Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 41

Fálkinn - 17.12.1954, Blaðsíða 41
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1954 Qullni nwturgnlinn. Ævintýri H. C. Andersens í rússneskri mynd, ipiNU SINNI fyrir langalöngu átti ■' ríkur og voldugur keisari heima austur í Kína. Hann átti heima í dýrð- legri höll úr finasta og hvítasta postu- líni, og kringum höllina var svo stór og fagur garður að enginn liafði nokk- urn tíma séð annan eins garð. Og i þessari fágætu höll og fagra garði var allt það, sem liægt var að óslca sér. En fyrir utan garðinn, í þétta skóg- inum niðri við bláa hafið átti fugl heima, og þeir sem höfðu séð þann fugl sögðu, að enginn fugl kæmist í hálfkvisti við hann og lofuðu liann eigi minna en höllina og garðinn keis- arans. Þetta var næturgali. Allir farmennirnir, sem sigldu með- fram skóginum, töluðu um þennan undrafugl þegar þeir komu heim, og það var skrifað svo mikið um hann að loksins komst keisarinn sjálfur yf- ir bók, sem hafði verið skrifuð um þennan kínverska næturgala. Keisaranum gramdist að enginn skyldi hafa arðið til þess að segja honum frá þessum merkilega fugli fyrir löngu, og nú skipaði liann for- saetisráðherranum að ná i þennan fugl og færa sér hann þegar í stað. Ef honum tækist það ekki skyidi allri hirðinni refsað með ilstrokum. Og allir gömlu hirðmennirnir með yfirskeggin og altar digru, silkiklæddu hirðfrúrnar tritluðu nú af stað af veikum mætti, þær voru fótfúnar og verkjaði mikið í lappirnar, þvi að þær höfðu frá hlautu ttarnsbeini verið látnar ganga í df þröngum skóm. En hvernig sem þau leituðu og spurðust fyrir hafði enginn heyrt get- ið um fugl, sem var kallaður nætur- gali. Loks fór liirðfólkið niður i eld- luis, og forsætisráðherrann spurði litla stúlku, sem var að þurrka diska, hvort hún hefði séð næturgalann. — Næturgalann? sagði telpan. — Vitanlega hefi ég séð næturgalann. Hann borðar moldina af diskinum mínum heima hjá henni mömmu á hverjum degi, hún á lieima i skóginum niður við sjó. Og liann syngur svo fallega að ég fæ tár í augun af gleði. "y: » — Heyrðu, barnið gott, sagði rað- herrann. — Ef þú nærð í næturgalann skal ykkur báðum verða boðið í hall- arsal keisarans i kvöld. Litla stúlkan gekk nú inn í skóginn og hirðmennirnir í halarófu á eftir lienni. Og ioks komu þau þangað sem næturgalinn hélt sig. — Næturgali! kallaði telpan. — Keisarann langar til að heyra þig syngja! — Það gleður mig! sagði næturgal- inn og svo söng hann svo fallega að öllum fannst dásamlegt að hlusta á hann. — Herra næturgali, sagði forsætis- ráðherrann. — Hans hatign keisarinn býður þér á stóra hljómleika í há- sætissalnum í kvöld. — Söngurinn minn hljómar miklu betur hérna i skóginum, sagði nætur- galinn. — En ég get gjarnan flogið með ykkur og sungið fyrir keisarann. Svo leið að kvöldi, og í hásætissaln- um fagra, sem var gerður úr fínasta hvítu postulíni, sat keisarinn í hásæt- inu og fyrir framan hann sat nætur- galinn á gullkvisti. Litla stúlkan úr eklhúsinu fékk að standa í dyrunum. Svo hneigði keisarinn sig náðar- samlega, og næturgalinn fór að syngja. Og hann söng svo fallega að gamli keisarinn fékk tár í augun. Þegar fuglinn hafði lokið söngnum, spurði keisarinn hvað hann vildi fá fyrir skennntunina. En næturgalinn sagðist ekki vilja taka við neinni borgun, því að hann liefði þegar feng- ið sín laun — hann hafði séð tárin í augum keisarans. Svo leið og beið og næturgalinn var í höllinni hjá keisaranum i Iíina. Og i öllu rikinu talaði fólk varla um annað en þennan dásamlega nætur- gala. ! 1 í ■ j Einn góðan veðurdag fékk keisarinn gjöf frá keisaranum í Japan. — Þetta er líklega einhver ný bók, hugsaði keisarinn með sér, en þegar hann opnaði böggulinn sá hann að þetta var gervi-næturgali smíðaður úr hvítagulli og alsettur brillöntum, rúbínum og safirum. Og þegar hánn var dreginn upp fór hann að syngja eitt lagið, sem raunverulegi nætur- galinn var vanur að syngja. En þegar hirðfólkið heimtaði að gervifuglinn og hinn næturgalinn væru látnir syngja tvíraddað, varð næturgalinn reiður og flaug út um gluggann og heim í skóginn við sjóinn. Keisarinn varð réiður er hann sá næturgalann fljúga á burt i leyfisleysi, og nú gaf hann út tilskipun og bannaði öllum næturgölum landvist i Kína. En gervifuglinn var dásamaður og hafinn til skýjanna, og hann var látinn sitja á perlusaumuðum silkikodda á nátt- borði keisarans, og um hálsinn á hon- um hengu allar orður og krossar, sem unnt var að fá. Lærðu mennirnir i landinu skrifuðu 22 bækur um liinn dásamlega gervi- fugl, sem gat sungið eins og nætur- gali og sem var alsettur glitrandi gim- steinum. En það var einn galli á hon- um: liann söng aðeins þetta eina lag, aftur og aftur. Eitt kvöldið sat keisarinn og hlust- aði á gervifuglinn og handlék hánn, en þá vildi svo illa til að hann missti hann á gólfið. Hann brotnaði í mél og skrúfur og fjaðrir ultu út á gólfið. Keisarinn sendi þegar eftir líflækni sinum. En hann gat aðeins dyttað að lifandi fólki en ekki gervifuglum. Þá sendi keisarinn eftir hirð-úrsmiðnum. Hann opnaði magann á fuglinum og fiktaði eitthvað við innyflin, og svo sagði hann að hann mætti syngja, en ekki nema einu sinni á ári því að gangverkið væri orðið svo slitið. Svo liðu fimm ár og heilsa keisarans fór að bila. Hann varð veikari og vesælli með liverjum deginum, vegna þess að liann fékk ekki að lieyra næt- urgalasöng þegar liann vildi. I.ækn- arnir sögðu að liann gæti ekki lifað lengi. Keisarinn lá í silkivoðunum í rúm- inu sínu. Allt í einu fannst honum eitthvað koma við brjóstið á sér. Alveg rétt! Þarna var rétti næturgalinn kominn: hann ætlaði að syngja fyrir keisarann í síðasta sinn og gleðja hann. Og nú söng liann svo fallega að tárin komu aftur fram í augu gamla keisarans. — Þakka þér fyrir, fuglinn minn! sagði keisarinn. — Einu sinni gerði ég þig útlægan úr riki minu og samt kemur þú aftur og rekur illa anda dauðans burt frá mér. Hvað get ég gert fyrir þig — livað viltu fá að launum? — Ég hefi fengið mín laun, sagði næturgalinn, -— þvi að tárin eru mér meira virði en demantar. — Viltu ekki verða hjá mér — alltaf ? spurði keisarinn. — Néi, sagði næturgalinn. — Ég get ekki lifað í höll. En ég skal koma hingað og syngja fyrir þig við og við. Ég skal syngja um gleði og sorg, um gott og illt. En þú verður að lofa mér einu: að þú mátt ekki gleyma að þú ált lítinn fugl sem veit allt og segir þér allt i veröldinni. Eftir dálitla stund kom hirðfólk inn í herbergið. Það lagði ábreiðuna yfir höfuðið á keisaranum, sem nú var sofnaður fyrir fullt og allt — með sælubros á vörunum. a, TÖFRAMAÐURINN MIKLI. í Genf hafa 300 töframenn frá 20 löndum haldið meistarasamkeppni. Danski töframaðurinn Haakon Edel- ing vann 1. verðlaun og varð heims- meistari i 10. sinn. Hlaut hann meist- aratignina fyrir „fiðralda-bragðið“. Hann hafði æft það árum saman og getur nú látið 500 fiðrildi fljúga frá sér samtímis. Fiðrildin eru úr silki- pappír, þvi að Edeling og aðrir nú- tíma galdramenn eru hættir að ferð- ast með lifandi kvikindi á sýning- arnar. — Haakon Edeling hefir lang- að til að verða sjónhverfingamaður síðan liann var 7•—8 ára. Það byrj- aði méð þvi að hann sá alkunnan galdramann, prófcssor Labri, leika listir, og þá fór hann að æfa sig á ýmsum einföldum brögðúm sem hann las um í blöðunum. Hann lék oft listir i skólanum fyrir félaga sína, en i fyrsta skipti sem hann átti að sýna þær opinberlega, á íþróttamóti, var hann skíthræddur. IJonum tókst ekki vel og eitthvert blað ráðlagði honum að bæta við sig atriði: að hverfa sjálfur af sviðinu. En EdeL ing lét ekki hugfallast en æfði sig daglcga, þvi að það er nauðsynlegt til að halda fingrunum finium. Siðan hefir hann sýnt sig víða, meðal ann- ars í Amalíborg á áfmælisdögum litlu prinsessanna. Edeling er verslunarmaður að at- vinnu en hefir galdrana í hjáverkum og sýnir aldrei listir sínar nema hann sé beðinn um það. Þegar hann spilar á spil trúa meðspilendur hans lionuni aldrei fyrir að stokka spilin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.