Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 57

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 57
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 IX CAREYSMITH: ( 6 ) TRINIDAD FRAMHALDSSAGA. í buxnavasana og sagði liryssings- lega: — Ég er þreyttur. Eg held að ég verði að sofna dálitla stund. Hún ætlaði að reyna að tala dálitið við liann — reyna að útskýra .... — Ætlarðu ekki að borða hádegis- verð? 1 — Nei, þakka þér fyrir. STEVIJ skellti hurðinni á eftir sér þegar hann fór út og sást ekki næstu klukkutímana. Chris gekk rólega fram og aftur um stofuna þangað til tími var kominn til að liafa fataskipti, en Steve lét ekki sjá sig. Hann kom ekki fyrr en bílstjóri Fabians liringdi dyra- bjöllunni. Hann leit til Cliris eins og hún væri bráðókunnug kona og talaði ekki orð við hana á leiðinni. Chris leið illa og hún reyndi að brjóta upp á einhverju sem þau gætu talað um, en það eina sem henni hugkvæmd- ist var að hún yrði að gefa Steve skýringu á hvers vegna hún hefði sagt honum ósatt um kunningsskap þeirra Fabians. En um það gat hún ekki talað í bílnum þvi að bilstjórinn heyrði til þeirra. Hcnni lá við gráti er þau óku inn um hliðið, og hún beit á vörina og sneri sér undan þegar Steve leit á hana. Stóra húsið virtist ekki eins vistlegl núna, eftir að dimmt var orð- ið. Það var þvert á móti iskyggilcgt. Eitthvað óhugnanlegt var við það þarna í tunglsljósinu. Allt var svo hljótt, grafhljótt eins og sjálf nátt- úran héldi niðri í sér andanum og væri að biða eftir .... Allt í einu rauf skjálfandi kvein, sem varð að ópi, þögnina. Það hlaut að koma frá manneskju í sárri neyð. Chris hljóp til Steve og tók dauðahaldi í handlegginn á honum. Hún reyndi að segja eitthvað, en tennurnar glömr- uðu í munninum á henni, þvi að hún skalf eins og hrísla. Steve horfði forviða á hana. Hún virtist vera að ganga af göflunum af hræðslu. Hafði hún ekki skilið livað þetta var? — Hundarnir, sagði hann stutt. Annars var það skritið uppátæki að tjóðra hundana við dyraþrepin. Herra Fabian hlaut að vera ákaflega þjóf- hræddur. Já, náttúrulega, hundarnir. Chris sleppti takinu. En það fóru enn kippir um hana er liún sá stóru hundana með tunguna lafandi út á milli hvassra vígtannanna. Bjarta ljósið og hinn smekklegi i- burður í forsalnum mikla hafði að vissu leyti róandi áhrif. Það var fá- sinna af henni að ala nokkurn kvíða i sambandi við Max. Það var óhugs- andi að fella grun á hann. En það voru svo margir kringum liann, sem þóttust vera vinir hans af því að þeir höfðu ágirnd á peningunum hans. Hver veit nema að einhverjum þeirra hafi fundist Neal vera fyrir sér? .... Steve truflaði hana meðan hún var í þessum hugleiðingum. — Hér þykir mér vera mikið í borið. Herra Fabian lilýtur að vera Joðinn um lófana. Max hafði komið inn án þess að þau tækju eftir. Steve og Chris hrukku við er þau sáu hann, en hann sagði ofur blátt áfram: — Ég vona að það þurfi ekki að verða þröskuldur milli okkar, hr. Emery. — Nei, því þá það? sagði Steve. — Ég hefi aldrei haft neitt á móti peningum. Fabian glotti. Hann tók kokkteil- glas af borðinu lijá þeim og sagði við Chris: — Vilt þú það venjuléga? — Já, þökk fyrir, muldraði Jiún og fann að roðinn kom fram i kinnarnar aftur. Henni leið beinlinis illa. Henni var óglatt. Fabian sneri .sér að Steve. — Og þér, hr. Emery. Hvað má ég hjóða yður? Steve svaraði og leit um leið mein- lega til Chris: — Þökk fyrir — ætli ég fái ekki þetta venjulega, lika .... Fabian virtist ekki taka eftir live gestir hans fóru þjá sér og voru dauf- ir i dálkinn. Hann hélt áfram sam- ræðunum eins og góðum gestgjafa sæmir. — Og hvernig list yður á Trinidad, hr. Emery? — Hve lengi hafið þér hugsað yður að dveljast hérna? 'Steve góndi ofan í glasið sitt og sneri því milli fingranna. Ljósið blik- aði i slípuðum krystallinum. — Ég veit það ekki, byrjaði hann, en svo þagnaði liann allt i einu. Hann starði á glasið sem liann var með í hendinni, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. En honum hafði ekki missýnst. Þarna var liann, ó- gagnsæi ferhyrningurinn á glæru glasinu. 'Þegar hann loksins leit upp horfði hann beint á Fabian og sagði: — Eig- inlega kom ég hingað af því að Neal hafði útvegað mér atvinnu hérna. En hann minntist aldrei á hver hún væri. Þér vitið ef til vill hvað hann liafði í liuga, hr. Fabian? — Því miður man ég ekki til að Neal minntist á neitt þess konar við mig, sagði Fabian greiðlega. — En að vísu hafði ég ekki talað við hann í nálægt tvær vikur þegar .... Hann þagnaði og leit hugsandi á Chris. — Ekki það, sagði Steve. Hann var að fitla við glasið sem hann hélt á í hendinni og lyfti þvi upp á móti ljósinu til að dást að lcrystallinum. En hann horfði mest á ófægða blettinn, sem var með sama skjaldarmerkinu og hann hafði séð á skrifpappirsörk einu sinni áður. Sama merkið sem var á siðasta bréf- inu frá Neal. — Svo að þér hafið skjaldarmerki, hr. Fabian, sagði hann og brosti tví- rætt. Fabian bandaði frá sér með hend- inni. — Það er varla hægt að kalla það skjaldarmerki eða ættarmerki, sagði hann. — Ég á eiginiega enga ætt! En ég nota þetta til prýði. Líst yður vel á það? Steve fór sér að engu óðslega meðan hann var að skoða glasið en svo sagði liann: — Já, en mér sýnist .... — Mér sýnist ég hafa séð þetta merki áður sagði Steve rólega. Hann leit upp og augu þeirra mætt- ust. — Er það satt? sagði liann létt. EKKI sást í augum Fabians neinn sá vottur byrjandi ótta, sem Steve hafði búist við að sjá. Það virtist ekki einu sinni hafa komið á liann. Þvert á móti, liann virtist ánægður, eins og hann væri að smjatta á eintiverju sem gott væri á bragðið. Og lítill munnurinn var þvi líkastur sem hann væri að sjúga i sig vissuna um að Steve hefði hugboð um eitthvað, sem gæti orðið honum hættulegt. Steve leit ekki af honum, en fann um leið til kulda, eins og honum rynni kalt vatn milli skinns og hörunds. Fabian leit af honum, bauð Chris arminn og hneigði sig liæversklega: — Eigum við ekki að ganga til borðs? Borðið var langtum of stórt handa aðeins þremur manneskjum, þau sátu svo langt hvert frá öðru að það var crfitt að halda samtaiinu gangandi. Steve var þegjandalegur og hnykl- aði brúnirnar öðru hverju af gremju, en er frá ieið varð hann niðursokk- inn i sinar eigin hugsanir. Chris fann lika að liún átti erfitt með að festa husjann við það sem Fabian var að tala um. og hún varp léttar öndinni er liann fór að segja frá ferðalögum en hætti að tala um það sem þurfti að svara. Hvernig stóð á þvi að hún hafði aldrei tekið eftir lymskunni í augum hans fyrr, og hve vel þau voru falin í djúpum augnatóttunum og und- ir miklum brúnum. Þegar liún horfði á hann frá hlið tók hún eftir að enn- inu hallaði aftur eins og á gorilla- apa. Chris smá-nartaði i matinn og horfði niður á diskinn er Fabian liallaði sér fram á borðið. — Chris, nýi brytinn minn kom hingað beint frá París, og það kostaði mig ærna fyrirhöfn að ginna hann hingað. Ef þú getur ekki meira er ég hræddur um að hann móðgist og fari frá mér. Chris fannst hún þurfa að afsaka sig vegna þessarar góðlátlegu ofani- gjafar. — Maturinn er ljómandi góður, Max. Og ég hcfi gert honum góð skil. — Mér finnst þú varla liafa snert á ...... HANN þagnaði því að liáværar raddir heyrðust framan úr forsalnum. Fyrst hélt Chris að brytinn liefði opnað útvarpstækið i fuliri hæð, — þetta var líkast æsingaatriði úr leik. Hún leit á Fabian, hann hlustaði svo ákaft að það tognaði á hálsinum á honum og adamseplið kom langt upp fyrir hvitan harðan flibbann. Og nú gnæfði reið kvenmannsrödd yfir allar hinar: —........ óþægindi. Ég skal ....... Svo lieyrðist brak og brestir og skelkuð karlmannsrödd sagði: — Æ, heyrðu, góða Veronica ...;.. Fabian gretti sig. — Afsakið þið mig, sagði hann. Chris og Steve litu livort á annað. Það hafði verið eitthvað haturskennt i þessari aðvörun. Svo varð hljótt — svo hljótt að Chris hélt niðri í sér andanum. Nú fór kvenröddin að lilæja vitfirringslegum lilátri og karlmaður skvaldraði svo liátt sem hann gat til að yfirgnæfa hana: — Gestir? Hvað áttu við með því? Hefurðu gesti? Hérna ........? Steve stóð upp og gekk fram i for- salinn. Chris kom hikandi á eftir. — Þér áttuð ekki að koma aftur fyrr en á morgun, heyrði Steve Fabian segja. — Hvers vegna komið þér núna? Samanrekinn maður með vonsku- legt bolabítsandlit svaraði önugt. — Af þvi að ég afréð að gera það. — Ég sagði lionum að við skyid- um bíða þangað til á morgun, Max, en hann vildi ekki hlusta á mig .... Þetta var liðlega vaxinn maður með óttaslegið augnaráð undir gleraug- ununi. Steve virti liann vandlega fyrir sér. Hvar liafði liann séð þennan mann áður? Svo renndi hann augun- um til þriðja mannsins í hópnum og hrökk við. Þetta var maðurinn úr flugvélinni. Skrítni maðurinn með ná- hausinn, sem hagaði sér svo einkenni- lega þegar nafn Neals var nefnt. Þetta fór að verða spennandi. HANN steig eitt skref áfram en i sama bili leit Fabian við. Hann var sót- rauður af geðsliræringu, en þegar hann sá Cliris og Steve reyndi hann að láta ekki á neinu bera en brosti afsakandi. — Þetta eru nokkrir kunningjar sem eiga lieima liérna núna. Þeir hafa verið að skemmta sér. Skýringin virtist vandræðalega ó- sennileg. En Steve kinkaði kolli án þess að svara einu orði og sneri sér að manninum við slaghörpuna. — Ég held að við höfum sést áður. — Nei, nei. Ekki man ég til þess! Pervisalegi maðurinn hörfaði hræddur undan. — Munið þér ekki eftir þvi? sagði Fabian. — Herra Bronec er mjög góð- ur vinur minn, hr. Emery. Hvar hafið þið hitst áður? Hann yppti brúnum og virtist vera mjög forvitinn, en honum tókst ekki að hafa augnaráðið rólegt. Augun hvörfluðu eins og á flótta milli þeirra. Steve ltafði gaman af að sjá hve órótt honum var, en hann lét sem liann hefði ekki heyrt spurning- una og sagði, um leið og liann sneri sér að Bronec: — Líður yður betur núna? Fabian gaf ekki Bronec ráðrúm til að svara, hann flýtti sér að spyrja: — Hefirðu verið veikur, Peter? Ekki hefirðu sagt mér það. Steve brosti en Bronec var auðsjá- anlega ekki mönnum sinnandi af hræðslu. — É-ég hefi ekki verið veikur. Þ- það var í flugvélinni. — í flugvélinni ....! át Fabian eftir og lést verða mjög forvitinn. Honum létti auðsjáanlega. En svo kom angistin aftur fram i augunum á honum. — Þú ert byrjaður að stama aftur, aumingja Pétur, sagði hann vorkenn- andi. — Þú veist að þú ert vanur því þegar þú ert þreyttur — hvers vegna ferðu ekki upp og hvilir þig? Framhald í næsta blaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.