Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 49

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 49
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 VERDI. Framhald af bls. 39. leikkonuna að hún að lokum grét af' bræði. Mitt í öllu annríkinu var Verdi stöðugt einmana; aðeins ein kona var honum handgengin — Giuseppina Strepponi, sem síðar veitti honum liugrekkið aftur. Með Rigoleltó, sem samin var á 40 dögum, var lokið galeiðuþrældómi Verdis, hún veitti honum peninga og frægð, og losaði hann við áhyggjur. Tveimur árum siðar skrifaði hann Troubadouren á aðeins 29 dögum. Og áður en hann hélt frumsýninguna var hann kominn af stað með La Traviata. Titillinn þýðir glötuð kona, lauslætis- drós og kvenhetjan í leiknum var sótt í daglega lífið — ung og fögur Parísar- daðurdrós, sem nokkru siðar dó úr tæringu og örlög liennar voru uppi- staðan í Kameliadamen. Þegar La Traviata var sýnd, fyrir valinn hóp áheyrenda í Feneyjum, dundu yfir hlátrar og fuss. Leikurinn var blátt áfram of raunsýnn fyrir áhorfendur sem vanir yoru óraunverulegum ridd- arasögum. En 14 mánuðum síðar var leikurinn sýndur aftur, eftir að hafa verið endurbættur, og þá gáfust hinir duttlungafullu álieyrendur skilyrðis- laust upp fyrir tónleikum Verdis. En nú hafði Verdi séð fram á að lof og ijósadýrð var ekki allt hér í heimi. Á æskustöðvum sínum skannnt frá Busseto keypti liann land, þar sem hann settist að ásamt Giuseppinu, sem nú var orðin kona hans. Næstu ár átti hann annrikt við að laga „eyði- mörkina“ -sina, sem hann nefndi svo í spaugi, hina kæru eign sína. Hann gróðursetti tré, lagði vegi og gróf framræsluskurði. Hann flutti fyrstu þreskivélina og fyrsta vélplóginn í Pó- dalinn. Hann stofnsetti fyrirmyndar kúabú — á þeim tíma alveg óþekkt — og var hreyknari af fallegu kúnum sín- um en af öllum heiðursmerkjunum og orðunum sem hann liafði fengið frá keisurum, konungum og frá hinum rússneska zar. Þegar kreppa í búnaðarháttum varð valdandi atvinnuleysi á ítaliu og fólk neyddist til að flytja í hópum til Ameríku stofnaði Verdi nokkur ný nautgripabú og gat á þann hátt veitt 200 manns atvinnu. „Það er enginn sem flytst burt úr minni sveit,“ sagði hann lireykinn. Samtimis var liann í mörg ár meðlimur í öldungadeildinni og tók þátt í að koma á mikilvægri lagasetningu til verndar réttindum tónskáldanna — því að hann var alltaf duglegur umsýslu- og framkvæmda- maður. Verdi gat nú sjálfur valið á milli margra virðingarhlutverka sem honum buðust. Leðuröskjurnar með háa hattinum hans voru allar skrám- aðar og slitnar af mörgum ferðum til Parísar, London, Madrid og St. Pét- ursborgar. Þegar átti að opna Sues- skurðinn lét undirkóngurinn i Egypta- landi byggja söngleikaliús og bað Verdi að skrifa óperu við þetta há- tíðlega tækifæri. Jólakvöldið 1871 var fyrsta sýningin á Aita í Cairo og hrifningin ætlaði engan enda að taka. Verdi hafði nú skrifað 25 óperur og menn skyldu ætla að ævistarfi hans væri lok- ið. En 1887 skýrði La Scala frá því að hún ætlaði að auglýsa nýja óperu eftir Verdi. Um þetta leyti var tónskáldið 73 ára; átti hann enn hinn hrífandi neista mann- dómsáranna? Á frumsýningunni var húsið troðfullt og á svæðinu fyrir ut- an stóðu þúsundir af söngelskum ítöl- um. Niðri í hljómsveitargryfjunni sat meðal annarra blóðheitur ungur tón- listarmaður við sellóið sitt — hinn tvítugi Arturo Toscanini. Ljósaröð- in glóði framan við leiksviðið, söngstjórinn hóf söngsprotann, gnýr af tónum þaut frá strengjunum sem fyrsta aðvarandi vindhviða — og tjaldið var dregið frá Olliello. Frá hinu fyrsta inngangshvassviðri og til hinna sefandi niðurlagshljóma sátu áheyrendur í fjálglegri lirifningu. Þetta var liið djúphyggnasta verk Verdis og ávallt í huga margra sem hin mikilvægasta ópera sem nokkurn tima hefir verið skrifuð. Menn héldu að þetta væri hans svanasöngur — en nei! Á áttræðisaldri gaf hann heimin- inum Falstaff, þar sem hann enn einu sinni tók einn af sjónleikjum Shake- speares lil fyrirmyndar. Jlér töfraði Verdi fram hljómlist svo fjöruga, glaða og ofsafengna sem væri hún skrifuð af manni á æskuskeiði. En þótt hjarta Verdis væri ávallt ungt hafði það samt rúm fyrir umhyggju fyrir þeim sem ellin bugaði. Alla þá peninga sem hann fékk fyrir réttindin af óperunum gaf liann til stofnunar og reksturs hvíldar- lieimilis gamalla þurfandi tónlistar- manna. Þessi bygging, sem fremur líktist höll á Feneyjum en elliheimili, stendur enn i Milano eins og minnis- varði yfir Verdi sem listamann og mann. Þegar hinni miklu ást Verdis i ann- að sinn lauk með dauða Giuseppinu bilaði lífsþróttur hans. Hina síðustu crfiðu daga sína bjó liann aleinn á hóteli i Milano og um morguninn 27. janúar 1901 vaknaði hann ekki af svefni. ítalska rikisráðið kom sam- an í djúpri hryggð. 1 heilan mánuð var La Scala lokuð, auð og tóm. Eftir ósk Verdis fór sjálf greftrunin fram án viðhafnar — og án söngs. En hinn mikli listamaður hafði ekkert ákveðið um kórsetninguna — sagði einungis, að hann vildi hvila í því húsi sem liann liefði byggt fyrir gamla fólkið. Þess vegna var álitið að menn brygð- ust ekki siðustu ósk lians, þótt kistan væri flutt á hvíldarlieimilið og fylgt af fjaðurskreytlum riddaraliðs- mönnum, konunglegum stórmennum með glitrandi gimsteinum og viðhafn- arklæddum stjórnarerindrekum. Niu liundruð manna kór sem stjórnað var af Toscanini hófu raust sina og þús- undir af rnjög hrærðum áheyrendum tóku undir hinn gamla lofsöng Verdis: „Lyft þér, hugur, á gullnum vængj- um“ I * ER HANN EKTA? — Minnstu börnin taka allt fyrir góða og gilda vöru en þau eldri leyfa sér að efast um hvort „allt sé gull sem glóir“. Stúlkan á myndinni efast um hvort skeggið og nefið á jólasveininum sé ekta og leyf- ir sér að prófa það. 1904 - 1954 IJagur gripur cr œ íil yndis Það er forn og þjóðlegur siður, að minnast vina sinna á há- tíðum með góðri gjöf. Einkum hafa þó jólin þótt kjörinn tími til þess að rækja vináttu og frændsemi með gjöfum. Fagur gjafagripur minnir eigandann stund. á góðan vin og merka í hálfa iild hefir alþjóð manna leilað í verslun vora jægar velja hefir þurft fagran grip i góða gjöf, hvort heldur á jólum eða við önnur tækifæri. Því að við yerslum með fagra gripi og starfsfólk okkar hefir þekkingu og þjálfun við gerð og val slíkra gripa. SKARTGRIPIR: gull, silfur, gimsteinar. BORÐSILFUR. ÚR: Rolex og aðrar tegundir. KLUKKUR: ljónsmerkið. SJÓNAUKAR. KRISTALL. KERAMIK: Laugarnesleir. POSTULÍN. Veglegur gripur er varanleg eign og minnisstæð gjöf. QleðiUg \ol! jon Spuntísson Skoripripoverzlun Sjúið ktte'mig pað 'iemtuk/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.