Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 52

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 52
44 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 JEAN DARBOT: í 8 s Fangi hjartans Framhaldssaga. prjónapokanum. Hún mundi greinilega að hún hafði séð hann liggja í stólnum, og sem snöggv- ast hafði hvarflað að henni að hún skyldi taka hann og fara með hann inn, því að hann hefði ekki gott af að vera í sólskininu, en hún var hrædd um að Clyde yrði kominn á undan henni og færi að bíða ,svo að hún gaf sér ekki tíma til þess. Nei, hún hafði ekki komið að stólnum — ekki snert prjón- inn. Þegar hún kom heim hafði móð- ir hennar heyrt að garðshliðinu var skellt, og hafði kallað til hennar innan úr húsinu. Hún hafði tekið prjónapokann og geng- ið beint inn til móður sinnar. Hún hafði haldið á pokanum í hend- inni, með votum baðfötunum, og verið að tala við móður sína. Móð- irin hafði minnst á sálarfræþing- inn. Sylvia hrópaði „nei, nei, nei,“ eða eitthvað þess háttar og hljóp upp í herbergið sitt og þar hafði hún fleygt prjónapokanum á borðið og baðfötunum á barminn á baðkerinu, gegnum opnar dyrn- ar. Og svo hafði hún sest við snyrtiborðið og farið að bursta hárið. 1 allri þessari hugsanaröð var ekki nokkur glompa, hvergi svo mikið sem ein sekúnda, hvað þá sá tími sem þurft hefði til að rekja upp pilsið. Það hlyti að hafa tekið nokkurn tima, því að pilsið var hér um bil búið. En hún mundi ekki, mundi ekki hvenær hún hafði gert það. Og enginn annar gat hafa gert það, því að engum var hagur í að eyðileggja pilsið hennar. En baðfötin þá — hafði hún gert eitthvað við þau — klippt þau í tætlur, kannske? Hún tók kreppta hnefana frá augunum og reikaði inn í bað- klefann, eins og hún gengi í svefni. Baðfötin hengu á barm- inum á baðkerinu, þar sem hún hafði fleygt þeim. Það var ekk- ert við þau að athuga, hún hafði ekki gert neitt við þau. Hún leit á klukkuna. Hún hafði ekki verið heima nema hálftima og verið að bursta hárið allan tímann. Hún hafði burstað og hugsað um Clyde og ekki hætt að bursta. En ein- hvern tíma á þess- um hálftíma hlaut hún þó að hafa hætt að bursta hárið, og rakið upp pilsið. Eða hafði hún farið og tekið prjónapokann áð- ur en hún fór í sjóinn? En tíminn — nei, það hafði ekki verið neinn tími til þess? Hún yrði að spyrja Clyde á morgun hvort hún hefði komið mjög seint i dag. Æ, nei, hún gat ekki spurt Clyde ■— hún mundi ekki sjá hann á morg- un — eða hinn daginn — eða nokkurn tíma. Hún tók hægt í snúruna og dró saman pokaopið og fór með pokann inn í fatakompuna og fleygði honum upp á hilluna, bak við hattaöskjurnar. Gregory Penham var lítill maður vexti, gráhærður og með gleraugu. Það var ekkert sér- kennilegt við hann — einn af þessum mönnum sem Sylvia hefði getað gengið fram hjá án þess að taka eftir. Yfir miðdegisverðinum töluðu þeir Riveroll og hann um gamlar endurminningar úr skólanum. Sylvia þagði og nartaði í matinn. „Viltu ekki sækja prjónana þína?“ spurði frú Riveroll er þau voru sest inn í stofu til að drekka kaffið. „Mig langar ekkert til að prjóna núna,“ svaraði Sylvia og roðnaði. Enginn mátti fá að vita hvað hún hafði gert. „En þú sýndir mér í morgun hve lítið það er sem þú átt eftir,“ hélt frú Riveroll áfram. „Æ, tók ég nú bollann þinn? Líttu á, taktu þá bollann minn í staðinn, ég hefi ekki snert hann.“ Hún tók við bollanum, sem móðir hennar rétti henni, en svar- aði engu, og minntist ekki á að móðir hennar hafði sett sykur í hann, en sjálf notaði Sylvia aldrei sykur í kaffi. Það var þess vegna sem frúin tók eftir að hún hafði tekið bolla Sylviu. Nú setti hún sykur í bollann, en Sylvia flýtti sér að koma ofan í sig sætu kaff- inu. Það var viðbjóðslegt á bragð- ið og Sylvia skildi ekki hvernig nokkrum manni datt í hug að drekka sykur í kaffi. En allt sem hún gerði var rangt og hún vildi ekki fara að vekja athygli með því að segja að hún gæti ekki drukkið sæta kaffið hennar móð- ur sinnar. „Manstu þegar við . .. . “ sagði Riveroll. Faðir Sylviu var alls ekki far- inn að grána. Annað hvort var Penham yngri en hann hafði út- lit til, eða hann hafði þá verið ofar í skólanum en faðir hennar. En þó varð það ekki ráðið af sam- tali þeirra. Sylvia hafði ekki fylgst með tali þeirra langa stund. En allt í einu heyrði hún nefnt orðið „skólaþak" og varð órótt, eins og hún ætti að fara að ganga und- ir próf. Hún hafði líka setið uppi á skólaþaki einu sinni, og þó að hún yrði hundrað ára mundi henni alltaf verða óglatt er hún heyrði talað um að klifra uppi á þaki. .... Annars fannst henni svo skrítið að hlusta á að faðir henn- ar og Penham skyldu hafa verið strákar einu sinni, og leikið sér a.ð flugdrekum. Af samtali þeirra yfir borðum hafði helst mátt ráða að þeir hefðu ekki kynnst fyrr en í efri bekkjum skólans, og Sylvia taldi víst að það væru ekki nema smástrákar sem lékju sér að flugdrekum. „Hvernig komust þér niður af þakinu?“ spurði hún allt í einu, og orðin flugu út úr henni áður en hún hafði hugsað þau. „Æ, ég las mig niður sömu stoðina, sem ég hafði klifrað upp.“ „Skilurðu, Sylvia klifraði einu sinni út á þak þegar hún var í skólanum,“ sagði Riveroll, og nú fór Sylviu að hita í kinnarnar. Hún tók eftir aðvörunaraugunum sem móðir hennar leit til hans — móðirin skildi kannske betur hve óþægilegt þetta umtalsefni var. „Og hvernig komust þér nið- ur?“ spurði Penham og brosti góðlátlega. „Ég komst aldrei niður, ég sit þar ennþá,“ svaraði Sylvia, en á sama augnabliki var eins og járn- hönd kreisti að hjartanu í henni. Hvernig gat hún sagt svona flónsku — svona gat maður sagt við Clyde í gamni en alls ekki við fullorðið fólk, sem maður vildi sýna hæversku. Það kom furðu- svipur á Penham og hana sárlang- aði til að segja honum alla sög- una: að hún hefði húkt þarna vegna þess að hún hafði hugsað sér að strjúka og gifta sig til að eignast heimili. Það hafði hún aldrei sagt neinum, ekki foreldr- um sínum ekki einu sinni systur Roberts. Það var nærri því ó- mögulegt að stilla sig um að tala um það, orðin brutust um niðri í henni og vildu komast út. Henni var létt í hug og hjartað sló hratt. Nei, nei, hugsaði hún kvíðin,! ekki núna aftur. Ekki galsaköst' tvo daga í röð. En þetta var al- veg sama tilfinningin og í öll hin skiptin — ég er að fá kast núnat Mig langar ekkert til að tala, og ég fékk hjartslátt af þvi að mér er illa við að tala um þök. Það er ekki þetta óþægilega, sem er að koma yfir mig núna. Það er aðeins kvíðinn fyrir því að það muni koma, því að pabbi og mamma sátu á svölunum og voru að tala um, að þau væru hrædd um að þetta kæmi meðan Gre- gory stæði við hérna. „Þetta var skrítið,“ sagði Pen- ham. „Segið þér mér meira!“' Hann tók af sér gleraugun, þurrk- aði þau með mjallhvítum vasaklút og setti þau kyrfilega á sig aftur, eins og læknir í kvikmynd, þegarj hann tyllir sér til að hlusta á lýs-; ingu sjúklingsins. „Það er ekkert meira um það; að segja,“ sagði Sylvia. „Ég gekk; í svefni og vissi ekki hvernig ég; lenti úti á þakinu. Garðyrkju-i maðurinn kom með stiga og hjálp- aði mér ofan.“ „Gangið þér í svefni?“ „Ekki nema í þetta eina skipti.“ í Framhald í næsta blaði. Henni var huggun að því að lyfta heyrnartólinu ....
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.