Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 18

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 18
10 FÁLKANS 1954 ILLI tveggja vegg-kerta- stjaka á óðalssetrinu Skaun, sunnanvert við Niðarós hangir kross- mark úr bronsi, svart af elli og und- arlega skœlt. Maður skyldi halda að það liefði legið undir rústum öld eftir öld. Djúpar rákir eru i likama hins krossfesta frelsara, og önnur höndin er brotin af. í hinni fögru stofu, með gullinleð- ursfóðri á veggjunum, rokokohús- gögnum og gömlum málverkum, er krossmark þetta mesti kjörgripurinn. í meðvitund Skauns óðalseiganda og fjölskyldu hans er það helgidómur, tákn œttarhamingjunnar öld eftir öid. Á sumrin anga fegurstu rósirnar úr garðinum á liillu undir dýrgripnum — og á vetrum, þegar samkvæmi eru á Skaun, þegar allar stofur eru laug- aðar tjósi og glaðværar ungar raddir blandast liljóðfæraslætti og glasa- glaum, gleymist aldrei að kveikja ó kertunum i stjökunum tveimur. Á slíkum kvöldum ber það við að einhver úr fjölskyldunni fari með þig þarna inn i hornið og segi þér sögu krossmarksins. Hún hefir gengið í arf frá föður til sonar í nær fimm hundr- uð ár, þessi raunalega en um leið fal- lega saga um tvær ungar sálir sem elskuðust svo heitt, að ást þeirra lifði allt af — jafnvel dauðann. Fyrir suðvestan Niðarós, skáhallt við Kristskirkju en hinu megin árinn- ar, er Ágústínaklaustrið Elgesetur. Það liggur eitt sér, dimmt og skuggalegt þegar vetrarstormarnir geysa og úlf- urinn vælir inni í skóginum — er undursamlega fallegt. á sumrin, með ána eins og silfurlinda og laufskóg nteð tærum iitum upp eftir hlíðunum. Elgesetur á sína sögu. Þar lét upp- reisnarfullhuginn Skúli jarl lífið ásamt mönnum sínunt, og undir háaitarinu í Maríukirkju sefur hinn voldugi kon- ungur Haraldur harðráði. Blóðugir bardagar hafa verið háðir á þessum slóðum og brunar og farsóttir herjað. En svo komst kyrrð á í klaustrinu. Betlimunkar eru frómlyndir menn og hæglátir. Lifsreglur þeirra eru strang- ar, þeir lifa á ölmusum og starfa að iíknarverkum. Enginn útlagi eða veg- farandi drepur árangurslaust á dyr hjá þeim. Bróðir Benedikt er frómlyndasti máðurinn í klaustrinu. Enginn fastar jafn reglubundið eða iðkar meinlæti eins og þessi veikbyggði maður. — Hann á skilið að fá veglegan bú- stað í himnaríki, er liinn mildi og vingjarnlegi bróðir Andreas vanur að segja. En bróðir Vincent, sem stundum getur verið neyðarlegur, er á annarri skoðun. — Fortið hans er svört, segir hann og ypptir öxlum. Og báðir hafa munkarnir rétt fyrir sér. Bróðir Benedikt, sem heitir réttu nafni Erlendur Árnason, er kominn af einni göfugustu ætt landsins — faðir hans er Árni Erlendsson óðals- herra á Skaun, ríkur maður og vold- ugur. Móðirin dó skömmu eftir að hún átti drenginn, og Erlendur var einkabarn, síðastur í karllegg ættar- innar. Með vaxandi kvíða liafði faðir hans séð hann vaxa upp og verða mjósleg- inn og pervisalegan. í Skaun-ættinni voru kartmennirnir þreknir og herða- breiðir, en Erlendur hafði erft hið fingerða vaxtarlag móður sinnar og falleg dreymandi augu. Snemma hafði hann orðið sólginn í að lesa, og hann hafði fengið að ganga í skóla hjá Dominikanamunkunum i Niðarósi, þó að faðir hans óttaðist að hann mundi hneigjast til klausturslifnaðar við það. Því að svo fór oft um rikra manna syni, sem voru settir til mennta. En Erlendur hafði alls ekki ætlað sér að grafa sig lifandi í klaustri. Þeg- ar hann var nítján ára var hann vak- inn og sofinn að hugsa um unga stúlku með stór, blá augu og hár sem var svo gullið eins og geislabaugurinn um enni guðsmóðurinnar á altaristöflunni í kirkjunni. Hún hét Cecilia og var fóstursystir hans. Móðir hennar hafði verið vinnukona á Skaun, og þegar hún dó hafði Árni Erlendsson tekið barnið að sér. Cecilia var þrenmr ár- um yngri en Erlendur, þau höfðu al- ist uppi saman eins og systkin, en bernskuvináttan hafði breytst í ást. Þeim liafði báðum fundist þetta svo eðlilegt — en Árni húsbóndi var á öðru máli. Þegar þau sögðu honum hvernig komið var varð hann æfur. Cecilia var faileg stúlka, hún var góð og myndarleg, en það var líka allur henn- ar auður. Hann, óðalsherrann á Skaun, liafði ætlað einkasyni sínum annað gjaforð. Erlendur átti að fá rikt kvon- fang, höfðingjaættar. Fátæklingar áttu ekkert erindi inn í þá ætt. Árni Er- lendsson var talinn gæfur maður, en ættardramb hans var óslökkvandi. Svo var Erlendur sendur til Rostock til náms, og Ceciliu var sagt að haga sér skynsamlega — annars yrði hún rekin af heimilinu. Cecilia grét mikið, en hún liafði aldrei vitað af neinum föður nema Árna Erlendssyni t— hún vissi að hann hafði ráð hennar í hendi sér. Þegar Erlendur hafði verið erlendis tvö ár, ákvað fósturfaðir hennar að hún skyldi gefin Finni Jónssyni, syn- inum í Bröttuhlíð, sem var smájörð um hálfa milu vegar frá Skaun. Og hvað gat hún gert nema hlýða, þó að henni fyndist að verið væri að slíta hjartað úr brjósti hennar? Þvi að Erlendi gat hún ekki gleymt — nei, aldrei að eilífu. Erlendur hafði heldur ekki gleymt Ceciliu. Margar fallegar stúlkur hafði hann séð, en enga eins og Ceciliu, engin liafði jafn blá augu og jafn mjúkt, gullið hár. Hvar sem hann fór var hið fagra barnslega andlit fyrir hugskotssjónum hans og stytti honum námsárin. Hún hafði lofað að bíða hans, og þegar faðir hans sæi að þeim væri alvara, mundi hann láta undan síga. Hálfum mánuði fyrir brúðkaup Ceciliu kom Erlendur heim, öiium á óvart. Hann hafði allt í einu tekið það í sig að liann yrði að sjá hana. En Cecilia var ekki heima, hún hafði brugðið sér út að Bröttuhlíð. Þegar faðir hans segir honum frá brúðkaup- inu verður Erlendur fölur sem nár. Það er eins og kaldri hendi sé tekið um hjartað í honum og kreist að. Cecilia hefir brugðist honum, öðru vísi getur það ekki verið. Honum dett- ur ekkí í hug að hún hafi verið þving- uð í hjónabandið. Faðir hans reynir að tala um fyrir honum og nefnir ekki þá hlutdeild, sem hann hefir átt í málinu. Cecilia hæfir ekki sem húsfreyja á Skaun. Hefir Erlendur ekki séð að það eru til fleiri fallegar stúikur en hún? Ragnhildur á Baklca og fleiri stúlkur hafa alltaf verið að spyrja um hann. Þegar Erendur svarar engu espist faðir lians æ meira — hann er ofsa- fenginn, svo grátbænir hann og loks grætur hann eins og barn. En Erlendur stendur og starir út í bláinn. Nú er honum sama um allt. Hann ráfar að heiman án þess að segja orð, yfir brúna til Niðaróss og fær inni hjá gömlu vinunum sínum í Dominikanaklaustrinu. Hann fær bókfell til að lesa, læsir sig inni í litla klefanum, sem munkarnir hafa léð honum og les nótt og dag. En eitt kvödið er hann kominn að niðurlotum. Klausturveggirnir ætla að kæfa liann, liann verður að komast út og fylla lungun lireinu lofti. Hann ætlar sér að ganga lengi — og úti í skóginum, í einverunni undir háum guðs himni, ætlar hann að reyna að komast að niðurstöðu um sjálfan sig, reyna að sætta sig við orðinn hlut — að Cecilia hafi brugðist honum. Hann man ekkert að þetta er kvöldið fyrir brúðkaup hennar, hann hefir ekki haft tölu á dögunum. Bærinn er ekki stór, liann gengur yfir Elgesetursbrúna og beygir ósjálf- rátt inn á mjóa skógarveginn út að Skaun. En ekki fer hann alla leið heim á bæinn. Hann þræðir stíginn með- fram læknum, og stansar ekki fyrr enn hann kemur að stóru eikinni uppi í hlíðinni — eikinni sem hann afi hans gróðursetti. Þarna var það sem Cecilia, bljúg og barnsleg, tók fyrsta kossi hans, þarna var það sem hún hét því að verða hans um aldur og ævi. Það var hlýtt ágústkvöld þá, alveg eins og nú, þau höfðu laumast upp í hlíðina eftir kvöldverðinn og undir eikinni liafði verið svo skuggsýnt og öruggt. Þetta verður allt svo skýrt og kveljandi fyrir hugskotssjónum hans, það svíCur eins og í opinni kviku, og liann hrópar án þess að vita af því sjálfur: — Guð fyrirgefi þér að þú sveikst mig, Cecilia! — Bið þú heldur fyrirgefningu þeim til handa, sem ráðið hefir þessu, Er- lendur, heyrir hann sagt bak við sig. Skógarbotninn er vaxinn mjúkum mosa, svo að hann hefir ekki heyrt hana koma. Hann er fljótur að líta við. — Cecilia! — Ó, Erlendur — Erlendur! Hún fleygir sér í faðm hans — allt hið illa er gleymt, þau faðmast, föl og skjálfandi. Munnur hans hittir fyrir mjúkar og fúsar varir — og í fyrsta algleymingskossinum er eins og him- inn og jörð hverfi þeim, já, eins og tíminn hverfi. Þau hafa ekki aftalað þetta stefnu- mót, það eru forlögin, sem hafa stefnt þeim saman. Og þó að leiðir þeirra eigi að skilja að eilífu þá eiga þau hvort annað núna. Nú eru þau ekki börn framar, hún er kona og hann er maður, og þau elska hvort annað, eins og manneskjurnar hafa elskast frá örófi alda.' Stóra eikin breiðir grein- arnar yfir þau eins og verndarvæng, og myrkrið — blessað myrkrið verður þéttara og þéttara. En nóttina eftir drap Erlendur brúðgumaefni Ceciliu. Finnur Jónsson hafði komið að þeim, hann varð hamslaus af reiði og var ekki seinn á sér að draga sverðið úr slíðrum. Erlendur hafði liníf og örvæntingin jók honum þrótt. Það var dimmt og viðureignin varð löng. — Erlendur liélt að hann yrði að gefast upp i sömu andránni sem honum varð ljóst að andstæðingur hans hefði fengið banasár. Finnur Jónsson hneig niður án þess að í honum heyrðist stuna eða líósti, og skömmu siðar tók hann andvörpin. Erlendur vissi ekki sjálfur hvernig hann hafði dregist heim í klaustrið á Elgesetri. Hann mundi ekki að Cecilia hafði hjálpað honum gegnum skóginn að griðastað hinna útlægu. Bróðir Andreas fann hann við hliðið snemma um morguninn. Hann var illa leikinn, fötin öll rifin og blóðið lagaði lir mörgum djúpum sárum. Hann var milli heims og heljar í marga daga, en svo var bjúkrun munkanna fyrir að þakka að hann náði sér. Þeir spurðu hann einskis, þeir voru ekki vanir því. En þeir vissu hver liann var, og þegar þeir fréttu um dráp Finns Jónssonar hugsaði hver sitt. í legunni löngu varð Erlendi ljóst að hann hafði kvatt þennan heim. Hvað stoðaði það hann þó að valda- mikill faðir hans fengi frelsi lionum til handa — hann varð að afplána synd sína fyrir því. Héðan í frá ætlaði hann að lifa guði. Eysteinn ábóti, grandvar maður, tók fúslega við honum, og þegar undir- búningsárunum lauk tók hann munka- vígslu I Maríukirkjunni á Elgesetri. Hann tók nafnið Benedikt, sem þýðir hinn blessaði, þvi að enginn hafði verið jafn frómlyndur á námsárunum og hann, enginn jafn hjálpsamur og lítillátur og þessi ungi liöfðingjasonur. En bróðir Benedikt getur ekki gleymt. Hvenær sem hann fer að halda að hann liafi sigrast á seiðandi þrá Bergliot Qilhuus-TUoe: KROSSMARKIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.