Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 24

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 24
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 ^ .----- ^EGAR Karen Hjorth hafði ekið bifreiðinni í fyrsta gír upp brekkuna fyrir noröan borgina, varS henni ljóst, að heimferðin mundi verða erfið. Það snjóaði allmikið, eins og borgin hefði á síðustu stundu ákveð- ið að hressa upp á hina grámyglulegu vetrarásjónu sína með léttu lagi af lausamjöll. Það var þó ailtaf aðfanga- dagskvöld, — og þá þykir sjálfsagt að líta glaðleg andlit með hátíðarblæ. Borgin sjálf var engin undantekning að þessu leyti. Hún lagði bifreiðinni og arkaði um brattar hliðargötur borgarinnar í þungum þönkum. Hvers virði var það eiginiega að vera ung og áhugasöm og þokkaleg útlits? Hverju skipti það, þótt hún hefði nóg að gera og væri vel látin af sjúklingunum, þegar hún hafði glatað lífsgleðinni? Það hljóm- aði að vísu vei, að hún væri öðrum allt, en þeim piun verra var það að finna uppsprettu lífs- og starfsgleð- innar þorna upp ........ Þvaður og rugl! Hertu upp hugann, Karen! Síðustu orðin sagði hún ósjálfrátt upphátt og kreppti hnefana. Læknisráð gegn önnum: JólainnV kaup. Orðin mótuðust í huga liennar, og liún ákvað að lúta boði þeirra. En handa hverjum átti hún svo sem að kaupa? Ef gamli húsbóndinn hennar liefði lifað, hefði hún getað keypt ullarvesti á hann, en Hansen læknir var dáinn fyrir tveimur árum. I HRÍÐINNI Eftír Carl • Aabél 9©©©©©©®e©€5€3©€5&©©©©€5©©©©© Hugur hennar hvarflaði þvi að ýmsu öðru og sumt keypti hún aðeins fyrir ágengni afgreiðslufólksins. Hún ótt- aSist, að jólagleði þess færi forgörð- um, ef hún keypti ekki þetta eða hitt af því. Handa sjálfri sér keypti hún sterk- lega skinnhanska. Hún vildi geta liugsað sér, að þeir væru gjöf frá gamla lækninum. Þær höfðu alltaf verið miðaðar fremur við notagildi en augnablikstilfinningar. Og livernig átti hún að hafa gjöfina, sem hún vildi hugsa sér frá Kristian, fyrst hún var horfin á vit draumóra sinna á annað borð? Nei, þetta dugði ekki. Það var allt búið milli hennar og Kristians fyrir löngu. Búið og gleymt! Hvernig væri, að hún gengi niður á járnbrautarstöð? Úti í Austur- Bangslev var aldrei blað að sjá nema dagblað úr höfuðstaðnum frá degin- um áður. Já, þangað ætlaði hún að fara — svona til tilbreytingar og dægrastyttingar — anda að sér fersku lofti og sjá ný andlit — og ef ti! vill gömul líka — andlit lians ..... Hraðlestinni hafði seinkað um eina og liálfa klukkustund, sögðu þeir á stöðinni. Ilún settist niður í veitinga- salnum og ætlaði að hinkra eftir lienni. Hún ætlaði að ná sér í blaðið, eins og hún liafði hugsað sér. Loksins kom lestin, en þá setti geig að lienni og hún þorði eldci að fara út á brautarpallinn. Ef hann væri nú með iestinni og kæmi auga á iiana, hvað ætti hún þá að segja? Hann var með henni •— lnin vissi það, og bann mundi halda, að hún væri að taka á móti honum, þegar hann sæi hana. Nei — eftirvæntingin var of sterk. Hún varð að fara út og sjá, hvað sem öðru leið. Brautarpallurinn var auður þessa stundina. Vagnvörð- ur gekk nú frá einum vagninum til annars og lokaði dyrunum. Hún gekk hægt inn í biðsalinn aft- ur og þar kom hún auga á hann. Hann stóð aftastur í röðinni og beiS eftir farangri sínum. Hann var orðinn dá- litið boginn í baki — eða var það aðeins bakpokinn, sem gerði hann svona. Hjartað hamaðist í brjósti hennar, þegar hún var komin út á torgið fyrir framan járnbrautarstöSina, en hún reyndi að róa taugarnar. Var það Kristian, sem hún hafði séð? Ifún var alls ekki viss um það, þegar hún gætti betur aS. Til öryggis ætlaði hún þó að svipast um á bifreiðastöðinni og bjóða honum far með sér í bíin- um, ef hún sæi hann —■ aðeins í greiða- skyni. En liún sá hvergi tangur eSa tetur af honum. Nú var hún aftur setzt upp i bilinn og var komin upp á brekkubrunina fyrir norðan borgina. Hún skipti um gír, þegar upp var komið, en fékk nú kófið á móti sér. Hún setti þurrkarann €M>€M3GG€HM3©GG€3©G€$©©€>00©GG af stað og jók bensíngjöfina. Bifreið- in liristist eins og bátur í sjógangi. Hún hallaði sér fram að rúðunni til að sjá betur út og hélt fast um stýrið. Henni lét það vel að aka bíl í slíku veðri. Ef til vill fannst henni dálítið til um hina karlmannlegu eiginleika sína. Kannske veitti það lienni dálitla hugfróun að vera ekki eins lijálpar- vana og flestar kynsystur hennar. Þegar hún hugsaði um trúlofunar- tímabil sitt, varð henni það ljóst, að hún hefði gert sig talsvert breiða í framkomu sinni við Kristian. En hann liafði á röngu að standa, ef hann héldi, að hún liefði talið sig liafna yfir hann. Samt sem áður þóttist hún vera viss um hað, að hún mundi skilja hann betur, ef hún fengi að lifa Ipennan fyrri tíma úpn aftur. Það liafði orðið Kristian að falli, að hann hafði lagt út i læknisnám, án þess að liugur hans stæði tii þess. Læknisstörfin voru við hæfi og skaplyndi hennar. Þess vegna tók hún góð próf — og var nú á réttri hillu i lífinu. Og þess vegna hafði liann fallið á sínum prófum. Allt i einu sá hún dökka veru við vegarbrúnina — háan mann með un'darlegar armsveiflúr og óvenjulegt göngulag. Það var maður á skíðum —1 og allt í einu rann upp ljós fyrir lienni: Þetta var Kristian! Hún varð undrandi. Það væri ein- kennilegt, ef fundum þeirra ætti eftir að bera saman þarna, þegar hún hafði gefist upp við að leita hans. Og nú var hún einnig alveg horfin frá þvi að reyna aS hafa tal af honum. Er hún hafði ekið nokkurn spöl áfram, stöðvaSi hún bifreiðina í miðri brekku. Ilún varð að vita vissu sína. Var þetta Ivristian, eða missýndist henni? Nú hafði hún aftur fengið sitt fyrra öryggi. Hún hafði ákveðiS stund og stað endurfundanna. Hún steig út úr bilnum og gekk um sér til hita. Storminn hafði lægt og skaf- renningurinn var hættur, en vegna ofanbylsins sást ekki langt frá aug- um. Hún lieyrði, hvernig skiðin runnu og stafirnir tilfuðu, áður en hún kom auga á hann. „Halló, er nokkur þarna?“ lirópaði hún. „Halló, þér verðið að hjálpa mér með bílinn minn. Vélin hefir stöðv- ast og ég kem bifreiðinni ekki upp brekkuna.“ Hann svaraði ekki, fyrr en hann var kominn fast að henni. „Gott kvöld,“ sagði hann. Það var hann. „Er það ekki Kristian?" spurði hún. „Já, og er það ekki Karen!“ svaraöi hann hlæjandi. „Þú ert orðin bílstjóri. Fyrirgefðu, að ég brosi —- það er ekki af ilikvittni — ég er því aðeins óvan- ur, að sjá þig i vandræðum.“ Hann vippaði bakpokanum af sér og beygði sig niður til þess að leysa af sér skíð- in. Síðan sagði hann: „Sestu inn og reyndu að starta, ég ætla að ýta!“ Hún settist inn í bifreiðina, setti vélina í gang og gaf mijdð lænsín. t i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.