aldrei logið að mér — eða henni móður þinni. Mundu að það getur verið að luin lieyri það sem þú segir á þessu augnabliki.“ Ted hallaði sér aftur i stólnum, hann kreppti hnefana svo að linúarnir hvítnuðu. „Ég gerði það ekki, pabbi, kannske er það fulltrúinn." Shipley rétti upp höndina til að stöðva hann. Hann leit alvarlega á hann en sagði ekki neitt. Allt i einu þyrmdi yfir piltinn, liann gróf and- lilið i höndunum og hallaði sér fram á borðið og kjökraði: „Ég gerði það, pabbi! Eg tapaði peningunum i kauphöllinni — ég ímyndaði mér að ég ætti leik á borði til að græða peninga." „Já,“ sagði Shipley og kinkaði kolli. „Þannig er það alltaf. Maður heldur að maður geti gripið tækifærið til að græða aftur það sem niaður hefir tapað. En það kemur afar sjaldan fyrir.“ Ilann leit við og liorfði út um gluggann. Allt var hljótt og kyrrt, og liann vonaði að eitthvert hljóð heyrð- ist til að rjúfa kyrrðina. Og nú heyrð- ist í vagni á götunni og hann rankaði við sér aftur. „Líttu á mig, Tedl“ Ungi maðurinn hlýddi. Hann lyfti liöfðinu liægt frá borðinu og leit á föður sinn, sem liorfði ástúðlega til hans. Öliu öðru — aðeins ekki því — hafði hann búist við. Ted gat ekki haft augun af föður sínum. „Hlustaðu nú á mig, drengur minn. Ef þú ferð að aiveg eins og ég segi, þá gefst þér nýtt tækifæri. Það er ekki lil neins að gráta það sem orðið cr. Þannig var ástatt að fyrirtæki mitt gat ekki staðist þetta óvænta áfall. Hefðirðu komið iil mín í tæka tíð hefði mér kannske tekist að verjast hruninu, en nú er það of seint. Fyrir- tækið er orðið gjaldþrota — það verð- ur sagt frá því í öllum blöðum á morgun.“ Ted ætlaði að segja eittlivað, en faðir hans lét á sér sjá að hann liefði ekki talað út ennþá. „Þú ert ekki vondur maður, Ted. Þú getur ckki verið það, vegna þess að þú ert sonur liennar móður þinnar. Það er ég sem get kennt mér um hvernig komið er. Þú fórst að braska í kauphöllinni, þú stalst úr sjálfs þins hendi tii að reyna að vinna aftur það sem þú liafðir tapað. Þú hefir verið iiugsunarlaus og iéttúðugur, en þú gerðir þér sjálfsagt ekki ljóst livað þú varst að gera.“ „Pabbi, ég þoii ekki meðaumkvun, ég vissi hvað ég gerði, og ég er fús til að þola refsinguna fyrir það.“ Shipley liikaði iítið eilt, efri vörin litraði. Bros hans var óeðlilegt er hann hélt áfram: „Móðir þin gaf mér þig — þú varst ailt’ sem hún skildi mér eftir þegar hún fór. Ted, þú ert liennar hold og blóð, og nokkur liluti sálar hennar líka. Skilurðu það? Þú ert hiuti af konunni, sem ég hefi elskað, og sem ég elslca ennþá. Aðeins þeir, sem hafa átt samleið með konu eins og hún móðir þín var, geta fyrirgefið og skil- ið. Þegar iiún dó hefði iif mitt orðið einskis virði ef þú hefðir ekki verið til. Það er ekkert illt til i þér, Ted — það getur ekki verið það, því að þú ert sonur móður þinnar. Hún var of mikil kona til að geta fætt annað en það besta.“ Shipley lækkaði röddina. Hann hvílsaði í geðshræringunni. Ted sat hljóður og grét. Shpiiey var ánægður því að hann vissi hvers virði þessi tár voru. „Ég get ekki iátið þig fara í fang- elsi, Ted, en mig langar til að þú iær- ir af þessu, og ég ætla að reyna að gefa þér tækifæri, sem þú hefir aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.