Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 31

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 *>í)á*>i)&*>&)á*>í)&*>&)&*>M*>i)&*23 fcngið á œvinni. Ég veit að þú vilt byrja á nýjan leik vegna móður þinn- ar, vegna þess að þú ert af hennar lioldi og blóði.“ „Það vil ég, ef ég aðeins fœ tæki- færi til að byrja nýtt líf.“ Shipley þagði um stund en svo sagði hann: „Þú skalt fá tækifærið. í kvöld fer stórt skip í fjögra ára ferðalag. Þetta er vöruskip, sem kemur aðeins á fjar- lægar hafnir allan þennan tíma, og ég liefi útvegað þér léttadrengsstarf um borð. Þetta fjögra ára uppeldi get- ur gert þig að manni. Þegar þú kemur heim skaltu eiga dálitla bankainni- stæðu vísa, svo að þú getir byrjað verslun frá stofni. En ég krefst dreng- skaparloforðs af þér um að þú greiðir aftur peningana, sem þú hefir svikið fyrirtækið mitt um, þannig að kröfu- liafarnir sem niissa fé sitt núna, fái það greitt aftur.“ Þeir horfðust í augu um stund og svo sagði Ted: „Ég lofa þér því, pabbi.“ Shipley varp öndinni. „Flýttu þér þá upp og taktu saman það nauðsynlegasta sem þú þarft að liafa með þér.“ „Pabbi, þú hefir ekki sagt mér hvernig þú ætlar að ráða fram úr þessu." Ted horfði spyrjandi á föður sinn. „Láttu mig um það. Það er mitt leyndarmál, drengur minn. Þegar þú lcemur lieim verður enginn blettur á þínu nafni. Enginn skal nokkurn tima fá að vita sannleikann — ég skal sjá um það.“ „En, pabbi .......“ „Ég geri það sem ég tel skyldu mina, ég geri það vegna hennar móður þinn- ar,“ sagði Shipley og röddin var ein- beitt. „Þú mátt ekki taka á þig sökina og fara í fangelsi, pabbi. Ég get ekki horft upp á það.“ „Þ;Jð er ekki annars kostur.“ „Ekki annars kostur?“ „Nei, þú ferð um borð í kvöld. Ég veit að ég er ekki vel heilsuhraustur og verð varla langlífur. Það' skiptir engu máli bvar ég dey, en þú átt lang- an starfsdag framundan. Þú átt að endurgreiða livern eyri, og mundu að þú ert að starfa vegna hennar móður þinnar.“ Ted stóð upp og gekk að föður sín- um og faðmaði hann. „Ég elska þig og er stoltur yfir að eiga þig fyrir föður.“ Þcgar Ted var farinn fór Shipley út að glugganum og veifaði vasaklútn- um til manns niðri á götunni. Úti- hurðinni var skellt aftur og þegar Ted kom út í garðinn komu þrír menn á móti honum og fóru með liann inn í bifreið, sem stóð á götunni fyrir neð- an. Og svo var ekið burt. Kaj Shipley bafði meðgengið. Nú beið hann dóms, og það eina sem bann bað um var, að hann yrði kveðinn upp sem fljótast. Sonur hans fannst livergi, og fólk sagði að liann befði farið í felur vegna þess að hann blygð- aðist sín fyrir föður sinn. Meðan mál- ið var á döfinni var ekki um annað talað i bænum. Öllum hafði verið vel til Shipleys og borið virðingu fyrir honum, og þetta kom mjög flatt upp upp á fólk. Allir áttu erfitt með að skilja að Shipley væri svikalirappur. Dómurinn var þriggja ára fangelsi. iShipley fór í fangelsið i þeirri trú að hann mundi deyja þar. En erfiðis- vinnan undir beru lofti og hið ein- falda mataræði hafði holl ábrif á liann, hann svaf betur á nóttinni en nokkurn tíiha áður og hresstist með hverjum deginum. Hann hafði verið forustumaður i viðskiptalifinu og eins varð hann það þarna í fangelsinu. Allir leituðu til hans er þcir þurftu á hollum ráðum að halda, allir dáðust að lionum og hann hafði lag á að koma samfélögum sínum í gott skap. Mestu gleðistundir hans voru þegar liann fékk bréf frá Ted. Bréfin voru lesin áður en liann fékk þau, en það kom ekki að sök. Sbipley varð þess vísari að sonur hans var að mannast og það gladdi hann rnikið. Dag eftir dag og nótt eftir nótt fann hann til nærveru konunnar sem hann elskaði. Hún var í klefanum hjá hon- um og liorfði á hann þegar hann var að vinna. Fingur hennar snertu aldrei hár hans, en hún var þarna. Og svona leið hvert árið eftir annað, stritmikil ár, en heilsa Shipleys fór batnandi og varð betri en nokkru sinni fyrr. Oft var Shipley lijá fangaverð- inum. Þeir skildu hvor annan og mátu hvorn annan mikils. Loks rann sá dagur upp að Shipley skyldi látinn laus. Samkvæmt reglum fangelsisins fór hann ekki til vinnu eftir morgunverðinn, en fór til fanga- varðarins, sem sat einn i garðinum sinum. „Setjist þér, Shipley,“ sagði liann vingjarnlega. „Eins og þér vitið er refsivistin yðar á enda í dag.“ Fangavörðurinn sagði eitthvað meira,'og Shipley hlustaði brosandi á hann, þó að hann liefði hugmynd um að eitthvað var að, livað sem það nú gat verið. Fangavörðurinn sagði: „Nú verð ég að gera það erfiðasta, sem ég liefi nokkurn tíma orðið að gera. Mér hefir verið ánægja að hafa yður liérna ...... við liöfum orðið vinir. Þér hafið sýnt að þér eruð sann- ur maður. Þér hafið gert þetta fang- elsi að betri samastað en áður fyrir fólkið sem er hér. Það er einkenni- legt ..... en samt er það svo, að undir eins fyrsta daginn sem þér vor- uð hérna fékk ég grun á yður.“ „Þér — fenguð grun á — mér?“ Shipley leit forviða á hann. Fangavörðurinn stóð upp færði sig bak við stólinn sem Shipley sat á og studdi höndunum á axlir honum. Fanginn hrökk við — liann var lirædd- ur og gat ekki leynt því. Hann hríð- skalf. „Hvað grunuðuð þér mig um?“ spurði Shipley. „Ég grunaði yður um að vera sak- laus — og nú veit ég allt um betta.“ Shipley þrýsti höndunum að stól- bríkunum, hann laut höfði og horfði niður fyrir sig. „Ég verð aðeins að segja, að þér eruð mesta göfugmennið, sem ég liefi nokkurn tíma þekkt,“ liélt fangavörð- urinn áfram. „Annað eða meira get ég ekki sagt, ég á engin orð til að túlka skoðanir minar á yður.“ Nú varð löng þögn. Fangavörður- inn vissi hvað hann þurfti að segja, en ekki hvernig hann átti að koma orðuni að því. Loksins kom það: „Fyrir viku kom bréf til yðar og ég las það eins og ég er vanur. Ég hafði enga ástæðu til að afhenda yður ekki bréfið, aðra en þá að þér áttuð að fara úr fangelsinu eftir viku. Þess vegna geymdi ég það. „Þér eigið við ......“ „Lesið þér sjálfur." Með þessum orðum rétti fangavörðurinn Shipley tvö bréf. Shipley las það efra, sem var frá skipsljóranum á skipinu sem Ted var á. „Kæri Shipley: — Það er engin ástæða til að hafa langan formála að þessu. Við sjómennirnir erum ekki gefnir fyrir málalengingar, og ég vil helst segja ]iað strax, þetta sem ég þarf að segja þér. Ted dó í fyrrinótt eftir að hafa orðið fyrir slysi í ofsa- veðri. Hann sagði mér áður en hann skildi við hvað þú hefðir gert fyrir hann — hve margir feður mundu gera annað eins fyrir syni sína? Ef skoðun min er nokkurs virði þá mun jafnvel guð almáttugur líta upp til þín. Ég legg síðasta bréf Teds hér innan í. Þinn gamli vinur, Mullens skipstjóri.“ Shipley gat ekki komið sér að því að lesa bréf Teds strax. Honum brá í brún er bann sá bve rithöndin var skjálfandi — hann þekkli hana varla. Loks harkaði hann af sér og las: „Elsku faðir minn: — Ég veit að mér er ekki lífs von. Ef ég hefði feng- ið að lifa myndi ég hafa haldið lof- orðið sem ég gaf þér. Ég vona að mamma skilji og fyrirgefi. Guð blessi þig, elsku faðir minn. Það varð löng þögn þangað til þeir sögðu orð. Loks stóð Shipley upp — fangavörðurinn varð hissa, hann hafði ekki búist við að gamli maðurinn gæti tekið þessu svona karlmannlega. „Lofið mér að lijálpa yður, ef það er á mínu valdi, Shipley. Hvað ætlið þér að taka fyrir þegar þér eruð orð- inn frjás maður?“ Shipley studdi hendinni á borðið, leit á svart þakið á fangelsinu og svo upp í bláan himininn. — „Gera?“ Shipley benti á bréf sonar sins og sagði: „Ég ætla að gera það sem syni mínum vannst ekki aldur til að gera. Með guðs hjálp,“ bætti liann við. Klukkutima siðar sá fangavörðurinn einmana maiin labba liægt á burt — út í frelsið. * ALVEG HISSA. Leoparðinn er fljótastur allra dýra á landi, þegar um stuttar vegalengdir er að ræða. Svo sefja að minnsta kosti vísindamenn, sem mælt hafa hraða kengúru, strúta, gasellu og fleiri dýra. Leoparðinn getur komist upp í 72 km. klukkustundarhraða á fyrstu 2 sek- úndunum sem hann lireyfir sig, og á 100 metra spretti kemst liann upp i 113 kílómetra hraða. Það má þykja skritið að skepnur skuli komast lirað- ar í vatni en á þurru landi, því að enn liefir ekki tekist að smiða skip, sem komast eins hratt og samgöngutækin á landi. En sverðfiskurinn kemst upp í 130—160 km. stundarhraða. — Tún- fiskurinn kemst 1% km. á mínútu og gengur næstur sverðfiskum. Bláhval- urinn getur náð 37 km. stutta stund, en fer ekki nema 10 km. á lengri vegalengdum. Makríllinn kemst 48 km. á klukkustund, og flugfiskurinn fer með 24—32 km. hraða þegar hann keniur upp úr sjónum en eykur þann liraða upp í 90 krn. í hoppinu, sem þó er ekki lengra en 45 metrar. — Vatna- fiskar eru fremur seinfærir. Laxinn er fræknastur og kemst upp i 29 km. hraða en urriðinn 16 km. EKKI JÓLAGÆS. — Þessi gæs sem telpan er að strjúka, þarf ekki að ótt- ast að lenda i bakaraofninum á jól- unum. Það er nefnilega mjiig „ætt- göfug“ gæs, og er á alifuglasýningu íLondon. JÓLASVEINN í NORÐURSJÓNUM. Áhöfnin á vitaskipinu „North Good- win“ í Norðursjónum verður líka að finna að jólin eru til. Jólasveinninn hefir komið um borð í þyrilflugu með jólabögglana, en verður þó að lenda á öðru skipi en þaðan eru bögglarnir sendir um borð. JÓLAVIÐBÚNAÐUR. — Jólaannirnar eru margs konar. Litla stúlkan kepp- ist við að sauma kjól á brúðuna sína og kjóllinn er saumaður eftir rnáli, svo að hún verður að máta hann hvað eftir annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.