Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 25

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 17 Afturhjólin spóluðu ákaft, en bifreið- in komst ckkert áfram. Hann opnaði dyrnar. „Það þýðir ekki að vera með þessa rykki.“ (Eins og hún hefði ekki gert það með vilja! Skelfing ertu barnalegur, elsku Kristi- an minn!) „Það er leiðinlegt, að þú skulir festa bílinn á aðfangadagskvöld," hélt hann áfram. „Þú þarft eflaust að fiýta þér heim. Ég skal líka gera mitt besta til að koma þér til Austur-fiangslev, þó að ég verði að ýta bifreiðinni mest af leiðinni. Hefir þú teppi?“ Hún rétti honum ábreiðuna úr aft- ursætinu. Hann gekk aftur fyrir bil- inn og ýtti teppinu inn undir aftur- hjólin. „Reyndu aftur, en hægt.“ Hún startaði, en hann ýtti. Bifreiðin komst auðveldlega upp úr glerhálum hjólförunum á slóð, þar sem viðnámið var meira. Uppi á brekkubrúninni nam hún staðar. Litlu siðar kom hann gangandi með skíðin á öxlinni og teppið á liandleggnum. Nú var hætt að snjóa og tunglið varpaði birtu sinni yfir hið jóska iandslag. Á við og dreif sáust ljós frá sveitabýlum og bæjum. I fjarska brunaði lest suður á bóginn. Þau stóðu þegjandi um stund og horfðu hvort á annað. Loks rétti hann henni teppið og lagði skiðin á jörðina. Er hann liafði strokið af þeim snjó- inn, steig hann á þau og festi bind- ingarnar. „Viltu ekki sitja í bifreiðinni?“ spurði hún með kæruleysislegri rödd. „Nei, þakka þér fyrir,“ sagði hann án þess að líta upp. „Ég tók skíðin með mér til þess að lykta svolitið af landinu." Hann rétti úr sér. „Þú skil- ur — æskustöðvarnar. Minningarnar skríða fram úr fylgsnunum um jólin, þegar hugurinn er bljúgur.“ „Jæja, gott og vel,“ svaraði Karen kuldalega. „Það er ekki nema sann- gjarnt, að þú fáir það.“ Hún dró lianskana af sér og rétti fram hönd- ina. „Þökk fyrir hjálpina -— það var gaman að sjá þig.“ Hún settist inn og bjóst til að leggja af stað. „Líttu inn, ef þú hefir löngun og tíma. Þú ætlar liklega ekki að búa í gamla herberginu þínu?“ „Þakka þér fyrir. Ég ætla ekki að búa þar — ég hefi pantað herbergi á kránni. Dyrnar lokuðust og bifreiðinni var ekið burt. Ivristian liélt í humátt á eftir rauðu afturljósinu. Hún var ennþá söm og jöfn, hugsaði hann með sér. Hörð af sér og sjálfsörugg. Það var undar- legt, hversu framandi og ókunnugur þessi kvenmaður virtist honum, þótt hann ætti að gjörþekkja hana. Hún bjó í því búsi, þar sem hann hafði slitið barnsskónum. Hún gekk um i þeim herbergjum, sem hann þekkti svo vel og var samvistum við fólk, sem hann gjörþekkti. Hún hafði sjálf elskað og virt föður hans, en þó var eitthvert hyldýpi milli þeirra. Hinn argvítugi dugnaður hennar og sjálfsöryggi blés að glæðum þeirra fáleika, sem með þeim voru orðnir. Vissi hún það ekki? Menn skyldu þó ætla, að liún hefði vaxið svo i visku og lífsreynslu, að hún vissi hver liefði verið hin eigin- lega orsök trúlofunarslitanna. Faðir Kristians, gamli læknirinn, hafði skilið það. Hann hafði búið tíu ár hamingju og friðar með konu sinni, áður en liann varð ekkill. Hann vissi það vel, að gagnkvæm virðing og traust væri ætíð hornsteinn farsæls hjónabands. Hins vegar hafði hann aldrei gert mikið úr ágreiningnum rnilli Karenar og Kristi- ans. „Það verðið nú þið samt sem áður,“ hafði hann skrifað Kristian i einu af síðustu bréfunum. „Hún er dugleg, en liún þarfnast þín. Þú hefir skapað þér lífvænlegan starfs- grundvöll með fyr- irtæki þínu — starf við þitt hæfi. Hún á að geta virt þig fyrir að hafa ekki lagt árar í bát þrátt fyrir misheppnað próf. Taktu þér hana fyrir konu og gerðu okkur öll þrjú hamingjusöm. Nokkru síðar hafði liann dáið og ekki látið eftir sig neina arfleiðsluskrá. Eftir iarðarförina hafði Kristian beðið Kar- en um að taka við lækningastofu föð- ur sins, en hún hafði svarað því einu, að þá vildi hún kaupa liana. Kaupa hana! Hún vildi kaupa hana af fyrrverandi unn- usta sínum — lækn- ingastofuna, sem þann hefði átt að taka við, ef hann hefði staðist prófin! Hún skildi ekkert. Hún gerði ekki ráð fyrir, að aðrir hefðu tilfinningar og stolt en hún ein. Þessi mál þurftu að komast á lireint — og það sem fyrst. í tvö ár hafði allt verið svo laust í reipunum með þau. — Hugurinn bljúgur um jólin — það hafði hann sagt. Hún endurtók orðin, og það gætti liáðs i röddinni. Nú, en honum var það svo sem ekki láandi i þetta skipti. Þetta yrði ef til vill i síðasta skiptið, sem hann sæi æskustöðvarnar. Eftir tvo mánuði ætlaði liann til Jóhannesarborgar, þar sem hann ætlaði að stjórna nýja úti- búinu, sem fyrirtækið hafði komið þar upp. Nu skyldi Karen fá sinu framgengt, hugsaði hann. Hún skyldi fá lækningastofuna keypta. En livað átti hann að láta hana borga? Það fylgdu nokkur húsgögn og tæki. Kristian þrammaði áfram sléttan veginn. Hann var kominn að Skógin- um fyrir sunnan Austur-Bangslev. Hann átti tæpa mílu vegar ófarna að kránni. Þá kom hann allt í einu auga á bifreið á beygju á veginum. Iiún stóð kyrr. Þarna var hún aftur — læknakrossinn var á númersskilt- inu. „Getur þú ekki ráðið við snjóskafl- ana?“ brópaði hann hæðnislega til hennar. Vegurinn var alls ekki erfið- ur yfirferðar, þvi að á honum var varla meira en eins sentiineters lag af nýföllnum snjó. „Ég skil ekki, hvað er að. Vélin stöðvaðist allt í einu,“ sagði Karen með rödd, sem var talsvert bljúgari en venjulega, að þvi er Kristian fannst. „Það er ómögulegt að láta þig dúsa hérna aleina í skóginum," sagði hann. „Þú ert kannske hrædd.“ „Nei-ei,“ svaraði liún dræmt. „En ég er fegin, að þú komst. Frámuna- lega glöð!“ „Það er ágætt,“ sagði liann og gat ekki varist þeirri hugun, að ofurlitill hræðslusvipur og hjálparleysis færi henni vel. „Ætli það sé ekki bensinið. Hefirðu ekki brúsa með þér til að fylla á geyminn? Pabbi hafði alltaf bensínlögg á brúsa með sér, livert sem hann fór.“ „Það hlýtur að vera nóg bensín á geyminum. Þetta er áreiðanlega eitt- hvað annað. Ég ber hins vegar ekki nægilegt skyn á þessa hluti til þess að geta gert mér grein fyrir, hvað það er.“ Kristian ræskti sig og gerði sér far um að vera öruggur í framgöngu. Hann tók bakpokann af sér og losaði skíðin af fótunum. „Við skulum líta á þetta,“ sagði hann og lyfti vélar- lilífinni. Karen sat kyrr i sætinu. „Geturðu fundið, hvað það er?“ kallaði hún til hans. „Já, það held ég. Réttu mér lykil.“ „Ég liefi engan.“ „Hvaða vitleysa!“ „Hvernig lítur slikt verkfæri út?“ Hún rótaði til i dótinu á gólfinu. „Hérna er eitthvað. Er liægt að nota það?“ Hún rétti honum skiptilykil. Hann vóg hann í hendi sér. „En hve hann er lieitur. Geymirðu tengurnar i vas- anum?“ Hún hló af gáska. „Heldurðu að ég sé vélfræðingur eða bifvélavirki?“ „Það gæti næstum því verið satt.“ Hann beygði sig yfir vélina svolitla stund, en rétti henni svo töngina aftur. „Kemurðu honum í gang núna?“ spurði hann. Hún reyndi, en það tókst ekki. „Jæja, þá get ég ekki hjálpað þér,“ sagði Kristian. „En ég skal fara til Austur-Bangslev og fá bifvélavirkja til að koma liingað með kveikjuþráð. Það er það, sem vantar.“ „Ivristian, ætlarðu að fara frá mér!“ Orvæntingarsvipurinn, sem kom á andlit bennar var svo eðlilegur og ósvikinn, að lionum var skemmt. „Nei, vina mín. Ég fer ekki fótmál, fyrr en þú vilt.“ Hann slengdi hak- pokanum inn í aftursætið, en settisl sjálfur við hliðina á henni í fram- sætinu. „Komdu nú með þráðinn, sem þú klipptir burtu,“ sagði hann. „Hvað segirðu? Hvaða þráð? Ég skil ekki hvað þú ert að tala um. Ég hefi ekkert vit á vélum. „Þú veist miklu meira um þá hluti, cn ég gerði ráð fyrir,“ sagði hann og dró þráðinn um leið upp úr vasa hennar. „Kristian, hvilikur bjáni get ég verið,“ sagði Karen og leit niður. „Hvað þá? Þetta er það yndisleg- asta, sem þú hefir gert.“ „Ég gerði það, af því að ég þráði að vera nálægt þér ofurlitla stund.“ „Getur þú látið „ofurlitla stund“ nægja þér?“ Hann hvíslaði orðunum i eyra liennar. „Nei,“ livíslaði lnin á móti. „Á það að þýða já?“ spurði liann, en henni gafst ekki ráðrúm til svars, Framhald á bls. 29.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.