Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 37

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 37
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 *>l&*>í&X>£gk*>í'&*>L'&*>í)&*>í)&* GRETA GAIiBO. Frh. af bls. 15. sér hlutverk gamallar konu, móður hetjunnar í finnska ættjarðarlejknum „Daniel Hjort“. Það er skrítið að lesa það, sem gagnrýnendurnir skrifa um hana í þetta sinn. Daniel Fallström skrifaði í Stockholms Tidningen: „í atriðinu sem gerist á aftökustaðnum túlkaði Greta Garbo á einfaidan hátt og blátt áfram með tilfinningu og á heillandi hátt hlutverk móður Daniels Hjort, en var ef til.vill full ungleg. Sven Söder- ström skrifaði í Stokkhólms Dagblad-: „Greta Garbo var svo dugleg sem Kato, sem hægt er að búast við af tvítugri stúlku, sem með sinu heillandi kven- eðli virðist eiga heima í annars konar hlutverkum. Og í vaðalsgrein í Nya Dagligt Allehanda stóð: „Félagar Gretu Garbo segja að hún sé fegurðardrottn- ing leikskólans og auk þess framúr- skarandi gáfuð“. Og nú hafði Mauritz Stiller ioks tekið eftir henni. Hann var í vand- ræðum staddur um þessar mundir. Hann var að glíma við erfiðasta hlut- verk sitt sem leikstjóri í sænskri mynd, nefnilega kvikmyndina „Gösta Berlings Saga“ eftir sögu Selmu Lagerlöf. Og nú var hann á manna- veiðum. Hann vantaði leikendur í hlutverk Gösta Berlings og Elisabetar Dohna. Áður hafði hann ekki fengið nema snögga svipmynd af Gretu Garho. En nú var hann sannfærður um að hún gæti leikið. Og nokkrum vikum siðar var hann reiðubúinn til að láta hana leika í „Gösta Berlings Saga“. Og með því hefst hennar eigin saga. LEIKSTJÓRINN MAUR. STILLER. Maðurinn sem hefir ráðið mestu um frama Gretu Garbo, Mauritz Stiller, fæddist í Helsingfors 17. júlí 1883. Faðir hans var rússneskur herhljóm- sveitarleikari og móðirin pólskur Gyðingur. Ætterni Stillers er vafalaust full skýring á iistamannseldmóði hans. Sjálfur talaði hann oft um rússneska blóðið i sér og skrumaði af þvi að hann væri afkomandi rússneskra tatarafor- ingja og fagurra kirgisa-furstafrúa. Þegar Mauritz, eða réttara sagt Mowscha, sem liann hét réttu nafni, var tveggja ára, dó faðir hans, sjúkur á sál og likama. í örvæntingu fyrirfór móðir hans sér. Börnin sex, en Maur- itz var yngstur þeirra, voru tekin á barnaheimili, en þaðan tók liattarinn Katzman Mauritz litla og gerði hann að kjörsyni sínum. Hann ætlaðist til að Máuritz tæki við fyrirtækinu eftir sinn dag, en drenginn langaði ekkert til að selja hatta og loðhúfur. Hann vildi verða leikhúsmaður. Og árið 1899 gerðist það eitt kvöld i Ábo, að sölumaðurinn Mauritz afréð að hætta að selja loðhúfur. Ilann var 1G ára gamall þá. Nú tóku við erfiðleikaár — hann var statisti, leikari og leiksviðsstjóri á ýmsum stöðum i Finnlandi. Árið 1909 fluttist hann til Sviþjóðar, því að hann taldi að þar væri fremur von til að komast áfram. Og það reyndist svo. Á næstu árum hófst þögla kvik- myndin sænska til vegs. Victor Sjo- ström, sem varð vinur Stillers, þó að hann væri að eðlisfari alger andstæða lians, var þá mcstur maður sænskrar kvikmyndagerðar. Hann gerði „Fjalla- Eyvind", „Þorgeir í Vik“ og „Körkarl- en“. Stiller komst líka að og gerði m. a. myndirnar „Blómið blóðrauða" og „Herragarðssaga". En það var „Gösta Berlings Saga“ sem varð prófraun Stillers. Og liann gekk að þessu verkefni af lífi og sál. Einn góðvinur hans frá lausingjadög- unum í Helsingfors, Ragnar Ilyltén- Cavallius, var látinn ganga frá kvik- myndahandritinu. Efnið var svo um- fangsmikið að Stiller taldi að ekki yrði komist af með minna en tveggja kvölda rnynd. Kostnaðurinn fór langt fram úr áætiun og kvikmyndafélagið ætlaði að ganga af göflunum. En Maur- itz Stiller var annað betur Jagið en að nurla þegar hann liafði annarra manna fé handa á milli. Hann taldi fjárhagsatriðið smávægilegt á móti hinu: að fá réttan mann í .hlutverk Gösta Berlings. Stungið var upp á ýmsum, þ. á. m. Gösta Ekman, en hann var ekki talinn nægilega þreklegur. Loks valdi Stiller Lars Hanson. En hver átti að leika greifaynjuna fögru, Elísabet Dolina? Hinar ungu sænsku leikkonur, þar á meðal Mona Mártensson, reyndu sig hjá hinum stranga dómara Stiller. Hann áleit að Mona hæfði ágætlega hlutverki Ebbu Dohna. Þegar hann hafði séð Gretu Garbo sagði hann við ráðunauta sína: — Nú held ég að ég hafi fundið liana! Hún kann ekki mikið, en samt furða ég mig á henni. Að minnsta kosti er hún ótrúlega falleg. En við Grelu sagði hann: — Góða min, þér eruð alltof feit. Ef þér eigið að geta komið til greina verðið þér að léttast um tiu kíló. En augnhárin á yður eru ansi falleg. Það flökraði ekki að honum að þetta væri sama stúlkan, sem hann hafði fyrir skömmu rekið út, heldur hrotta- lega. HATUR OG ÁST. En nú var byrjuð samvinna, sem siðar varð barmafull af „dramatik og rómantík“. Skilyrðin urðu hörð, fyrsta kastið. Stiller var vægðarlaus og ægi- lega kröfuharður leikstjóri. En gegn- um öll hin áköfu eldgos skapsins, gekk dugnaður hans og ást á listinni eins og rauður þráður. Meðan á kvikmyndatökunni stóð kvað Greta Garbo hafa sagt, að það væri ótrúleg kvöl að vinna með Stiller. En svo bætti hún við: — Stiller er dásamlegasti maðurinn sem ég þekki. Maður verður hvorki sár né reiður hvcrnig sem hann skammast. í annað skipti hrutu út úr Iienni nokkur orð, eftir að hann hafði kvalið og plágað hana eins og hann gat gert: — „Jákla Stiller! Jag hatar deg!“ Fáránlegar sögur hafa gengið um samband þeirra Stillers og Gretu Garbo. Eitt cr víst, að Stiller, jafn mikill listamaður og hann var, hefir haft gaman af að móta hana og um- skapa eftir sínu eigin höfði. Hann sá hve gífurlega möguleika hún átti, og hefir gert sér að metnaðarmáli að móta þær línur og þá fegurð, sem síð- ar gaf veröldinni „konuna guðdóm- legu“. „Jákla Stiller!“ Þetta voru mótmæli þreytu og reiði. En í þeim fólst lika brennandi aðdánn hinnar ungu stúlku, þó að henni væri þvert um geð að dást að Stiller. Og bak við tárin mun þegar öllu er á botninn hvolft hafa falist sá sannleiki, að Greta Garbo elskaði Mauritz Stiller. Abraham bróð- ir hans, í Helsingfors, hefir sögu að segja af því: „Þegar Stiller dó úr lungnabólgu á Rauðakrosssjúkrahús- inu i Stokkhólmi 1928, skrifaði Grela bróður hans frá Hollywood og bað hann um að komast að því livort liægt væri að fá leyfi til að giftast Mauritz eftir andlát hans, og ef svo væri þá að athuga hvort að hún þyrfti að taka Gyðingatrú til þess! GÖSTA BERLINGS SAGA. Nú vikur aftur að kvikmyndun „Gösta Berlings Saga“ veturinn 1924. Þá liðu ofviðrasömustu vikurnar i sögu kvikmyndaþorpsins i Rásunda. Stiller vann eins og óður maður og heimtaði það ýtrasta af öllum. Þessi mynd átti að verða það fullkomnasta sem veröldin hefði séð. Hann lagði jöfnum höndum áherslu á það drama- tíska og það rómantíska í sögunni. En liann vanrækti hina innri þróunarsögu Gösta Berlings. Afleiðingin varð sú að það varð glæsilegur umbúnaður sem bar myndina uppi, en persónulýs- ingarnar köfnuðu undir öllum ævin- týraljómanum. Þess vegna urðu viðtökurnar lijá al- menningi ekki eins góðar og við var búist. Það var jafnvel fundið ýmislegt að leik Lars Hansonar, en vera kann að þær aðfinnslur hafi meðfram staf- að af því, að fólk var yfirleitt óánægt með að Gösta Ekman skyldi ekki hafa verið trúað fyrir hlutverkinu. Leikur Gretu Garbo fór alveg fyrir ofan garð og neðan hjá fólki. Auðvitað var á það minnst hve falleg hún væri og live tignarlega hún bæri „empire“-kjólana. En enginn sá að þarna væri tilvonandi lieimsfrægðarleikkona á ferðinni. Vitanlega varð Stiller fokvondur yfir móttökunum. Hann spjó eitri og galli yfir treggáfaða og vanþakkláta Svíana, og sór þess dýran eið að héðan í frá skyldi hann fórna kröftum sinum fyrir þjóðir, sem kynnu að meta leik- list betur en þeir. Og bráðlega bauðst honum líka tækifærið. „Gösta Berling" var fádæmavel tek- ið í Berlín, og kvikmyndafélagið Trianon skoraði á Stiller að taka kvikmynd i Þýskalandi með hinni ágætu sænsku leikkonu Mary Jolinson í aðalhlutverkinu. Hún var þá á há- tindi frægðarinnar og hafði leikið í myndum hjá Stiller áður. * Hér lýkur sögu Gretu Garbo l Stokkhólmi. 1 nœstu tveimur blöö- um Fálkans segir frá frcegöarsögu hennar í Hollywood og för þeirra Stillers þangað. í HRÍÐINNI. Framhald af bls. 17. því að liann tók utan um hana og kyssti hana. „Ég hefi hérna dálitla jólagjöf handa þér,“ sagði hann lágum rómi. „Hún er að vísu ekki stórkostleg, enda að- eins ætluð til bráðabirgða. Þú skalt fá sams konar gjöf úr gulli seinna.“ Hann tók hönd hennar og selti lítinn hring úr sótugum kveikjuþræði á fingur hennar. ALVEG HISSA. I orgelpipum í baptistakirkjunni i Spartansburg, Pennsylvaníu fundust fyrir nokkru 1299 krónur í gulli. Ilöfðu peningar þessir verið í orgel- pípunum i fimmtiu ár, enda hafði hljómurinn í orgelinu aldrei verið eins og liann átti að vera. V V V Bing Crosby hefir grætt 230 milljón krónur á röddinni i sér siðustu tutt- ugu árin. — Pauline Goddard (áður gift Chaplin) á málverk og skartgripi, sem eru um 2 milljón króna virði. — Mary Pickford, sem nú gengur í endurnýjun lifdaganna i sjónvarpinu á jarðeignir sem ná yfir 190 ferkíló- metra. — „Vatnsprinsessan“ Ester Williams hefir auk leiklauna sinna tekjur af sjö verslunum, fjölda af bensinslöðvum og verkfærasmiðju. Og hún er meira að segja borgarstjóri í smábæ einum. V V V Indíánahöfðinginn Krummakló er fyrir rétti og vill skilja við konuna og verða frjáls maður. Dómarinn vill vita um ástæðuna og Krummakló svarar: — Þegar ég sái korni þá fæ ég korn. Þegar ég sái spínati fæ ég spinat. En þegar ég sái Indíánum og fæ Kínverja — þá vil ég skilja. V V V Þó að allir viti að liinn heimsfrægi meistari Sherlock Holmes hafi aldrei verið til, öðru vísi en sem luigarfóst- ur höfundarins Conan Doyle, hefir nýlega verið afhjúpaður veggskjöldur til minningar um 100 ára afmæli lians i St. Bartolomew-spítalanum í Lon- don. í sögu frá 1914 segir Conan Doyle að Sherlock Hohnes sé þá sextugur og þess vegna telst liann hundrað ára í ár. V V V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.