Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 47

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 47
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 *^*^*^*^*>^*^*;^**M*M*^*M*M*&£*;¥£*39 I „HANN HEFIR ENGA HÆFILEIKA," SAGÐI LEIIÍDÓMARINN. VERDI hinn ódauðlegi söngleika- snillingur Sfjtir Vonald Culross ‘pcattie. TJtjAÐ var komið að frumsýningu •*"ir söngleiksins og tenórsöngvarinn hafði ekki enn fengið nóturnar við hið mikla hlutverk sitt i siðasta þætti: „Þær eru skrifaðar," sagði tón- skáldið í liuggunartón, „en ef nókkur heyrir þær ú meðan ú æfingum stend- ur, verða þær komnar um allar Fen- eyjar áður en tjaldið er dregið upp fyrsta sýningarkvöldið, og þá mun verða sagt að ég hafi stolið þeim. Söngvarinn varð að bíða til síðustu stundar að honum væru afhentar nót- urnar, en þær voru svo auðlærðar og lirífandi að hann kunni þær strax utan að. Og á frumsýningunni kom það í ljós að þessi söngleikur náði þá þegar liámarki listarinnar. Og áður en Rigóletto var tokið mátti á hinu milda maíkvöidi heyra formennina á ítölsku róðrarbátunum syngja „La donna é mobile“. (Konan er hvik- lynd). Enn i dag, lnindrað árum seinna, verkar arían eins ný og fersk og þá er.hún flaut úr penna liins ódauðlega snitlings, Giuseppe Yerdi. Hvernig stóð á því að þessi gjósandi tónaupp- spretta braust út í hinum flatlenda Pódal og hjá traustu og kyrrlátu bændafólki? í hinu litla þorpi Le Roncole, sem aðeins eru nokkur hús meðfram þjóð- veginum, rak Carlo Verdi veitingahús og þar fæddi kona hans son 10. októ- ber 1813. Eins og hjá mörgum stór- mennum á sviði tónlistarinnar komu liæfileikar drengsins mjög greinilega í ljós, þegar hann fjögurra ára dreng- ur liljóp á eftir umferðaspilara sem liét Bagasset. „Látið þið strákinn læra hljómlist,“ sagði Baggasset við Carlo Verdi og sló nokkra tóna á fiðluna — og nokkru seinna útvegaði hinn stórláti veit- ingamaður gamalt aflóga .hljóðfæri handa honum litla „Peppino" sínum. Söngkennari í þorpinu var fenginn til að segja drengnum til og þegar Peppino var 12 ára varð hann organ- leikari við litla þorpskirkju í Le Roncole. í fimm kílómétra fjarlægð var næsti kaupstaður, Busseto. Carlo Verdi vildi láta Peppino ganga i skóla og kom liinum granna og föla dreng með gráu augun fyrir hjá skósmið í bænum. ítalirnir elska hljómlist og stór- kaupmaðurinn Antonio Baressi var engin undantekning. Hann réð Pepp- ino í verslun sina aðeins vegna þess að drengurinn hafði svo auðsæja liæfi- leika. Baressi sá um að honum yrðu kennd sígild fræði hjá einum prest- anna í þorpinu og söngfræðslu fékk hann hjá organleikara dómkirkjunnar, Provesi. Að lokum var drengurinn tek- inn í fjölskyldu Baressi og alinn upp með elstu dótturinni, Margherita. Þau lásu saman ljóð og spiluðu tvímenning á nýja, fína píanóið sem pantað var frá Vin. Þegar Giuseppe Verdi var 18 ára var honum ráðlagt að halda áfram við hljómlistarnám á sönglistarskól- anum i Milano. Og með loforð um efnalegan styrk úr sjóði, sem stofnað- ur var til stuðnings framsæknum ung- um mönnum, fór hann vongóður af stað. En við inntökuprófið í söng- listarskólann sá dómnefndin ekki annað en kauðalegan ungan mann, sem að aldri og klæðnaði stakk mjög í stúf við hina nemendurna, og sem i viðbót sat einkennilega klaufalega við hljóðfærið. Niðurstaðan varð því sú að hinir háu herrar viku frá hinum mestu sönggáfum, sem nokkurn tima hafa sótt um inntöku i tónlistarskól- ann — og mörgum árum seinna viður- kenndu þeir mistök sín með þvi að breyta nafni skólans úr Sönglistar- skóli Milanos, í „Sönglistarskóli Verdis“. Verdi var niðurbrotinn eftir synj- unina. Þó féll honum það ekki eins þungt sjálfs sin vegna eins og vegna vinanna sem liöfðu treyst honum. En liann komst fljótt að raun um að engum af vinum hans kom til hugar að svíkja hann; dómkirkjuorganleik- arinn Provesi var alltaf fullviss um að hinn ungi maður væri ætlaður til stórræða. Styrkurinn frá bæjarsjóðn- um stóð honum enn til boða. Baressi var alltaf reiðubúinn að hjálpa lion- um áfram, bæjarráðið ákvað að skipa hann söngstjóra og Marglierita vildi stöðugt giftast honum. Daginn eftir 22. afmælisdag liennar rættist draum- ur hennar. Með kossa foreldranna ú kinnum sér og fangið fullt af blómum hélt hún af stað með sínum snjalla, óþekkta, manni til þess að eyða hveiti- brauðsdögunum i Milano. í þessum bæ hafði Verdi lært hjá hinum þekkta Lavigno, sem hafði kynnt liinum unga nemanda sínum verk Mosarts, einkum söngleiki hans. Og það var móti hinum tælandi en tor- sótta heimi söngleikanna, að hinn ungi og öruggi Verdi skundaði nú. Þá, eins og nú, . var Milano ekki einungis frægasti söngleikabær Ítaliu, heldur alls heimsins. Á La Scala leikhúsinu komu saman liinir bestu söngvarar, söngstjórar og tónskáld, sem kepptust við að skapa hið full- komnasta á sviði tónlistarinnar. Á Ítalíu blómgast þessi list álíka vel og blóm merkurinnar, þvi að öll þjóðin elskar söng. Fiskimcnnirnir sem draga inn netin sín, ungu stúlkurnar sem þvo lín í læknum, elskendur sem reika um blómkrýnda stíga — allir syngja við raust. Engin furða að óperan varð til einmitt í þessu landi á 16. öldinni — og á dögum Verdi voru allir gripnir af sannkallaðri óperuvímu, hver og einn einasti Itali átti sitt uppáhald meðal söngvara, söngstjóra og tón- smiða. Til þess að mæta þessari óseðj- andi lirifningu urðu leikhússtjórarnir á hverju ári að útvega söngleiki í tugatali. Árið 1836 vann hinn ungi Verdi fyrsta sigur sinn á þessu sviði með þvi að skrifa söngleikinn Oberto. Svo hittu sorgirnar hina litlu fjöl- skyldu. Fyrsta barn hjónanna, dóttir, sem var augasteinn föðurins, dó í ágúst 1838 einungis einum mánuði eftir að Margherita hafði eignast son. Verdi reyndi, einmitt um þetta leyti til þess að velcja áhuga Merelli, leiðtoga lista- mannanna i La Scala, á Oberto. En Merelli var efunargjarn, vantrú- aður maður, umsetinn af ungum tón- skáldum. Meðan á því stóð reyndi Verdi að vinna fyrir daglegum þörf- um með þvi að stjórna kórum og hljómsveitum, skrifa göngulög og kirkjusöng og raddsetja verk fyrir hljómsveitir. Hjónin fluttu í ódýrari íbúð en þrátt fyrir það varð Margher- ita að veðsetja skartgripi sína til þess að borga húsaleiguna. Og aldrei kom svar frá Merelli. Haustið 1839 þegar allt var sem dapurlegast dó litli drengurinn þeirra. Á þessum sorgartímum áttu þau þó liauk í horni, þar sem helsta sópran- söngkorian við La Scala var. Giusepp- ina Strepponi, sem hafði eins stórt hjarta og rödd hennar var mikil, fékk að lokum sannfært Merelli um að Oberto ætti að leika. Það liafði góðan árangur og leikhússtjórinn pantaði ennfremur þrjár sýningar hjá Verdi fyrir ríflega þóknun. En sorgin og áhyggjurnar liöfðu fengið svo mjög á Margheritu að skömmu siðar veiktist hún og dó. Og maðurinn sem örlögin höfðu þrisvar fellt til jarðar var nú samkvæmt samn- ingi skyldugur til að ljúka við skringi- legan skopleik. Með einstökum sálar- styrk efndi Verdi loforð sitt, en svo litið fjör og gleði var í þessu verki hans að við fyrstu sýningu mætti það fussi og sveii, úldnum tómötum rigndi niður og hlátrasköllin létu eins og væl blóðþyrstra úlfa í eyrum hins unga örvilnaða tónskálds úti i baktjaldinu. Eftir sýninguna sór hann hátt og há- tiðlega: „Ég skal aldrei framar semja lög.“ í marga mánuði varð enginn var við Verdi. En á heimleið eitt desem- berkvöld kom Merelli auga á veru sem streittist áfram í kafaldinu. Það var hið óhuggandi tónskáld. Merelli fór með hann heim á skrifstofu sína, fékk honum söngljóð og þvingaði hann til að lofa því að hann skyldi semja lög við þau. Þegar Verdi kom aftur heim til sín kastaði hann örvilnaður textanum á borðið, en bókin opnaðist og augu hans staðnæmdust við þessa línu: „Va Pensiero sull ’li donate“. („Lyft þér hugur á gullnum vængjum"). Verdi rak i rogastans, eitt augnablik — svo fór liann að lesa textann. Fljótt á litið virtist það vera um Nebúkad- nesar — konunginn, sem færði Gyðingana i ánauð. En Verdi sá fljótt að þetta var dulbúin árás á hina aust- urrísku harðstjórn yfir meiri hluta Ítalíu (einungis i norðvesturliorni landsins heppnaðist konunginum í Piemonte að varðveita frelsið). Text- inn kom liinum unga tónsnillingi í geðsliræringu sem var enn sterkari en sorg hans. Hann rétti fram höndina og þreif nótnapappírsörk ...... Nabucco, eins og óperan hét var fyrst sýnd í La Scala 1842 og frá hin- um fyrstu ólgandi tónum kórsins til hins siðasta glymjandi lúðraþyts var sýningin hvað eftir annað stöðvuð af ofsalegum gleðilátum. Þegar spámað- urinn Sakarías söng „Dauða yfir hina útlendu harðstjóra!" vissu allir í saln- um að hann átti við Austurriki. Og þegar Gyðingarnir í söng sínum grétu yfir Zion „Mitt fagra missta föður- land!“ hugsuðu ítalarnir einungis um sitt eigið óhamingjusama land. í hvert sinn sem austurrískir liermenn komu um þetta leyti, inn á kaffihús, fóru ítalarnir að raula hinn mikilfenglega söng úr Nabucco, „Lyft þér hugur á gullnum vængjum“! Götudrengirnir blístruðu hann, lírukassarnir spiluðu liann fyrir framan austurrísku lög- reglustöðina. í liverju horni hins und- irokaða lands breiddist söngurinn út eins og fyrirboði um frelsi. Söngur verður ekki rekinn til baka með byssu- stingjum, hann er ekki hægt að stöðva — söngva Verdis síst af öllum, því þá er svo auðvelt að syngja. Eftir þvi sem fleiri og fleiri ætt- jarðarsöngvar flutu úr penna Verdis voru þeir af andstöðuhreyfingunni notaðir sem stríðssöngvar. Á húsveggi um alla Ítalíu skrifuðu ættjarðarvin- irnir Viva V.E.R.D.I. — Vittorio Emanuel Re D’ Italia (Konungur Ítalíu). Og hinn annars svo rólegi tón- smiður lagði fram peninga til inn- kaupa á skotvopnum, scm liann sjálf- ur hjálpaði til að smygla yfir landa- mæri Austurríkis. Verdi átti með full- um rétti viðurnefnið „tónskáld bylt- ingarinnar“.* Verdi kallaði sjálfur þessi tólf ár í Milanó sitt „galeiðuþrælstímabil“ — hann liafði orðið að vinna eins og þræll við að semja, æfa og stjórna ekki færri en 16 söngleikjum. Svo var hann gripinn af liinum ó- raunverulega heimi tónanna að hann hafði aldrei tíma til neins einkalífs. Aðeins hið allra besta lét hann sér nægja og til að komast svo langt liikaði hann ekki við að meðhöndla dramb- saman hetjutenór eins og skóladreng, eða ráðsgast svo mikið með eina aðal- Framhald á bls. 41. * Eftir að keisaradæmi Napóleons var hrunið til grunna ákvað höfðingja- fundurinn í Vin 1813 að Austurríki skyldi hafa yfirráðin á Italiu. Landið var fyrst sameinað og losað við erlend yfirráð 1870 undir stjórn Emanúels þriðja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.