Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 43

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 43
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 *^*&^*>^*>^*^*^*^*35 KÓRÓNUR HRYNJA. 1 byrjun fyrri heimsstyrjaldarihn- ar, 31. júlí 1914, voru í Evrópu fjögur keisáradæmi (að fneStöidu Tyrklandi) og 18 konungsríki, þegar með eru talin konungsríkin innan þýska ríkjasam- bandsins. En núna, 40 árum seinna, eru öll keisaradæmin úr sögunni og aðcins sjö konungsriki eftir, nefni- lega: Belgía, Danmörk, Hellas, Hol- land, Noregur, Stóra-Bretland og.Svi- þjóð. Þýsku konungarnir í Bayern, Grafið niður að kistu Páls og fleiri gröfum. SKÁLHOLT. Framh. af bls. 7. byggja hina háreistu ögmundar- kirkju um 1530 og hlotið kirkju- leg í líftryggingar stað? — Ein þessara beina eru hér sýnd á mynd efst á bls. 7. Miklu siður orðlausir eru aðrir fjórir Skálholtsmenn frá í sumar og velta bjargi, sem gat var á höggvið. Menn hafa haft steininn í sig á hina fokgjörnu kirkju. Fundnir munu 10 gatsteinar þess- legir í kirkjugrunninum, sbr. heststeina með svipuðum götum. Það hefir verið til annars meira en gamans gert, sýnist fræðimað- urinn með gleraugun vera að hugsa, að flytja upp á kirkjuhól slíkt stórgrýti, sem þar finnst, og höggva með bitlausri klöppu gat- ið, sem myndin sýnir. Stefán Jónsson (d. 1518) var kallaður grjótbiskup af stórgrýti því og hellum, sem hann lét draga að kirkju og stað og beitti naut- um fyrir drátt. Úr slíku efni lét hann hlaða vegg utan með kirkju 1—2 mannhæða háan (upp und- ir lægri ufsirnar) og hafði þröng- an gang milli hans og kirkiuþils. Þá átti eigi að vera hætt við, að kirkjan fyki, auk þessa sigstein- arnir. ögmundur biskup lét fjarlægja grjótgarð þennan (líklega eftir bruna 1527), svo að leifár sjást helst ekki nema á einum stað, norðan -kórs. Þar mættu gat- steinar rísa úr grasi í framtíð til minja um forna tækni og siði. Ekki er eins stórviðrasamt í Skálholti og víða er sunnan lands. Af viðbúnaði Stefáns og sigstein- um hugkvæmist manni, að fá voru svo háreist hús sem kirkjan var. Samanburður við málin, sem menn vita á Hólakirkju 14.—15. aldar, fræðir um það, en Arngrim- Ljósmynd: Fálkinn. ur lærði segir kirkjurnar hafa verið eins báðar (þ. e. eins í laginu og áþekkar að stærð). Hólakirkja var liðlega 13. m. há til mænis og hæð stöpuls eigi nefnd, en grunnflötur hans var liðugir 10 m. á kant að utanmáli alveg eins og Skálholtsstöpuls. Hólakirkja austan stöpuls var 11 m. breið að innanmáli, en Skál- holtskirkja reyndist einum m. breiðari. Þak mun hafa verið miklu brattara en krossreist, svo að breiddaraukinn samsvarar 80— 90 sm. hæðarauka. Skáiholts- mænir hefir því verið um 14 m. hár, en stöpull hærri. Þetta gildir um miðaldakirkj- una 1311—1650, en Brynjólfs- kirkja var lægri og Klængskirkja sennilega einnig. Undir þessu háa, breiða þaki verðum við að lesa úr rúnum myndanna, sem hér eru birtar. Neðst á bls. 7 er litið þvert suður yfir grafinn kirkjugrunn- inn, þangað sem áðurnefnd göng liggja undir trébrú, lagða þar um bil sem suðurveggur framkirkj- unnar var á miðöldum (vegg- hleðslan sést einnig á 4. mynd). Þrem metrum nær en brúin er sjást veggleifar vestur frá ganga- munnanum. Upp af þeim vegg risu syðri hástoðirnar, sem báru mið- skipsþak kirkjunnar, en nyrðri hástoðir stóðu á langveggnum stóra, sem gengur þvert yfir myndina neðan við miðju hennar. Miðskipið var tæpra 7 metra breitt bæði í Brynjólfskirkju og ögmundarkirkju. Sunnan með og norðan með því voru hin lágu hliðarskip, sem oft kallast útbrot. Breidd þeirra skorti lítið á 3 m. á miðöldum, en var aðeins 1,30 m. í Brynjólfskirkju. Gegnum norð- urútbrotið forna og ögn lengra út Prússlandi, Saxlandi og Wurtemberg lögðu niður völd í nóv. 1918 og sömu- leiðis Karl Austurrikiskeisari og kon- ungur Ungverjalands. Rússakeisari var tekinn af lífi 1918 og Spánarkon- ungur flýði land 1931. Búlgarakonung- ur var settur af 1946 og ítaliukonungur sama ár og Muhamed VI. Tyrkjasol- dán 1922. Pétur II. Serbakonungur fiýði land 1941 og var formlega settur af 1945. Og Montenegro hvarf úr tölu sjálfstæðra ríkja 1918 og innlimað i JúgoSlavíu, en Nikita I. settur af. gekk krossálma úr Brynjólfs- kirkjunni og hét Maríustúka. Nið- ur úr gólfi Maríustúku lét Þórður biskup Þorláksson grafa sér og f jölskyldu sinni gröf og fóðra hana grjóti með vænar hellur lagðar í grafarbotn. Það er þetta grafar- hólf, sem opið sést á myndinni neðst. Maríustúka sést á 1. mynd. Ný dómkirkja verður bráðlega byggð og mun byrgja nokkurn hluta grunnsins. Þess vegna voru færðar burt allar beinaleifar, sem fundust á svæði myndarinnar, og verða síðar jarðsettar í öðrum reit kirkjugarðsins, nema sumt kunni að verða í væntanlegu graf- hýsi í eða undir kirkju. Ætlast er til, að grafarhólf Þórðar biskups og stigahús eldfornt inn af gang- endanum (nær ekkert komið í ljós, þegar myndin var tekin) varðveitist, sýnileg gestum. Margir vilja færa dómkirkju austur í þá helgistaði tvo, sem kaþólsku aldirnar áttu göfugasta, reit fornra biskupagrafa, þar sem Páll lá, og altarisreitinn í hákórn- um austast. Þar fannst undirstaða altaris, sem hefir verið á sama stað a. m. k. síðan Klængskirkja var reist. Segjum annað. Ef dómkirkja risi 9 metrum vestar og um leið 5—7 m. sunnar í grunninum, hefði sú lega einnig helgiríka þýð- ingu. Þá mundi vera hægt að móta eldri kirkjur í grassverðinum í allri sinni lengd og tign, skapa með steinaröðum rústanna með- vitund um stórfenglegt guðshús undir beru lofti og syngja þar messur við altari Klængs, þegar menn óska að gera það í forna minning. En gagnstætt þeirri ,,kaþólsku“ mætti þá láta háaltari nýju kirkjunnar koma þar, sem altari Krists var í Krossstúku, en svo hét syðri þverkirkjuarmur- inn, og fundust altarissteinar og legsteinn með krossfestingar- mynd, þar sem altarið skyldi standa, beint fyrir augliti Páls biskups (sjá 3. mynd). Með því yrði reitur biskupagraf- anna að kórgrafreit (gerður af krypt) og fengi það hlutverk að vera symból eða helgitákn allra grafminja sameinaðra, sem fund- ist hafa í Skálholti. Eins og kista Páls var látin skjóta skjólhúsi yf- ir brunnin bein ótalinna dauðra, sem kirkjubruni fletti ofan af, skal hún nú verða grafartákn bæði fyrir preláta og skótötra- menn, sem kirkjumoldin hjúfraði að sér alla jafnt. Slík tákn bregða stórum svip yfir dálítið hverfi og stuðla að því að gera okkur, ríka og snauða, lífs og liðna, að einni þjóð. ' * Glaðir varðenglar velta burt steini grafarmunnans. — Ljósm.: Gísli Gestsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.