Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 20

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 20
12 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 stutta stund. Sársaukabros færist nm andlit hennar en röddin er föst og heit. Hann hörfar ósjálfrátt eitt skref aftur á bak. — Þessa nýju raun átti ég líka að jjqla, stynur hann. — Skil- urðu ekki að þú ert að’ kveija mig. Ég liefi gefið guði iíf mitt, og hann veit hve mjög ég þrái að þjóna honum og afplána synd mína. En hann veit líka hve erfitt mér veitist að gleyma. Cecilia, ég bið þig: gerðu þetta ekki erfiðara en það er. Farðu heim áður en það verður of seint. Hvorugt þeirra hafði tekið eftir að sóiin var horfin. Svört ský hafði dregið saman, og allt í einu hristir vindhviða trjátoppana. Og svo kemur regnið, þétt og þungt. — Við vérðum að leita okkur skjóls, Erlendur, segir Cecilia. — Finnurðu ekki hitamolluna? Það kem- ur áreiðanlega þrumuveður og kannske fárviðri. Ég veit um eyðikofa hérna nærri. Þegar hún sér að hann hikar kemur hún nær. — Þú þarft ekkert að óttast. Þegar óveðrinu slot- ar skal ég fara frá þér. Ég hefi aldrei viljað gera þér illt, og nú skil ég hve fráleitt það er, sem ég hefi gert. Ó, sjáðu hvernig dimmir — komdu, Er- lendur! Hann er enn í vafa, en þegar rign- ingin ágerist grípur hann hönd henn- ar og þau leiðast gegnum þétt kjarrið. Eftir fáeinar mínútur eru þau komin að kofagarminum — blaut og lafmóð komast þau inn úr dyrunum þegar þrumurnar byrja að drynja. Enginn gluggi er á kofanum, en gegnum vind- auga sjá þau hvernig eldingarnar þjóta. Hver þruman rekur aðra og innan skamms er skógurinn eins og snarkandi galdrabál. Og svo lýstur niður eldingu rétt hjá þeim. Hún hittir stórt tré sem rifnar og feliur á kofaþakið. Cecilia, sem hefir staðið með hendurnar fyrir and- litinu, rekur upp óp. — Hcilaga guðs- móðir — hjálpa þú okkur. Hvar ertu, Erlendur? Hún þreifar fyrir sér í myrkrinu, hann tekur í hana, og á næsta augnabliki kjökrar hún eins og lafhrætt barn í faðmi lians. Ég geri ekki nema skyldu mína, reynir Benedikt að teija sér trú um. Ég vernda konu, sem er hrædd. En hvað stoða hugsanir og áform? Heit tár Ceciliu væta kinnar hans og senda ununarstraum um allan líkama hans. Og honum dettur í hug að ef kofaþakið hryndi niður á þau og þau dæju þarna þá væri það hámark allr- ar hamingju. Allt annað er gleymt, hann þrýstir henni að sér og kyssir hana ....... í sama bili verða ógurlegir brestir, meiri en nokkurn tíma áður. Nú er Cecilia ekki hrædd. — Erlendur, hvísl- ar hún í eyrað á honum. — Ef við eigum að deyja núna þá verð ég að trúa þér fyrir dálitlu. Við eigum barn, Erlcndur, — son. Hann varð fjögra ára í maí. Og faðir þinn liefir fyrir- gefið okkur báðum. Hann hefir sakn- að þín mikið, en nú er Árni litli auga- steinninn hans. Hann ........ Þau líta við þvi að nú er rekið bylmingshögg á hurðina og í bjarma næstu eldingarinnar sjá þau glottandi andlit fyrir utan. Bróðir Vincent! — Þetta kom á óvart, er ekki svo, sagði hann illþyrmislega. — Mér datt þetta í hug, þess vegna elti ég yklcur. Og nú verður vist ekkert úr förinni til Hegravíkur, Benedikt hinn fróm- lyndi! Þú kemur með mér til baka þeg- ar óveðrinu slotar. Og þér, friða frú, komið lika. Bróðir Dagur — ha-ha-lia. Takið slagbrandinn frá svo að ég geti komist inn — ég er orðinn gegndrepa. Snemma morguninn eftir eru allir munkarnir saman komnir í ráðsalnum til að dæma bróður Benedikt og Ceciliu, sem hafa verið í gæslu um nóttina. Föl og niðurlút standa þau frammi fyrir ábótanum. Cecilia er enn í munkaklæðum. Eysteinn ábóti er klökkur, hendur hans skjálfa. — Bróðir Benedikt, segir hann hægt, — þú veist hvað þú ert ákærður fyrir. Hvað héfir þú þér til málsbóta? Bróðir Benedikt lítur upp og ætlar að svara, en í sama biii verður honum litið á bróður Vincent og vefst þá tunga um tönn. Digri munkurinn situr með hendurnar krosslagðar á mag- anum og auðséð að hann hrósar sigri. — Þú hefir bakað reglu vorri smán, heldur ábótinn áfram. — En af því að ég veit hvernig þú hefir barist gegn holdfýsninni alla tíð síðan þú komst hingað, skaltu fá vægan dóm. Ég fel þér erindi, sem þú átt að rækja. Á morgun ferð þú til Hegravíkur. Þegar þú kemur aftur skal úr því skorið hvort þú dæmist verðugur til að fá að vera liér. Eruð þér bræður, samhuga í þessu? Hann þagnar og lítur kringum sig. Allir kinka kolli nema bróðir Vin- cent. — Og — konan? spyr bróðir Bene- dikt með lágri rödd. Svipurinn á ábótanum harðnar. — Þú þekkir lögin, sonur. Hún liefir logið sig inn i heilagt klaustur í karlmanns- fötum til að tæla munk — herrans þjón. Hegning fyrir þann glæp er að- eins ein — dauðinn. Síðasta orðið stingur Benedikt eins og glóandi járn. Hann ærist og áður en nokkur veit faðmar hann Ceciliu að sér, dregur hana með sér út úr salnum og út úr garðinum. Þar er klefi, sem ekki hefir verið notaður lengi — þar ætlar hann að fela hana um sinn. Hann hrindir upp hurðinni og ýtir hijnni inn. — Ég sæki þig í nótt, hvíslar hann. — Og svo flýjum við — saman. Bróðir Benedikt er allan daginn i klefa sinum. Hann stendur á hnjánum fyrir framan krossmarkið og biður um fyrirgefningu á syndum sínum — og einkum fyrir syndina, sem hann ætlar að drýgja í nótt. Klukkan eitt hættir hann sér út. Allt er hljótt — munkarnir sofa. Hann læðist hljóðlega og þreifar fyrir sér. Loks er hann kominn að klefanum. En hvað er þetta — hér eru engar dyr! Veggurinn er votur og lykt af röku kalki berst að vitum hans. Heilaga guðs móðir! Nú skilur hann hvernig komið er. Þeir hafa fundið Ceciliu og fullnægt dómnum. Klefinn er orðinn gröf hennar og til að af- má öll spor hafa þeir múrað aftur dyrnar. Nú man liann allt í einu, að hann hefir heyrt svipað úr öðru klaustri. Og nú dettur honum annað enn hryllilegra í hug. Hafa þeir ekki grafið hana lifandi? Hann verður að brjóta múrinn, ná sér í Ijós og verkfæri. Skjálfandi af hræðslu fálmar hann fyr- ir sér og kemst í klefann sinn aftur og kveikir á lýsiskolunni. Erfiðara verður að útvega sér tæki — þau eru öil i geymslunni inn af klefa Hall- varðs. Og hér er ekkert — jú, hann getur notað krossmarkið. Og nú borar hann og krafsar. Munk- arnir heyra ekkert, þeir sofa i vestur- álmunni. Og þetta er vonlaust verk. Brons er mjúkur málmur og múrinn sterkur. Svitinn bogar af lionum, fing- urnir blóðrisa en hann gefst ekki upp fyrir það. Loks er komið ofurlítið gat á múr- inn niður við gólf. — Ertu þarna, Cecilia? livíslar hann með öndina i hálsinum. — Heyrir þú til mín? En hann fær ekkert svar — allt er hljótt. Frávita af örvæntingu leggst hann flatur, teygir handlegginn gegnum gatið og káfar á gólfinu. Hann vill ekki vísa á bug voninni um að hún sé lifandi — kannske er hún meðvit- undarlaus af loftleysi, hugsar hann með sér. En þegar hann Yiær í aðra höndina á henni er öll von úti. Fing- urnir eru stirðnaðir og kaldir. En hann hrópar ekki — ósegjan- legur friður fer um liann. Það eina sem hann finnur er ofurlítill stingur Loforðið hans. Framhald af bls. 9. Hún glotti. „Það er mikið hvað þú ert nærgæt- inn — við alla nema mig.“ Hann hristi höfuðið og lygndi aftur augunum. „Nú eru liðin átta ár síðan,“ sagði hann, „og ég eldist óðum. Ég var fimmtiu ára þegar hún Alice dó, og hún var tveimur árum eldri en ég. Nú er ég 58.....það er mikið livað tím- inn líður.“ „Ég er engin skólastelpa heldur,“ sagði Hilda stutt í spuna. „Ég er 55. Þú kemur hingað og heimsækir mig á hverjum degi, þú sest í besta stólinn við arininn minn, ég bý til matinn handa þér og stríði við gigtina í þér. Ég gef þér glas af víni og góðan vindil. Hneppi að þér frakkanum þegar þú ferð heim......Ó, það er svo róman- tískt! Þú hefir gefið móðursjúkri konu heimskulegt loforð — og þess vegna á ég að þjást það sem eftir er ævinnar. En þetta er ekki ranglæti?“ Hann andvarpaði. „Ég er bundinn á höndum og fótum, Hilda. Ég sé þetta skýrt fyrir mér ennþá. Læknirinn var viðstaddur, hann stóð við fótagaflinn á rúminu. Alice opnaði augun og horfði á mig, og svo sagði hún: George, elsku vinur minn, það er aðeins eitt sem ég ótt- ast — og það er tilhugsunin um að þú giftist aftur. Lofaðu mér einu, George — gifstu aldrei aftur. Hjóna- bandið er lieilagt — þú og ég erum eitt, bæði í lífi og dauða. Viltu sverja að þú skulir ekki gifta þig eftir að ég dey ...... Og ég sór, til þess að hún gæti dáið glöð.“ Hilda kinkaði kolli. „Þetta er hjartnæm saga, það verð ég að segja. En hvað það var gaman að hún skyldi geta dáið glöð.“ Hún hvessti á hann augun: „Ætlarðu að lofa þvi sama þegar ég dey?“ „Tvímælalaust,“ sagði hann án þess að liugsa sig um. Svo hnyklaði hann brúnirnar. Það átti kannske að vera fyndni. En ef svo var þá var það ekkert góð fyndni. Hún spyrnti stólnum sinum til hans. „En, George, þegar þú segir að þú elskir mig meira en nokkra aðra — eru það þá bara innantóm orð?“ „Hvernig getur þér dottið það i hug?“ kveinaði liann. „Ég elska þig heitar en ég elskaði Alice.“ Hún yppti öxlum og brosti. „Jæja, þá er vist ekkert frekar um þetta að tala. Og ég verð að sætta mig við þá tilhugsun að ég fari í gröfina sem piparmey." Hún þagði um stund. Svo bætti luin við: vinstra megin í brjóstinu, eins og hann hefir oft orðið var við áður. Höfuðið leggst niður á steininn — og liönd Ceciliu ætlar liann aldrci að sleppa ...... Þannig fundu munkarnir hann um morguninn. Vincent kom þarna líka en nú hrósaði hann engum sigri. Hann stóð þögull og horfði á þetta undar- lega bros, sem var á andliti hins látna bróður Benedikts. Það var Eysteinn ábóti sem sendi krossmarkið heim á Skaun. Hann var barn sinnar harðneskju tiðar. En hann hafði.hjarta líka. Innst í liug- skoti lians var meðvitund um, að til væri máttur, sterkari en lög og dómur, já, sterkari en allt annað í lieimi — kærleikurinn. * „Annars er það eitt, sem þú hefir aldrei minnst á, George. Þú hefir talsvert ríflegan lifeyri — er það trygging sem þú keyptir á yngri árum?“ „Nei-nei,“ sagði hann. „Vissirðu það ekki? Ég hélt að ég hefði sagt þér það fyrir löngu. Ég hefi aldrei átt peninga. Þessi lífeyrir sem ég hefi, er sprottinn frá Alice. Hún lét eftir sig sparipeningana sina þegar lnin dó.“ „Sparipeningana?" át Hilda eftir steinhissa. „Aldrei vann hún sér inn peninga. Hvaðan hafði hún peninga?“ George hló. „Nei, hún vann aldrei," sagði hann, „hún var ekki gefin fyrir það. En þessir peningar hennar voru afgang- ar af meðlögum frá þremur fyrstu mönnunum hennar, sem hún slcildi við.“ * — Æ, ég vil miklu heldur eignast stóran bróður! — Var skemmtilegt jólakvöld hjá þér í gær?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.